Morgunblaðið - 21.12.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 21.12.2019, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta Ævisaga Stefáns, hreindýrabónda á Grænlandi Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Í svona húsnæði fara margir í gegn og stoppa stutt. Mikið mæðir á hús- næðinu og það þarf að endurnýja það reglulega svo það fari nú ágæt- lega um fólk, segir Þórhildur Haga- lín,“ upplýsingafulltrúi hjá Útlend- ingastofnun. Síðustu vikur hefur verið unnið að endurbótum á húsnæði umsækj- enda um alþjóðlega vernd í Bæjar- hrauni 16 í Hafnarfirði. Veggjalús fannst í hluta húsnæðisins. Þórhild- ur segir í samtali við Morgunblaðið að eldhús, þvottahús, gluggar og gólfefni hafi verið endurnýjuð, skipt um húsögn og húsnæðið málað. Verður húsnæðið tekið aftur í notk- un á næstu dögum. „Þetta húsnæði verður nú fyrsti móttökustaður fyrir fjölskyldur, pör, einstæðar konur og fylgdarlaus ungmenni þegar þau koma inn í kerfið. Útlendingastofnun er líka með móttökumiðstöð í Bæjarhrauni 18 þar sem málin eru unnin, mót- tökuteymi eru með aðsetur og við- talstími er fyrir einstaklinga. Það er þægilegt að hafa þetta nálægt hvað öðru,“ segir Þórhildur. Alls eru nú um sex hundruð ein- staklingar í úrræðum á vegum Út- lendingastofnunar. Stofnunin er með samninga við þrjú sveitarfélög, Reykjavík, Reykjanesbæ og Hafn- arfjörð, um húsnæðisúrræði og þjónustu fyrir umsækjendur um al- þjóðlega vernd. Ríflega tvö hundruð eru nú í úrræðum Reykjavíkurborg- ar, rúmlega sjötíu í Reykjanesbæ og um fimmtíu í Hafnarfirði. Auk þess eru um 240 í úrræðum á vegum Út- lendingastofnunar sjálfrar í sömu sveitarfélögum. Mikil fjölgun milli ára Þórhildur segir að útlit sé fyrir að svipaður fjöldi umsókna um alþjóð- lega vernd berist í ár og í fyrra. „Heildarfjöldinn er svipaður en samsetning hópsins hefur breyst. Umsóknum frá ríkjum sem við köll- um örugg upprunaríki hefur fækkað mikið. Þær eru nú um 15% af um- sóknum en voru um 60% árið 2016. En að sama skapi hefur fjölgað um- sóknum frá ríkjum sem eru ekki skilgreind örugg. Það endurspegl- ast í fjölda veitinga. Nærri tvisvar sinnum fleiri einstaklingar hafa fengið vernd eða viðbótarvernd í ár en í fyrra,“ segir Þórhildur en 160 fengu jákvæða niðurstöðu í fyrra en 311 hafa fengið jákvæða nið- urstöðu fyrstu ellefu mánuði árs- ins. Þessi nýja samsetning þýðir nýjar áskoranir að sögn Þórhild- ar. Málsmeðferðartími er sá sami og í fyrra. Að jafnaði tekur 4- 10 daga að afgreiða for- gangsmeðferð en meðal- málsmeðferðartími allra mála er 157 dagar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Endurbætur Húsnæðið í Bæjarhrauni verður fyrsti viðkomustaður fyrir fjölskyldur þegar þær koma hingað. Móttökuhúsnæði fyrir fjölskyldur endurbætt  Umsækjendur um alþjóðlega vernd fá inni í Hafnarfirði Í yfirlýsingu á Facebook-síðu Aarke á Íslandi sem flytur inn sódavatns- tæki frá samnefndu vörumerki var óánægju lýst með viðskiptahætti raf- tækjaverslunarinnar Elko sem hefur orðið sér úti um slík tæki „eftir krókaleiðum“ og selt í versluninni, að því er segir í yfirlýsingu félagsins. Í henni segir að það sé gert í óþökk bæði umboðsaðilans hér á landi, fjöl- skyldufyrirtækisins Halba og fram- leiðandans í Svíþjóð. „Okkur þykir miður að sjá svona stórt og virðulegt fyrirtæki stunda slíka viðskipta- hætti,“ segir meðal annars. „Móðurfyrirtækið Aarke harmar það mjög að þetta hafi komið upp hér á landi og til að koma til móts við þessar aðstæður á litlum markaði munum við bjóða upp á auka Aarke PET flösku með seldum tækjum hjá viðurkenndum endursöluaðilum á Íslandi út desembermánuð,“ segir enn frekar. Í samtali við Morgunblaðið segir Gestur Hjaltason, framkvæmda- stjóri Elko, að sér þyki tilburðir fyrirtækisins hér á landi gamaldags. „Að okkar mati er þetta nú bara frjáls heimur. Viðskiptavinir leita eftir vörum hjá okkur, við höfum samband við þá og viljum kaupa af þeim vörur og endurselja. Þeir neita að selja okkur og okkur gengur illa að fá vörur afhentar frá þeim. Við leituðum því annað og útvegum vörur löglega inn í landið, í óþökk þeirra, að því er virðist,“ segir Gest- ur. „Í sjálfu sér er þetta bara liðin tíð. Heimurinn er opinn og þú getur fengið þetta í póstkröfu og á netinu. Þetta eru fornaldarleg sjónarmið og einokunartilburðir,“ segir Gestur sem kveðst undrandi á því að um- boðsaðilinn vilji ekki selja tækin í einni stærstu verslun landsins. „Sódastríð“ um sódavatnstæki  Umboðsaðili segir Elko selja tæki í sinni óþökk  „Einokunartilburðir“ Deilur Sódavatnstækin frá Aarke hafa verið til sölu í Elko. Alls sóttu 774 um alþjóðlega vernd á Íslandi fyrstu ellefu mán- uði ársins. Flestir umsækjendur eru frá Venesúela, 144 talsins, og Írak, 128 talsins. Alls eru þetta 35% umsækjenda. Útlendingastofnun hefur tekið 1.028 ákvarðanir varðandi um- sóknir um alþjóðleg vernd það sem af er ári. 311 einstaklingum hefur verið veitt vernd, eða 30% umsækj- enda samanborið við 160 á sama tíma í fyrra. Flestir sem hafa fengið vernd koma frá Vene- súela, 121, og Írak, 47 talsins. Alls dvelja nú 240 í húsnæði á veg- um stofnunarinnar og þiggja þjónustu. 360 manns dvelja í húsnæði og þiggja þjónustu hjá Reykja- víkurborg, Reykjanesbæ og Hafnar- fjarðarbæ. Tekið 1.028 ákvarðanir STOFNUNIN Í ÁR Þórhildur Hagalín

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.