Morgunblaðið - 21.12.2019, Page 37

Morgunblaðið - 21.12.2019, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019 37 Tvö embætti dómara við Landsrétt laus til setningar Dómsmálaráðuneytið auglýsir laus til umsóknar tvö embætti dómara til setningar við Landsrétt. Stefnt er að því að setja í embættin hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum til með 30. júní 2020. Um launakjör fer samkvæmt lögum um dómstóla nr. 50/2016, sbr. lög nr. 79/2019. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 21. gr. laga nr. 50/2016. Í samræmi við 4. gr. reglna nr. 620/2010, um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti, er áskilið að í umsókn komi fram upplýsingar um 1) menntun og framhaldsmenntun, 2) reynslu af dómstörfum, 3) reynslu af lögmannsstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 6) reynslu af stjórnun, 7) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning lagasetningar o.fl., 8) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 9) upplýsingar um andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum, 10) upplýsingar um tvo fyrrverandi eða núverandi samstarfsmenn eða yfirmenn sem geta veitt dómnefnd bæði munnlega og skriflega upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda og 11) aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf landsréttardómara. Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma í munnlegum fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 3) afrit af stefnu og greinargerð í málum sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 5) útgefin fræðirit og ljósrit af tímaritsgreinum umsækjenda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 6) Önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa sem landsréttardómari. Umsóknir skulu berast dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en 6. janúar 2020. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum er áskilið að umsóknir og fylgigögn berist dómsmálaráðuneytinu á minnislykli eða með rafrænum hætti á netfangið starf@dmr.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um setningar liggur fyrir. Dómsmálaráðuneytinu, 20. desember 2019. Stjórnarráð Íslands Dómsmálaráðuneytið Forstöðumaður tæknideildar Faxaflóahafna sf. Auglýst er laust til umsóknar starf forstöðumanns tæknideildar Faxaflóahafna sf. Leitað er eftir tækni- eða verfræðimenntaðri manneskju sem he- fur eftirfarandi til að bera: • Háskólamenntun í tækni- eða verkfræði sem nýtist í starfi. • Reynslu af verklegum framkvæmdum og mannvirkjagerð, sem jafna má til verkefna á sviði hafnarmála. • Skipulagshæfni og hagnýtri reynslu af áætlanagerð. • Færni í samskiptum við fólk og fyrirtæki. • Góða tölvukunnáttu og færni í ensku. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Í starfinu felst m.a.: • Umsjón og eftirlit hönnunar og hafnarframkvæmda • Eftirlit með hafnarmannvirkjum Faxaflóahafna sf. • Áætlanagerð um skilgreindar viðhalds- og nýframkvæmdir • Umsjón og uppfærsla tæknigagna í eigu Faxaflóahafna sf. • Önnur þau störf, sem viðkomandi kunna að vera falin og falla innan eðlilegs starfsviðs forstöðumanns tæknideildar Umsóknarfrestur er til og með föstudag 10. janúar n.k. Umsókn og ferilskrá með nöfnum umsagnaraðila skal skilað til: Faxaflóahafna sf., Tryggvagötu 17, Reykjavík eða þær sendar mannauðs- og launafulltrúa Faxaflóahafna sf. á netfangið olafur@faxafloahafnir.is. Nánari upplýsingar veitir hafnarstjóri gislig@faxafloahafnir.is eða í síma 525 8900. Faxaflóahafnir hafa staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Velferðarráðuneytis. Hafnarstjóri Faxaflóahafna sf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.