Morgunblaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 42
42 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019
70 ára Hannes er
Reykvíkingur, ólst upp
í Vogunum en býr í
Grafarvogi. Hann er
blikksmiður að mennt
og er verkstjóri Hjá Ís-
loft – blikk- og stáls-
miðju.
Maki: Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 1951,
húsmóðir.
Börn: Sigríður, f. 1969, og Bjarni, f.
1976. Barnabörnin eru fimm og
barnabarnabörnin tvö.
Foreldrar: Erlendur Erlendsson, f. 1917,
d. 1996, bifreiðarstjóri og Sigríður
Hannesdóttir, f. 1921, d. 2016. Þau voru
búsett í Reykjavík.
Hannes
Erlendsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Óendanleg þolinmæði þín borgar
sig. Vertu ekki afundin/n þótt aðrir reyni
að hjálpa þér án þess að þú óskir þess.
20. apríl - 20. maí
Naut Til þín er leitað um ráð. Viljirðu ná
athygli annarra fer best á því að setja mál
sitt rólega fram en ákveðið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það getur verið ósköp leiðinlegt
þegar fólk sem þú treystir fellur af stall-
inum, en það gerist því miður. Flokkaðu
það sem þú þarft ekki lengur og gefðu eða
hentu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Búðu þig undir að þurfa að leggja
heilmikið á þig á komandi ári. Hóflegum
kröfum þínum er mætt, en hugsanlega
ekki jafn skjótt og þú hafðir vonast eftir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér finnst þú hafa verið aðkreppt/ur
í nokkurn tíma og langar til þess að varpa
af þér okinu. Þú færð nýtt áhugamál á
komandi ári.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Einhverjar nýjungar rekur á fjörur
þínar og þú ert ekki viss um hvernig þú
eigir að notfæra þér þær. Verið tilbúin/n til
að grípa tækifærin þegar þau koma upp.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur einsett þér að koma þinni
skoðun á framfæri í dag. Nýttu þér krafta
annarra til þess að leggja lokahönd á það
sem óklárað er.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nýtt ástarævintýri yljar í dag.
Mundu að fyrstu kynni geta haft áhrif á
viðhorf fólks í langan tíma.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Spennandi tilboð berast þér í
dag. Gott veganesti út í lífið er að kenna
börnum þolinmæði og þrautseigju.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Njóttu samvista við maka þinn í
dag. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú
eyðir peningunum þínum. Þú situr við
stýrið í eigin lífi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur engar efasemdir varð-
andi markmið þín og átt því auðveldara
með að fá fólk til samstarfs við þig. Þú
kemst langt á bjartsýninni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér finnst eins og einhver sé að
leggja stein í götu þína. Láttu stöðuhækk-
un ekki stíga þér til höfuðs heldur gefa þér
aukinn byr. Það er í lagi að fylgja straumn-
um af og til.
bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna
Pálssonar, Dýraríki Benedikts
Gröndal, Skútuöldin og Úr torfbæj-
um inn í tækniöld, þriggja binda rit-
verk sem út kom árið 2003, og er þá
Sögustaður við Sund, Ensk-íslensk
orðabók, Ensk-íslensk skóla-
orðabók, Ensk-íslensk viðskipta-
orðabók, Frönsk-íslensk orðabók,
Íslenska alfræðiorðabókin, Ferða-
Ö
rlygur Hálfdanarson
fæddist 21. desember
1929 í Viðey á Kolla-
firði og ólst þar upp og
á Seltjarnarnesi. Hann
lauk prófi frá Héraðsskólanum á
Núpi í Dýrafirði 1949, verslunar-
prófi frá Samvinnuskólanum 1953
og framhaldsdeildarprófi frá sama
skóla 1954.
Örlygur var fulltrúi í sjódeild
Samvinnutrygginga 1954 til 1955.
