Morgunblaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 42
42 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019 70 ára Hannes er Reykvíkingur, ólst upp í Vogunum en býr í Grafarvogi. Hann er blikksmiður að mennt og er verkstjóri Hjá Ís- loft – blikk- og stáls- miðju. Maki: Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 1951, húsmóðir. Börn: Sigríður, f. 1969, og Bjarni, f. 1976. Barnabörnin eru fimm og barnabarnabörnin tvö. Foreldrar: Erlendur Erlendsson, f. 1917, d. 1996, bifreiðarstjóri og Sigríður Hannesdóttir, f. 1921, d. 2016. Þau voru búsett í Reykjavík. Hannes Erlendsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Óendanleg þolinmæði þín borgar sig. Vertu ekki afundin/n þótt aðrir reyni að hjálpa þér án þess að þú óskir þess. 20. apríl - 20. maí  Naut Til þín er leitað um ráð. Viljirðu ná athygli annarra fer best á því að setja mál sitt rólega fram en ákveðið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það getur verið ósköp leiðinlegt þegar fólk sem þú treystir fellur af stall- inum, en það gerist því miður. Flokkaðu það sem þú þarft ekki lengur og gefðu eða hentu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Búðu þig undir að þurfa að leggja heilmikið á þig á komandi ári. Hóflegum kröfum þínum er mætt, en hugsanlega ekki jafn skjótt og þú hafðir vonast eftir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst þú hafa verið aðkreppt/ur í nokkurn tíma og langar til þess að varpa af þér okinu. Þú færð nýtt áhugamál á komandi ári. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Einhverjar nýjungar rekur á fjörur þínar og þú ert ekki viss um hvernig þú eigir að notfæra þér þær. Verið tilbúin/n til að grípa tækifærin þegar þau koma upp. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur einsett þér að koma þinni skoðun á framfæri í dag. Nýttu þér krafta annarra til þess að leggja lokahönd á það sem óklárað er. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nýtt ástarævintýri yljar í dag. Mundu að fyrstu kynni geta haft áhrif á viðhorf fólks í langan tíma. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Spennandi tilboð berast þér í dag. Gott veganesti út í lífið er að kenna börnum þolinmæði og þrautseigju. 22. des. - 19. janúar Steingeit Njóttu samvista við maka þinn í dag. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú eyðir peningunum þínum. Þú situr við stýrið í eigin lífi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur engar efasemdir varð- andi markmið þín og átt því auðveldara með að fá fólk til samstarfs við þig. Þú kemst langt á bjartsýninni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér finnst eins og einhver sé að leggja stein í götu þína. Láttu stöðuhækk- un ekki stíga þér til höfuðs heldur gefa þér aukinn byr. Það er í lagi að fylgja straumn- um af og til. bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, Dýraríki Benedikts Gröndal, Skútuöldin og Úr torfbæj- um inn í tækniöld, þriggja binda rit- verk sem út kom árið 2003, og er þá Sögustaður við Sund, Ensk-íslensk orðabók, Ensk-íslensk skóla- orðabók, Ensk-íslensk viðskipta- orðabók, Frönsk-íslensk orðabók, Íslenska alfræðiorðabókin, Ferða- Ö rlygur Hálfdanarson fæddist 21. desember 1929 í Viðey á Kolla- firði og ólst þar upp og á Seltjarnarnesi. Hann lauk prófi frá Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði 1949, verslunar- prófi frá Samvinnuskólanum 1953 og framhaldsdeildarprófi frá sama skóla 1954. Örlygur var fulltrúi