Morgunblaðið - 21.12.2019, Side 12

Morgunblaðið - 21.12.2019, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019 Afgreiðslutímar á www.kronan.is 9-22 OPIÐ Í DAG OPIÐ 9-20 á Hvolsvelli, Reyðarfirði, Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég áttaði mig ekki á þvífyrr en ég var að ljúkavið bókina að hún er áeinhvern hátt uppgjör við tímann sem við lifum á, tíma sem er í raun rosalegur og öfga- kenndur. Við stöndum frammi fyrir mögulegri tortímingu á eigin tilvist og við þurfum að horfast í augu við ákveðnar afleið- ingar þeirra áherslna sem hafa einkennt mannskepnuna síðustu árhundr- uð. Við erum í uppgjöri við eigin tilveru,“ segir Melkorka Ólafs- dóttir, ljóðskáld og tónlistarkona, sem sendi nýlega frá sér ljóðabókina, Hérna eru fjöll- in blá. „Titill bókarinnar vísar í að það er ýmislegt sem maður gengur í gegnum sem maður þarf ákveðna fjarlægð á til að sjá fegurðina í því. Þetta undirstrikar þroska og að setja hlutina í stærra samhengi. Saga konunnar í bókinni er kannski ákveðin speglun á þetta stóra sam- hengi, en hún er um leið mjög per- sónuleg. Ég skrifaði þessi ljóð á undanförnum fimm árum og þau endurspegla minn hugarheim á því æviskeiði, frá þrítugu til þrjátíu og fimm ára, þegar ákveðin umbreyt- ing á sér stað, frá því að vera stelpa yfir í að verða kona. Bókin er því líka einhverskonar uppgjör við sjálfhverfasta tímabil ævi ungrar ís- lenskrar konu sem býr í feðraveldi,“ segir Melkorka og bætir við að ákveðinn sársauki búi í sjálfhverf- unni. „Því það er kúnst að líta inn á við án þess að lenda í því að fara að stara í spegilinn, þaðan kemur líka þjáningin. Línan er þunn þarna á milli. Kerfið sem við búum við ýtir undir sjálfhverfu og við erum í rauninni að viðhalda ákveðnum ótta um að við séum aldrei nóg. Kerfið viðheldur líka hræðslu við eigin við- kvæmni og sannfæringu um ein- hvern skort. Við erum búin að hlaupa allt of langt í öfuga átt, en ég hef trú á því að ýmis kvenleg gildi, það sem stendur nær hjartanu og viðkvæmninni sé líklegra til að bjarga okkur út úr þessu heldur en nokkuð annað. Samkenndin skiptir öllu máli. Það er lýsandi fyrir ástandið og hvernig allt stendur fast, að heyra af nýlegri loftslags- ráðstefnu þar sem ekki var hægt að komast að lokaniðurstöðu, því það gekk ekki að finna orðalag. Tungu- málið er verkfæri til að skilgreina hlutina og kannski eru stóru lausn- irnar og stóru skilaboðin handan við orðin. Ljóðið gefur einmitt færi á undirliggjandi skilaboðum.“ Engar styttur um konurnar sem dóu af barnsförum Sársauki kvenna hefur verið Melkorku einkar hugleikinn. „Konur eru með innbyggðan sársauka, allt frá kynþroskanum fylgir hann okkur með mánaðar- legum inngripum og svo kemur meðganga og fæðing og að lokum tíðahvörf með kófum. Karlar hafa ekki þetta innbyggða kerfi svo þeir búa sér til sársauka með stríði, guð- um og djöflum og alls konar valda- brölti, bæði í orði og á borði. Þetta karllæga samfélag sem við búum við byggist á þessum tilbúningi á sársauka og réttlætingu á honum. Á meðan erum við að drepa jörðina, hina einu sönnu móður, það er hin stóra sorg okkar tíma,“ segir Mel- korka og minnir á hið gríðarmikla efni sem til er til að staðfesta mikil- vægi þessa tilbúna karllæga sárs- auka. „Ógnarfjöldi bóka og kvik- mynda er til um stríð og valdabrölt, styttur til minningar um óþekkta hermanninn eru í annarri hverri borg en engar styttur til minningar um allar konurnar sem dóu af barnsförum. Sársauki kvenna er ekki svona margstaðfestur eða rétt- lættur, kannski einmitt af því að hann er náttúrulegur. Hann er kannski líka persónulegri og við- kvæmari.“ Gamaldags rómantík Melkorka fæddi sitt fyrsta barn fyrir suttu og á milli sárs- aukafullra hríða segir hún að hellst hafi yfir hana hugsunin: Af hverju dýrkum við ekki konur fyrir það eitt að standa í þessu? „Án þess að vera talskona þess að við séum að bera fæðingarsögur endalaust á torg eða aðrar hetju- dáðir kvenna, þá held ég að sem samfélag eða mannkyn, þá væri gott fyrir alla að jafna þetta betur út, tala um og viðurkenna. Því sárs- auki sem ekki er unnið úr hann drepur. Við ættum að gera meira af því að hampa næminu, óttast sárs- aukann minna, hætta að bæla hann. Ég er ein þeirra kvenna sem hafa misst fóstur og lent í ströggli með að uppfylla draum um að eignast af- kvæmi, en sá sársauki er næstum aldrei ræddur. Þegar ég sagði ein- hverjum frá fósturmissinum þá voru margir sem höfðu gengið í gegnum það sama eða einhver ná- lægt þeim. Við berum öll þessar sorgir í hljóði sem hafa gígantísk áhrif á okkur, líka á karlana sem elska sín ófæddu börn og deila draumum með konum sínum. Fjöldi fólks er að takast á við slíkar við- kvæmar sorgir og vinna persónu- legar hetjudáðir sem teljast ekki með, því þær hafa ekki vægi í sam- félagsmyndinni. Þessi element sem við tengjum oft við kvenleika eru flæðið í ljóðabókinni minni,“ segir Melkorka sem hefur ævinlega verið í mjög sterkum tengslum við nátt- úruna. „Ég hef alltaf verið náttúru- unnandi og geng mikið á fjöll og fyrir vikið er óvenjumikil náttúru- tenging í ljóðunum miðað við mína kynslóð. Sumum jafnöldrum mínum finnst hún kannski gamaldags þessi rómantík, en mér finnst við nútíma- fólk vera orðin svolítið firrt, við þurfum að vera í meiri snertingu við náttúruna.“ Samkenndin mun bjarga okkur „Ég hef trú á því að ýmis kvenleg gildi, það sem stend- ur nær hjartanu og viðkvæmninni sé líklegra til að bjarga okkur út úr þessu heldur en nokkuð annað,“ segir Melkorka Ólafsdóttir, ljóðskáld og tónlistar- kona, um þá staðreynd að við mannfólkið stöndum frammi fyrir mögulegri tortímingu á eigin tilvist. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ljóðskáld Melkorka segir að við eigum að gera meira af því að hampa næminu og óttast sársaukann minna. Á hálffullu tungli milli eggloss og blæðinga ríðum við af stað með storminn í hárinu eins og við höfum gert um aldir og alltaf við leitum þess sama og þeir en þó ekki vonarspírurnar flækjast um fætur okkar nú reynir á að píra augun klemma lærin en umfram allt vefja sjalinu blíðlega þéttar að Komdu vinkona LJÓÐ ÚR BÓKINNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.