Morgunblaðið - 21.12.2019, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.12.2019, Qupperneq 27
Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Fasteignin, sem er á tveimur hæðum, er eitt fallegasta veitingahús Reykja- víkur. Að auki er útiaðstaða fyrir veitingasölu í Hjartagarðinum. Heildarstærð er 622,9 fm. Einstakt tækifæri til að tengja saman fjárfestingu og rekstur. Frekari upplýsingar hjá katrin@thingvangur.is eða í síma 820 6355. Klapparstígur 28 og 30 Til sölu glæsilega innréttuð fasteign UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019 Eins og stundum áður hefurpistlahöfundur sett sam-an nokkur skákdæmi fyr-ir jólin. Dæmin eru trú- lega í strembnari kantinum en nefna má að dæmi nr. 2 og 4 eru fengin úr heimsmeistarakeppninni í skák- dæmalausnum sem haldin var í Ohrid í Makedóníu í september 2018. Þar mættu til leiks margir val- inkunnir kappar með enska stærð- fræðinginn og stórmeistarann John Nunn fremstan í flokki. Hann á oft í harðri keppni við Pólverja sem eru afar harðir í horn að taka á þessu sviði. HM í atskák og hraðskák Heimsmeistarakeppnin í atskák, 15-10, og hraðskák, 3-2, fer fram í Moskvu dagana 25.-30. desember. Mótið verður sett á jóladag en keppnin í atskák fer fram 26.-28. desember, fimm umferðir dag hvern. Taflið hefst kl. 12 að íslensk- um tíma alla þrjá keppnisdagana. Þar eru tefldar 15 umferðir. HM í hraðskák stendur svo yfir dagana 29. og 30. desember, alls 21 umferð. Keppnin hefst kl. 12 að ís- lenskum tíma fyrri daginn en kl. 11 seinni daginn. Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á ýmsum vefsvæðum og má nefna Chess24.com, ICC og Chess- bomb.com. Búast má við þátttöku bestu skákmanna heims og meðal keppenda verður heimsmeistarinn Magnus Carlsen. Jólaskákþrautir Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is 3. Sam Lloyd, 1864 Hvítur leikur og mátar í 3. leik. 6. Oleg Pervakov, 2019 Hvítur leikur og vinnur. 5. W. Shinkman, 1872 Hvítur leikur og mátar í 4. leik. 2. Albert Wolkman, 1950 Hvítur leikur og mátar í 2. leik. 4. Fuss/Möller, 1928 Hvítur leikur og mátar í 3. leik. 1. Höfundur ókunnur Hvítur leikur og mátar í 2. leik. Löngum fengu for- eldrar mínir þær frétt- ir úr barnaskólanum að ég væri nánast ólæs og reynt var að kaupa handa mér tíma- kennslu hjá vænni frú í næstu götu, en þeir tímar höfðu afar tak- markað skemmtigildi. Þrátt fyrir þetta las ég reiðinnar ósköp af bók- um sem ég fékk á Borgarbókasafninu: Fimmbækur, Ævintýrabækur, um Árna í Hraun- koti og Þúsund og eina nótt, svo dæmi séu nefnd. Í sveitinni rétti Andrés húsbóndi minn í Deild- artungu mér bók og bað mig að lesa, mér yrði hlýtt yfir daginn eftir. Þetta var Gerpla. Hjá honum las ég allan Kiljan, sem var góður undurbúningur undir Hamsun sem ég las nánast allan. Á haustin byrjaði svo sama harmsag- an, kennarar töldu mig nánast ólæs- an og við hafði þá bæst að ég var líka orðinn nánast óskrifandi. Það var því ekki að ófyrirsynju að ég hallaði mér að stærðfræði og var svo hepp- inn að lenda hjá kennara sem skildi stöðu mína, Ólafi Ólafssyni (Stóra- Rauði). Hann kallaði mig eitt sinn að kennaraborði og kenndi mér að draga þriðjurót á þremur mínútum. Um svipað leyti var ég hjá Tryggva Gíslasyni sem lét mig læra nokkur ljóð eftir Jón Helgason, sem ég kann enn. En niðurstaðan á prófum og að mati kennara var áfram sú að ég væri illa læs og skrifandi. Þegar hér var komið sögu höfðu þá einnig bæst við á minn leslista danskar og sænskar bækur, sem ég las fyr- irhafnarlítið, enda fjöll- uðu þær um margar öflugustu kenndir mannlífsins. Engu að síður voru einkunnir í erlendum málum ekki háar. En stærðfræðin lukkaðist bærilega og var nánast minn bjarg- hringur Í MA var ég hjá Gísla Jónssyni ís- lenskukennara. Hann kom til mín og sagði „þínar ritvillur eru einkenni- legar, þú skrifar go í stað og.“ Hann ráðlagði að ég læsi ritgerð aftur- ábak, setningu fyrir setningu, þá sæi ég betur villur. Við þetta fór einkunn úr 4 í 9. Vér ólæsu og óskrifandi höfum ekki áhyggjur af PISA og bless- uðum kennurunum, lesum áfram það sem er skemmtilegt, fyrr eða síðar fáum við liðsmenn sem munar um. Vér ólæsu Eftir Guðmund Ólafsson » Vér ólæsu og óskrif- andi, höfum ekki áhyggjur af PISA og blessuðum kennurun- um, lesum áfram það sem er skemmtilegt. Guðmundur Ólafsson Höfundur er lektor emeritus frá HÍ og Bifröst. gol@gol.is Rafn Hafnfjörð fæddist 21. desember 1928 í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Þuríður Sveinsdóttir og Gunnlaugur F. Sigurðsson. Rafn lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg, stundaði nám við Iðnskólann í Hafnarfirði og í Reykjavík og lauk sveinsprófi í offsetprentun 1953. Hann stofnaði ásamt öðrum prent- smiðjuna Litbrá hf. 1954 og rak hana til ársins 2005 og var einn af stofnendum og fyrsti for- maður Félags offsetprentara. Rafn var þekktur landslags- ljósmyndari og tók þátt í fjölda ljósmyndasýninga, má þar nefna einkasýningu á Kjarvals- stöðum árið 1979 og í Hafnar- borg árið 2004. Myndir eftir Rafn hafa birst víða og verið notaðar til landkynningar um allan heim. Auk þess liggja eft- ir hann fjölmargar greinar um stangaveiði og útivist. Rafn gekk í Stangaveiðifélag Reykjavíkur 1951 og var félagi númer níu. Hann var einn af stofnendum Veiðiklúbbsins Strengs og Stakkavíkur, veiði- félags við Hlíðarvatn Hann var í stjórn og formaður Lands- sambands stangaveiðifélaga til nokkurra ára. Rafn var kvæntur Kristínu Björgu Jóhannsdóttur og eign- uðust þau sjö börn. Rafn lést 21. maí 2011. Merkir Íslendingar Rafn Hafnfjörð HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Nánari upplýs- ingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.