Morgunblaðið - 21.12.2019, Side 35

Morgunblaðið - 21.12.2019, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019 Elsku amma mín, góða ferð í nýja æv- intýrinu sem var að byrja hjá þér. Þú varst lengi búin að þrá hvíldina miklu og ég var búin að biðja um það fyrir þig en nú þegar þú ert farin þá er sökn- uðurinn svo mikill og lífið tóm- legra. Þú hefur nú lifað tímana tvenna amma mín, að verða 104 ára er ekkert smá afrek. Margt og mikið gerðist á milli þess sem þú varst Guðný litla á Grund og þangað til þú varðst Guðný gamla í Stöð, þú áttir viðburða- ríka ævi en það sem alltaf skein í gegn var staðfesta og lífsgleði. Við vorum góðar vinkonur, þú og ég. Mín kærasta bernsku- minning er þegar ég fékk að fara með pabba inn á Stöð til ykkar afa eldsnemma á morgnana og á meðan pabbi og afi voru í fjár- húsinu að gefa þá var ég að skot- tast með þér. Afi var þá búinn að elda hafragrautinn og þegar ég var búin að borða þá vorum við að brasa hitt og þetta þangað til leikfimiæfingarnar byrjuðu á Rás 1 en þær gerðum við alltaf samviskusamlega. Sögurnar sem hægt er að segja eru margar en látum nægja tvær. Önnur gerðist þegar ég var þriggja ára. Ég fór með þér í berjamó í hlíðinni fyrir ofan bæinn og undum við okkur vel alllengi en að lokum tók ég að ókyrrast og vildi fara ofar í brekkuna að tína berin. Þú sagð- ir að það væri í lagi og hélst áfram að tína. Svo nokkru seinna kallaðir þú á mig og þá var ekk- ert svar, þú leitaðir og leitaðir og fannst mig hvergi. Þegar þarna var komið hljópst þú niður að bæ og sagðir við mömmu að þú vær- ir búin að týna Erlu. Mamma var að taka sig til og fara að leita með þér þegar henni verður litið upp að Háteignum og sér hvar ég kem skoppandi allsber og Strútur, hundurinn á bænum, á eftir mér. Þú sagðir að þér hefði aldrei verið eins létt og þegar ég kom í leitirnar þennan dag. Pabbi labb- aði upp fyrir Háteiginn seinna sama dag og fann fötin mín við lækinn sem rennur utan við Há- teiginn. Þá hafði ég bara ætlað að baða mig smá. Eins er önnur saga sem þú sagðir mér mjög oft og við hlógum mikið að. Þetta var þeg- ar ég var svona tveggja til þriggja ára. Við vorum að leggja okkur saman á dívaninum eftir matinn og ég var eitthvað óróleg. Þú sagðir að ég ætti að fara að sofa og svo allt í einu segi ég: Amma mín, hvað sagðir þú, pirr- Guðný Jóna Þorbjörnsdóttir ✝ Guðný JónaÞorbjörns- dóttir fæddist 12. september 1915. Hún lést 26. nóv- ember 2019. Útför Guðnýjar fór fram 14. desem- ber 2019. uð að ég væri ekki farin að sofa og þá segi ég þessa gullnu setningu: við erum báðar forljótar. Þú vissir ekki hvert þú ætlaðir, ég var greinilega nýbúin að læra þetta orð og vissi ekkert hvað það þýddi. Ég hef ætlað að vera voða góð og blíð við þig. Þær eru margar sögurnar og margar minningarnar sem ég á um þig. Ég sakna þín svo mikið en þetta er lífsins gangur og öll eigum við eftir að fara í þetta ferðalag. Ég bið að heilsa pabba og afa, þeir taka á móti þér strákarnir þínir. Allar minning- arnar hlýja mér um hjartarætur, ég er svo rík að hafa átt þig að ömmu. Takk fyrir allt. Nú færð þú að hvíla milli pabba og afa í fjallahringnum. Ég ætla að enda þetta á orðtaki sem þú sagðir mjög oft þótt ég viti ekki eftir hverjum þú hafðir