Morgunblaðið - 21.12.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019
Fossháls 27, 110 Reykjavík
Opnunartími 7.30-16.30
Sími 557 8866
pantanir@kjotsmidjan.is
Komdu við
eða sérpantaðu
- Fyrir jólaboðin -
Hangikjöt, hamborgarhryggur,
nautakjöt og villibráð
Gæða
kjötvörur
Sá ágæti hagfræðingur MiltonFriedman sagðist aldrei hafa
rekist á slæmar tillögur um skatta-
lækkanir og um
skattalækkanir hafði
hann meðal annars
þetta að segja: „Ég
styð lækkun skatta
við hvaða kringum-
stæður sem er og af
hvaða ástæðu sem er,
hvenær sem mögu-
legt er.“
Þetta var skilj-anlegt þegar
þetta var sagt fyrir
allmörgum árum og
á enn betur við nú,
ekki síst hér á landi þar sem skattar
eru háir og lagðir á nánast allt sem
hreyfist – og líka það sem hætt er að
hreyfast.
Allar afsakanir til að lækka ekkiskatta, og stundum til að hækka
þá, hafa verið dregnar fram, en al-
gengast er að heyra stjórnmálamenn
og hagfræðinga fullyrða að efnahags-
ástandið sé of gott til að lækka skatta,
eða að það sé of slæmt til að lækka
skatta.
Þetta síðarnefnda er líklega ennvinsælla og hefur reynst hættu-
legra, ekki síst þegar vinstristjórnin
alræmda fékk skattheimtuvaldið á ár-
unum 2009-2013.
Þess vegna var ánægjulegt að sjá íágætu viðtali Viðskiptamoggans
við seðlabankastjóra í vikunni að
hann sagði að tími til að lækka skatta
væri í niðursveiflu.
Nú er niðursveifla og útlit fyrir aðhún vari enn í einhver misseri,
vonandi þó ekki mjög mörg. Og ríkið
getur lagt sitt af mörkum til að stytta
hana með myndarlegri lækkun
skatta. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Milton Friedman
Alltaf gott að
lækka skatta
STAKSTEINAR
Ásgeir Jónsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
„Við fáum alltaf bara takmarkað bóluefni á hverju
hausti og við erum yfirleitt að klára það um þetta
leyti, svona rétt fyrir áramótin. Svo þetta er ekkert
óeðlilegt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höf-
uðborgarsvæðisins, í samtali við Morgunblaðið. Á
vefsíðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var sagt
frá því í vikunni að influensubóluefni væri búið á
stórum hluta heilsugæslustöðvanna.
„Við erum bara að klára restarnar,“ bætir hún við.
Spurð frekar um framhaldið svarar Ragnheiður:
„Svo er það bara næsta flensa næsta haust. Það kem-
ur einn faraldur á hverjum vetri.“
Aðspurð segist Ragnheiður telja að flestir þeir
sem Heilsugæslan vill sérstaklega ná til, t.d. 60 ára
og eldri og þeir sem eru með langvinna sjúkdóma,
hafi þegar komið í bólusetningu. „Þannig að við ætt-
um að vera vel varin,“ segir hún.
Í vikunni var enn til bóluefni á heilsugæslustöðv-
unum Efra-Breiðholti, Glæsibæ, Hamraborg og
Hvammi. Þeir sem vilja fá bólusetningu geta haft
samband við heilsugæslustöð þar sem bóluefni er til.
teitur@mbl.is
„Ættum að vera vel varin“
Inflúensubóluefni búið
á stórum hluta stöðvanna
Morgunblaðið/Hari
Bólusetning „Svo bara næsta flensa næsta
haust,“ sagði framkvæmdastjóri hjúkrunar.
Verkefnið „Guðlaug – heit laug í
grjótvörn við Langasand á Akra-
nesi“ er handhafi Umhverfis-
verðlauna Ferðamálstofu árið
2019. Verkið var unnið á árunum
2017-2018 og samanstendur af
útsýnispalli, heitri laug og síðan
grynnri laug sem nýtur vatns úr
yfirfalli efri laugarinnar. Mann-
virkið er hið fyrsta sinnar teg-
undar hér á landi.
Guðlaug var formlega opnuð 8.
desember 2018. Síðan þá hafa um
30 þúsund gestir heimsótt laugina.
Hönnunin var unnin af Basalt
arkitektum og Mannviti verk-
fræðistofu. Að framkvæmdinni
komu m.a. Ístak, Vélaleiga Hall-
dórs Sig., Rafþjónusta Sigurdórs,
Pípulagningaþjónustan og Tré-
smiðjan Akur.
Akraneskaupstaður sótti um í
Framkvæmdasjóð ferðamanna-
staða árið 2017 og fékk 30 milljóna
króna styrk til að hefjast handa við
verkefnið. Umhverfisverðlaun
Ferðamálastofu hafa verið veitt ár-
lega frá árinu 1995.
Guðlaug handhafi
umhverfisverðlauna
Ljósmynd/Ferðamálastofa
Akranes Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, tók við verðlaun-
unum frá Skarphéðni Berg Steinarssyni ferðamálastjóra í vikunni.