Hann var fulltrúi í fræðsludeild
Sambands íslenskra samvinnu-
félaga (SÍS) og hafði þá með hönd-
um erindrekstur fyrir SÍS og stjórn
á húsmæðrafræðslu samvinnufélag-
anna. Samhliða erindrekstrinum
var Örlygur ritstjóri Hlyns, blaðs
samvinnustarfsmanna, frá 1955 til
1960. Frá 1960 til 1965 var Örlygur
deildarstjóri Bifrastar, fræðslu-
deildar SÍS og jafnframt blaðamað-
ur við Samvinnuna. Hann var um
skeið skrifstofustjóri Nýju fast-
eignasölunnar og framkvæmda-
stjóri TLM en stofnaði árið 1966
ásamt svila sínum, Erni Mar-
inóssyni, Bókaútgáfuna Örn og Ör-
lygur hf. og var um langt skeið um-
svifamikill bókaútgefandi.
Örlygur hafði alltaf töluverð af-
skipti af félagsmálum. Hann sat í
stjórn Félags ungra framsókn-
armanna í Reykjavík 1954 til 1957, í
stjórn Sambands ungra framsókn-
armanna frá 1956 til 1966 og var
formaður samtakanna frá 1960 til
1966. Hann átti sæti í miðstjórn
Framsóknarflokksins frá 1956 til
1966 og framkvæmdastjórn flokks-
ins frá 1961 til 1966. Þá átti hann
sæti í stjórn Landsambands ís-
lenskra verslunarmanna frá 1959 til
1961. Örlygur var um skeið forseti
Slysavarnafélags Íslands, formaður
Félags íslenskra bókaútgefenda og
hann beitti sér fyrir stofnun Við-
eyingafélagsins, átthagafélags Við-
eyinga, og var lengi formaður þess.
Eins og áður segir var Örlygur
umsvifamikill bókaútgefandi um
margra áratuga skeið. Meðal helstu
verka sem hann gaf út á ferli sínum
sem bókaútgefandi má nefna rit-
verkin Landið þitt, Reykjavík –
fátt eitt talið. Þá var hann mikill
frumkvöðull í útgáfu ferðahandbóka
fyrir almenning með útgáfu Ferða-
handbókarinnar, Vegahandbók-
arinnar og Íslandshandbókarinnar.
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs-
ins í nóvember 1995 sagði meðal
annars svo: „Að öðrum ólöstuðum
verður ekki um það deilt að Örlygur
Hálfdanarson bókaútgefandi hefur
unnið menningarleg þrekvirki með
því brautryðjendastarfi, sem hann
hefur unnið á sviði orðabók-
arútgáfu. Eins og málum hefur ver-
ið háttað hér á landi er það nánast
kraftaverk, að einstaklingur í bóka-
útgáfu skuli hafa náð slíkum ár-
angri. Þar hefur bersýnilega legið
að baki mikill metnaður og hug-
sjónastarf […] Framvegis bera
menn slíka útgáfu saman við þá út-
gáfu, sem hann stóð fyrir.“
Spurður hvers helst er að minn-
ast úr bókaútgáfunni nefnir Örlygur
að Dýraríki Benedikts Gröndals
hafi verið forsetagjöf. „Vigdís Finn-
bogadóttir hringdi í mig og bað mig
Örlygur Hálfdanarson, fyrrverandi bókaútgefandi – 90 ára
Viðeyingur Örlygur fæddist í Viðey og beitti sér fyrir stofnun Viðeyingafélagsins og var lengi formaður þess.
Brautryðjandi í bókaútgáfu
Bræður Örlygur, Sveinn og Guðmundur fyrir utan heimili sitt í Viðey.
40 ára Dagur er
Sauðkrækingur, hann
er sjávarútvegsfræð-
ingur frá Háskólanum
á Akureyri og er hafn-
arstjóri hjá Skaga-
fjarðarhöfnum.
Maki: Þyrey Hlífars-
dóttir, f. 1982, kennari í Varmahlíðar-
skóla.
Börn: Eva Rún, f. 2003, Hlífar Óli, f.
2007, og Baldvin Orri, f. 2014.
Foreldrar: Baldvin Jónsson, f. 1934, d.
2017, bóndi á Barði í Fljótum og Þúfum í
Óslandshlíð og verkamaður á Sauðár-
króki, og Guðfinna Gunnarsdóttir, f.
1942, d. 2012, bóndi og húsmóðir.
Dagur Þór
Baldvinsson
Til hamingju með daginn
Reykjavík Sörli Einarsson fæddist 1.
júlí 2019 kl. 11.51. Hann vó 3.154 g og
var 52 cm langur. Foreldrar hans eru
Guðrún Gunnars og Einar Sörli.
Nýr borgari