það: Lífið er leikur og logandi und og læknast ekki fyrr en á aldursdýrri stund. Ég elska þig. Erla Jóna Steingrímsdóttir. Föðursystir mín Guðný Jóna Þorbjörnsdóttir hefur nú kvatt þennan heim. Guðný var einstak- ur persónuleiki, alltaf jákvæð. Hún var hörkudugleg og sat aldrei auðum höndum. Það er öruggt að ástæðan fyrir langlífi hennar er hvað hún var alltaf hress og dugleg. Það var svo yndislegt að heim- sækja hana, hún var svo fróð um margt. Einn daginn spurði hún eiginmann sinn heitinn hvort hann væri ekki til í að taka mig í fóstur, en þá var ég nýbúin að missa föður minn og móðir mín fyrir nokkru farin. Hann taldi sig ekki muna um eina dóttur í við- bót. Upp frá því eignaðist ég fóstruna mína. Árið 2005, þá 90 ára, vildi hún koma til Sirmione við Gardavatn- ið á Ítalíu og dvelja hjá mér eina viku og halda upp á níræðisaf- mælið sitt, en á þeim tíma bjó ég í Sirmione. Mér þótti mjög vænt um að hún skyldi vilja dvelja hjá mér. Með henni komu fjórar dætur hennar, tengdadóttir og tvær dömur úr vinahópi hennar. Við ferðuðumst víða, m.a. til Fen- eyja. Sá dagur var einn sá heit- asti í ferðinni, um 38°C, og við allar nema Guðný vorum að leka niður í hitanum en hún kvartaði ekki og var hin hressasta. Sama hvert við fórum og hvað við gerð- um fann hún aldrei fyrir þreytu, en ekki var það sama að segja um okkur hinar, alltaf uppgefn- ar. Hún sagði í blaðaviðtali fyrir nokkrum árum: „Maður á að nota tímann vel og vera alltaf glaður, hress og ánægður með lífið.“ Stórglæsileg kona sem átti fáa sína líka. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég nú fóstru mína og þakka henni allt sem hún gaf mér með nærveru sinni. Ég mun sakna hennar mjög mikið. Guð blessi þig fóstra mín. Ingibjörg Stefánsdóttir. Þeir sem þekktu þig vita að þú varst einstök manneskja og engri konu lík, elsku hjartans amma mín. Þú hafðir sterkar skoðanir, talaðir, hlóst og söngst hærra en flest- ir, bjóst til dömuhatta úr dag- blöðum og gafst hundum stund- um cocopuffs því þú hélst að það væri hundamatur. Það má heldur ekki gleyma því að þú opnaðir heimilið þitt fyrir fjöldann allan af börnum sem áttu við námserfiðleika að stríða. Þú aðstoðaðir þau við að ganga menntaveginn og gafst þeim þannig tækifæri, sjálfs- traust og hvatningu til þess að takast á við þau verkefni sem lífið hefur upp á að bjóða. Á sama tíma komstu einnig sex mannvænlegum börnum á legg. Þú varst dugleg að leggja land undir fót og flækjast heimsálfa á milli til þess að eyða tíma með börnunum þín- um og barnabörnum sem dvöldu úti á landi eða erlendis. Í dag ríkir sorg og söknuður hjá okkur sem þekktum þig en á sama tíma veit ég að nú er gleði á himnum. Tveimur dögum áður en þú kvaddir dreymdi mig nefnilega svo raunverulegan og merkileg- an draum. Öll fjölskyldan var saman Gyða Stefánsdóttir ✝ Gyða Stef-ánsdóttir fæddist 5. sept- ember 1932. Hún lést 24. nóvember 2019. Útför Gyðu fór fram 19. desember 2019. komin í stórum sal og það var heljar- innar veisla að hefjast. Stór gler- veggur hulinn fal- legum silkigardín- um skildi í sundur okkur, fólkið þitt og veislusalinn þannig að við gest- irnir fengum aldrei að sjá þangað inn. Skyndilega birt- ust synir þínir tveir, Stefán og Grétar, pabbi minn, öllum að óvörum, en þeir kvöddu þennan heim árum á undan þér. Þeir komu dansandi út úr salnum báðir tveir brosandi út að eyr- um og virtust tilbúnir að taka á móti gestum. Mér brá við að sjá pabba og spurði því mömmu hvers vegna hann væri hingað kominn, en hún svaraði hnyttin: „Hvað, heldur þú að hann hafi ætlað að missa af þessu?