í sjódeild Samvinnutrygginga 1954 til 1955. Hann var fulltrúi í fræðsludeild Sambands íslenskra samvinnu- félaga (SÍS) og hafði þá með hönd- um erindrekstur fyrir SÍS og stjórn á húsmæðrafræðslu samvinnufélag- anna. Samhliða erindrekstrinum var Örlygur ritstjóri Hlyns, blaðs samvinnustarfsmanna, frá 1955 til 1960. Frá 1960 til 1965 var Örlygur deildarstjóri Bifrastar, fræðslu- deildar SÍS og jafnframt blaðamað- ur við Samvinnuna. Hann var um skeið skrifstofustjóri Nýju fast- eignasölunnar og framkvæmda- stjóri TLM en stofnaði árið 1966 ásamt svila sínum, Erni Mar- inóssyni, Bókaútgáfuna Örn og Ör- lygur hf. og var um langt skeið um- svifamikill bókaútgefandi. Örlygur hafði alltaf töluverð af- skipti af félagsmálum. Hann sat í stjórn Félags ungra framsókn- armanna í Reykjavík 1954 til 1957, í stjórn Sambands ungra framsókn- armanna frá 1956 til 1966 og var formaður samtakanna frá 1960 til 1966. Hann átti sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1956 til 1966 og framkvæmdastjórn flokks- ins frá 1961 til 1966. Þá átti hann sæti í stjórn Landsambands ís- lenskra verslunarmanna frá 1959 til 1961. Örlygur var um skeið forseti Slysavarnafélags Íslands, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og hann beitti sér fyrir stofnun Við- eyingafélagsins, átthagafélags Við- eyinga, og var lengi formaður þess. Eins og áður segir var Örlygur umsvifamikill bókaútgefandi um margra áratuga skeið. Meðal helstu verka sem hann gaf út á ferli sínum sem bókaútgefandi má nefna rit- verkin Landið þitt, Reykjavík – fátt eitt talið. Þá var hann mikill frumkvöðull í útgáfu ferðahandbóka fyrir almenning með útgáfu Ferða- handbókarinnar, Vegahandbók- arinnar og Íslandshandbókarinnar. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins í nóvember 1995 sagði meðal annars svo: „Að öðrum ólöstuðum verður ekki um það deilt að Örlygur Hálfdanarson bókaútgefandi hefur unnið menningarleg þrekvirki með því brautryðjendastarfi, sem hann hefur unnið á sviði orðabók- arútgáfu. Eins og málum hefur ver- ið háttað hér á landi er það nánast kraftaverk, að einstaklingur í bóka- útgáfu skuli hafa náð slíkum ár- angri. Þar hefur bersýnilega legið að baki mikill metnaður og hug- sjónastarf […] Framvegis bera menn slíka útgáfu saman við þá út- gáfu, sem hann stóð fyrir.“ Spurður hvers helst er að minn- ast úr bókaútgáfunni nefnir Örlygur að Dýraríki Benedikts Gröndals hafi verið forsetagjöf. „Vigdís Finn- bogadóttir hringdi í mig og bað mig Örlygur Hálfdanarson, fyrrverandi bókaútgefandi – 90 ára Viðeyingur Örlygur fæddist í Viðey og beitti sér fyrir stofnun Viðeyingafélagsins og var lengi formaður þess. Brautryðjandi í bókaútgáfu Bræður Örlygur, Sveinn og Guðmundur fyrir utan heimili sitt í Viðey. 40 ára Dagur er Sauðkrækingur, hann er sjávarútvegsfræð- ingur frá Háskólanum á Akureyri og er hafn- arstjóri hjá Skaga- fjarðarhöfnum. Maki: Þyrey Hlífars- dóttir, f. 1982, kennari í Varmahlíðar- skóla. Börn: Eva Rún, f. 2003, Hlífar Óli, f. 2007, og Baldvin Orri, f. 2014. Foreldrar: Baldvin Jónsson, f. 1934, d. 2017, bóndi á Barði í Fljótum og Þúfum í Óslandshlíð og verkamaður á Sauðár- króki, og Guðfinna Gunnarsdóttir, f. 1942, d. 2012, bóndi og húsmóðir. Dagur Þór Baldvinsson Til hamingju með daginn Reykjavík Sörli Einarsson fæddist 1. júlí 2019 kl. 11.51. Hann vó 3.154 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Guðrún Gunnars og Einar Sörli. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.