Morgunblaðið - 21.12.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 21.12.2019, Síða 30
30 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019 Mikil sala! Góður sölutími framundan. Óskum eftir öllum tegundum eigna á skrá. Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Halla Unnur Helgadóttir Viðskiptafræðingur / löggiltur fasteignasali s 659 4044 / halla@gimli.is AKUREYRARKIRKJA | Helgistund í kapellu Akureyrarkirkju kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | 22. desember, helgi- stund í aðdraganda jóla, sr. Þór Hauksson flyt- ur hugleiðingu. Organisti er Kristina K. Szklen- ár. ÁRBÆJARSAFN safnkirkjan | Aðventuguðs- þjónusta kl. 14. Sigrún Steingrímsdóttir org- anisti leiðir almennan safnaðarsöng. Félagar úr Valskórnum flytja jólalög. Jón Guðmunds- son leikur á flautu. Prestur er Kristinn Ágúst Friðfinnsson. ÁSKIRKJA | Helgistund í Áskirkju með lestr- um og jólasöngvum kl. 11. BREIÐHOLTSKIRKJA | Alþjóðlegi söfnuður- inn í Breiðholtskirkju. Guðsþjónusta og barna- starf kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma. Stein- unn Þorbergsdóttir, djákni, sér um barnastarf á sama tíma. BÚSTAÐAKIRKJA | Jólasöngvar fjölskyld- unnar kl. 11. Stund fyrir alla fjölskylduna þar sem andi jólanna ræður og jólalögin sungin. Umsjón Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas Þórir og Pálmi. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 18 er vigilmessa. Þorláksmessa. Messa á íslensku kl. 8 og 18. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup prédikar, séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. FELLA- og Hólakirkja | Jólasöngvar við kertaljós kl. 11. Jólahelgistund á aðventu, sungin verða jólalög. Kórinn flytur jólasálma og söngva. Sr. Jón Ómar Gunnarsson leiðir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Heilunarguðþjón- usta 22. desember kl. 14 í samstarfi Fríkirkj- unnar í Reykjavík, Kærleiksseturs og Sálar- rannsóknafélags Íslands. Um predikun sér Hjörtun Magni Jóhannsson. Um tónlist sér Gunnar Gunnarsson. Söngur: Sönghópurinn við Tjörnina. Hópurinn syngur Gloriuna undir í hugleiðslunni. Kær- leiksheilun annast starfandi heilarar hjá félög- unum og einnig nemar úr hópum félaganna. Friðbjörg Óskarsdóttir heilari og fræðslumiðill leiðir kirkjugesti í hugleiðslu. GRAFARVOGSKIRKJA | Jólastund og jóla- ball kl. 11. Helgistund, göngum í kringum jólatré og jólasveinar koma í heimsókn. Nem- endur úr Tónskóla Hörpunnar leika á hljóðfæri. GRAFARVOGUR – kirkjuselið í Spöng | Óskasálmar jólanna kl. 13. Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agn- arsson og Björg Þórhallsdóttir og Svavar Knút- ur leiða söng. Nemendur úr Tónlistarskóla Grafarvogs leika á hljóðfæri. GRENSÁSKIRKJA | Engin messa í dag en bent á Jólasöngva fjölskyldunnar í Bústaða- kirkju kl. 11. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sunnudagur 22. desember. Opin kirkja kl. 11-12.30. Kyrrð og kertaljós, ritningarlestrar og bænir, kakó og piparkökur. HALLGRÍMSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir, verk- efnastjóri og djákni, Ragnheiður Bjarnadóttir, Rósa Árnadóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson. Ungmenni úr æskulýðsfélaginu aðstoða. Stúlknakórinn Graduale Futuri leiðir söng og flytur helgileikinn Fæðing frelsarans eftir Hauk Ágústsson undir stjórn Sunnu Karenar Ein- arsdóttur. Fiðluleikarar Gréta Petrína Zimsen og Sigrún Ólafsdóttir. Organisti er Björn Stein- ar Sólbergsson. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Org- anisti er Guðný Einarsdóttir. Samskot dagsins renna til Hjálparstarfs kirkjunnar. HJALLAKIRKJA | Sunnudaginn 22. desem- ber verður kaffihúsamessa fyrir alla fjölskyld- una kl. 11. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma sunnudag kl. 14 á ensku. English speak- ing service. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sighvatur Karlsson, settur héraðsprestur, pré- dikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová kantors. LANGHOLTSKIRKJA | Aðventustund fjöl- skyldunnar og sunnudagaskóli kl. 11. Guð- björg Jóhannesdóttir sóknarprestur leiðir að- ventustundina, Sara Gríms leiðir sunnudagaskólann. Organisti er Magnús Ragnarsson, Graduale kórinn syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar. Dagmar Njarðardóttir leikur á trompet. Súkkulaði og piparkökur. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kamm- erkór Reykjavíkur syngur undir stjórn Sigurðar Bragasonar. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskóli á meðan. Kaffi á eftir. LÁGAFELLSKIRKJA | Bæna- og kyrrðarstund kl. 11 sunnudag. Prestur Arndís Linn leiðir stundina. Þórður Sigurðarson leikur ljúfa tóna. www.lagafellskirkja.is NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólaf- ur Jóhann Borgþórsson predikar. Kór Selja- kirkju leiðir söng. Organisti: Tómas Guðni Egg- ertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Sunnudagur 22. des. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur og leiðtogar sunnu- dagaskólans sjá um stundina. Jólasveinninn kemur í heimsókn og gefur gjafir. Kaffiveitingar eftir athöfn. 23. desember. Orgelleikur og söngur við kertaljós kl. 22. Friðrik Vignir Stef- ánsson organisti og Eygló Rúnarsdóttir syngur. VÍDALÍNSKIRKJA | Jólasöngvar fjölskyld- unnar kl. 11. Garðakórinn og barnakór Vídal- ínskirkju syngja. Helga Björk Jónsdóttir djákni les jólasögu og þjónar fyrir altari ásamt messu- þjónum. Peter Tompkin leikur á óbó. Stundinni er útvarpað beint á rás 1. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Jólaball 22. desem- ber kl. 11. Jólasveinninn mætir á svæðið og syngur nokkur jólalög og gefur börnunum góð- gæti. ORÐ DAGSINS: Vitnisburður Jóhannesar (Jóh. 1) Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonSauðárkrókskirkja Ég viðurkenni alveg að ég var mjög hikandi að prufa samtals- meðferð á netinu og hafði smá fordóma gagnvart því. Ég vissi ekki hvernig ég sem fagaðili ætti að geta byggt upp traust og ramma á netinu. Æskuvinkona mín sem er búsett á Eski- firði var farin að pressa verulega á mig að stíga inn í 21. öldina til að auðvelda aðgengi að heilbrigðis- þjónustu. Nú er ég sjálf utan af landi og sé hversu margar dyr þetta hefur opnað fyrir landsbyggðina. Að auki er ég búsett erlendis og hef fullan skilning á að margir Íslendingar vilji tala sitt tungumál í meðferð. Hvað sem því líður ákvað ég að láta undan pressunni og sé alls ekki eftir því. Samtalsmeðferðir á netinu hafa komið mér verulega á óvart á marga vegu (og allt jákvætt). Í fyrsta lagi er þetta mjög einfalt og aðgengilegt fyrir hvern sem er. Hugbúnaðurinn er auðveldur í notk- un og að auki öruggur fyrir sam- skipti með trúnaðarmál (og m.a. samþykktur af Landlækni sem með- ferðartækni). Í öðru lagi erum við flestöll með tölvur og önnur tæki sem við sitjum oft við. Það þarf því ekki að leggja mikið á sig til að koma á sam- skiptum. Unglingar eru vanir því að tala við fólk í gegnum tölvu, t.d. við spilun á tölvuleikjum og oft á tíðum við einstaklinga sem þeir þekkja nánast ekkert. Börn geta verið inn- an sinna tryggu ramma, annaðhvort heima hjá sér eða í skólanum. Þau þurfa ekki að aðlagast nýjum og framandi aðstæðum sálfræðistof- unnar og geta komið sér beint að efninu. Það sem kom mér einna helst á óvart er kynjamismunur þeirra sem hafa leitað til mín. Samkvæmt rannsóknum eru karl- menn í verulegum minnihluta þeirra sem sækja sér aðstoð, en þegar um ræðir fyrirspurnir um samtals- meðferð á netinu eru karlmenn í miklum meirihluta, a.m.k. í mínu tilviki. Þá er ég að meina karlmenn á öll- um aldri, frá 14-50 ára, og ekki einungis á Ís- landi heldur einnig víðs vegar í Evrópu. Hugs- anlega hefur loksins tekist að opna ein- hverjar dyr fyrir karl- menn sem glíma við andlegar áskoranir. Ég tel að samtals- meðferðir í gegnum netið geti leitt til byltingar fyrir aðgengi margra hópa og einstaklinga að nauðsyn- legri þjónustu. Fyrir utan að ná til karlmanna í auknum mæli geti að- gengi að sálfræðiþjónustu á lands- byggðinni breyst til muna. Að auki hafa þessar samtals- meðferðir gefið mér mikið, sem áhugamanneskju um menningu og fjölbreytt félagsstarf á landsbyggð- inni. Loks má nefna að það skemmir alls ekki boðskapinn að hugbúnaður- inn sem ég er að hrósa var stofnaður af íslenskri konu, Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur. Sjá hér: https://karaconnect.com/ Ég vil mæla með þessari lausn fyrir alla, unga sem aldraða, sem af einhverjum ástæðum kjósa ekki eða geta ekki sótt samtalsmeðferð á stofu. Ávinningurinn er í meg- inatriðum sá sami. Það sem skiptir mestu máli er að geta leitað til fag- aðila þegar þörfin knýr á og þökk sé tækninni hefur það aldrei verið auð- veldara. Fyrirspurnir má senda hingað: https://mindtherapy.dk/ kontakt/ Samtalsmeðferð á netinu – bylting fyrir ýmsa hópa Eftir Þóreyju Kristínu Þórisdóttur Þórey Kristín Þórisdóttir » Samtalsmeðferð á netinu er að opna dyr fyrir landsbyggðina, ungu kynslóðina og karlmenn Höfundur er sálfræðingur og heilsu- markþjálfi. kristin@mindtherapy.dk Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.