“ Mikil birta og fegurð fylgdi þessum draumi en samt var einhver tregi og tómleiki í hjartanu sem ég skildi ekkert í, en fékk svo skýringu á þegar mamma hringdi og færði mér þær sorgarfréttir að nú værir þú farin. Bræðurnir voru þá mættir til þess að sækja þig, og passa upp á það að þú yrðir ekki sein í veisluna sem búið var að und- irbúa sérstaklega fyrir komu þína. Þannig veit ég, trúi því og treysti að þú sért nú í góðum höndum með öllu fólkinu okkar sem á undan er gengið, í ljósinu hinum megin við glervegginn þangað sem við öll stefnum. Blessuð sé minning Gyðu ömmu minnar. Kristín Birna Grétarsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr. Minningargreinar HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Emilía Jónsdóttir, félagsráðgjafi Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýju og stuðning vegna andláts og útfarar elsku eiginmanns míns, föður og tengdasonar, ÞORVALDS KRISTJÁNS SVERRISSONAR, Staðarhrauni 36, Grindavík. Sérstakar þakkir fær Sjómannafélag Íslands. Helga Eysteinsdóttir Baldur Jóhann Þorvaldsson Sverrir Kristján Þorvaldsson Valgerður María Guðjónsdóttir Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför okkar ástkæru GYÐU HJALTALÍN JÓNSDÓTTUR, húkrunarheimilinu Eir. Kærar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir einlæga umhyggju og aðstoð. Sendum vinum og ættingjum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Kristín Ólafsdóttir Magnús Halldórsson Jón Hjaltalín Ólafsson Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HÓLMFRÍÐAR JÓNU ARNDAL JÓNSDÓTTUR, Gullsmára 7, Kópavogi. Óskar Herbert Þórmundsson Helga Ragnarsdóttir Ragnheiður Lilja Georgsdóttir Þórður Rúnar Þórmunds. Ingibjörg Harðardóttir Jóhanna Steinunn Hannesd. Sóley Arndal Þórmundsd. Gunnar Þór Magnússon Fanney Þórmundsdóttir Hilmar Jóhannesson Sigurbjörn Jakob Þórmunds. Anna Guðný Friðleifsdóttir Bjarni Gaukur Þórmundsson Sóley Ægisdóttir barnabörn, barnabarnabörn, langalangömmustelpa og fjölskyldur Ástkær bróðir minn, BJARNI BJARNASON rennismiður, Veghúsum 31, er látinn. Útförin hefur farið fram að ósk hins látna. Guðlaug Bjarnadóttir Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN B. INGVARSSON, Lækjasmára 2, lést á Landspítalanum, Landakoti, 23. nóvember. Útför hefur farið fram. Kristín Jónsdóttir Sigríður Björnsdóttir Kjartan Svavarsson Thelma Jóna Björnsdóttir Jón Björn Björnsson Guðrún Elín Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkæri maðurinn minn, pabbi, tengdapabbi, afi og langafi, ÞORMÓÐUR HELGASON frá Kristnesi í Eyjafjarðarsveit, lést sunnudaginn 1. desember á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sóltúns. Rannveig H. Karlsdóttir Þorgerður Þormóðsdóttir Guðmundur Ó. Ingvarsson Karl Þormóðsson Irina Sukhanova Halldóra Þormóðsdóttir Guðbjartur Halldórsson Þormóður Þormóðsson Kolbrún Kristleifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.