Morgunblaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 44
Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, missti í
gærkvöld af sínum fimmta leik í röð með belgíska félaginu
Oostende þegar það mætti Mechelen í A-deildinni þar í
landi. Ari meiddist í landsleik gegn Moldóvu í nóvember.
Meiðslin tóku sig upp gegn Club Brugge skömmu síðar og
hefur hann frá þeim tíma ekki spilað fjóra leiki í deildinni
og einn í bikarkeppninni með liðinu. Hann hafði fram að því
spilað fimmtán af fyrstu sextán leikjunum í deildinni, alla í
byrjunarliðinu, og skorað tvö mörk.
Ari sagði við Morgunblaðið í gær að hann hefði fengið
stóra rifu á lærvöðva og slík meiðsli þýddu fjögurra til sex
vikna fjarveru. „Ég tek ekki neina áhættu með því að spila síðasta leikinn fyrir
frí,“ sagði Ari sem verður því ekki heldur með þegar Oostende sækir Char-
leroi heim í deildinni 27. desember. Eftir það er rúmlega þriggja vikna vetr-
arfrí í deildinni og Ari reiknar með því að vera klár í slaginn á ný 18. janúar en
þá á Oostende heimaleik gegn Waasland-Beveren. vs@mbl.is
Ari Freyr
Skúlason
Ari tilbúinn eftir vetrarfríið
44 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019
Þýskaland
Hoffenheim – Dortmund ......................... 2:1
Staða efstu liða:
RB Leipzig 16 10 4 2 45:19 34
Mönchengladb. 16 11 1 4 33:18 34
Bayern M. 16 9 3 4 44:22 30
Dortmund 17 8 6 3 41:24 30
Schalke 16 8 5 3 27:19 29
Hoffenheim 17 8 3 6 25:28 27
Freiburg 16 7 4 5 25:21 25
Leverkusen 16 7 4 5 22:21 25
Ítalía
Fiorentina – Roma ................................... 4:1
Staða efstu liða:
Juventus 17 13 3 1 31:17 42
Inter Mílanó 16 12 3 1 32:14 39
Lazio 16 11 3 2 38:16 36
Roma 17 10 5 2 33:17 35
Cagliari 16 8 5 3 32:21 29
Atalanta 16 8 4 4 38:25 28
Belgía
Mechelen – Oostende .............................. 1:0
Ari Freyr Skúlason lék ekki með Oost-
ende vegna meiðsla. Lið hans er í 13. sæti
af 16 liðum í deildinni.
B-deild:
Lommel – Beerschot ............................... 1:0
Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði
Lommel, skoraði sigurmarkið, og fór af
velli í uppbótartíma.
Frakkland
B-deild:
Grenoble – Rodez .................................... 2:1
Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í
leikmannahópi Grenoble.
England
B-deild:
Middlesbrough – Stoke............................ 2:1
Staða efstu liða:
WBA 22 14 7 1 45:23 49
Leeds 22 14 5 3 35:13 47
Preston 22 11 4 7 35:27 37
Brentford 22 11 3 8 33:17 36
Sheffield Wed. 22 10 6 6 33:20 36
Fulham 22 10 5 7 33:24 35
Bristol City 22 9 8 5 34:32 35
KNATTSPYRNA
Enski boltinn á Síminn Sport
Everton – Arsenal ............... (mbl.is) L12.30
Manchester City – Leicester............ L17.30
Watford – Manchester United............... S14
Tottenham – Chelsea......................... S16.30
UM HELGINA!
HANDBOLTI
Svíþjóð
Ystad IF – Kristianstad ...................... 25:27
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 5
mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein-
arsson 3.
Sävehof – IFK Ystad ............................24:22
Ágúst Elí Björgvinsson varði ekki skot í
marki Sävehof.
Alingsås – Varberg ............................. 24:25
Aron Dagur Pálsson skoraði ekki fyrir
Alingsås.
Þýskaland
B-deild:
Lübeck-Schwartau – Dormagen....... 28:32
Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 3
mörk fyrir Lübeck-Schwartau.
1. deild karla
Álftanes – Sindri................................. 101:82
Snæfell – Hamar................................. 84:113
Vestri – Skallagrímur ....................... frestað
Staðan:
Höttur 12 11 1 1040:928 22
Breiðablik 12 10 2 1207:991 20
Hamar 12 10 2 1181:1073 20
Vestri 10 6 4 871:775 12
Álftanes 12 5 7 983:1024 10
Selfoss 11 4 7 845:879 8
Snæfell 12 2 10 949:1150 4
Skallagrímur 11 2 9 921:1066 4
Sindri 10 1 9 808:919 2
Evrópudeildin
Lyon – Alba Berlín .............................. 93:81
Martin Hermannsson skoraði 17 stig,
gaf 5 stoðsendingar og tók 2 fráköst hjá
Alba Berlín.
NBA-deildin
Milwaukee – LA Lakers .................. 111:104
Atlanta – Utah .................................. 106:111
San Antonio – Brooklyn................... 118:105
LA Clippers – Houston.................... 117:122
Efst í Austurdeild:
Milwaukee 25/4, Boston 18/7, Miami 20/8,
Toronto 19/8, Philadelphia 20/9, Indiana
19/9, Brooklyn 15/13, Orlando 12/16.
Efst í Vesturdeild:
LA Lakers 24/5, LA Clippers 21/9, Denver
18/8, Houston 19/9, Dallas 18/9, Utah 17/11,
Oklahoma 13/14, Sacramento 12/15.
KÖRFUBOLTI
KÖRFUBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Guðrún Ósk Ámundadóttir hefur
náð góðum árangri með kvennalið
Skallagríms í körfubolta í vetur,
en hún var ráðin þjálfari liðsins
fyrir tímabilið. Guðrún var spilandi
aðstoðarþjálfari á síðasta tímabili,
en er nú aðalþjálfari í meist-
araflokki í fyrsta skipti. Skalla-
grímur, sem vann aðeins sex leiki
á öllu síðasta tímabili, situr í fjórða
sæti Dominos-deildarinnar yfir há-
tíðarnar með átta sigra í þrettán
leikjum. Guðrún er uppalin hjá
Skallagrími, en hefur einnig leikið
með Haukum og KR. Hún við-
urkennir að það séu ákveðin við-
brigði að skórnir séu farnir á hill-
una og að hún sé komin alfarið í
þjálfun.
Miklu stressaðri á hliðarlínunni
„Þetta er svolítill mikill munur.
Maður hefur minni stjórn á því
sem gerist á vellinum, en ég hef
verið aðstoðarþjálfari líka, svo ég
vissi nokkurn veginn hvernig þetta
yrði. Ég er miklu stressaðri á hlið-
arlínunni en ég var nokkurn tím-
ann á vellinum, sérstaklega í jöfn-
um leikjum. Eftir leiki þá hugsa ég
miklu meira hvað hefði mátt betur
fara og hvað ég hefði getað gert
öðruvísi. Það fór minna í gegnum
hausinn á mér sem leikmaður. Það
fer mun meiri tími í að undirbúa
hvern leik fyrir sig. Það tekur
tíma að skoða andstæðinginn og
þetta er miklu meiri vinna en áð-
ur,“ sagði Guðrún í samtali við
Morgunblaðið.
Ekkert gaman, enginn árangur
Eins og gefur að skilja er Guð-
rún ánægð með spilamennsku
Skallagríms til þessa. Liðið tapaði
tíu síðustu leikjum sínum á síðustu
leiktíð og hafnaði í sjöunda sæti af
átta liðum. Allt annað er að sjá til
liðsins á þessu tímabili. „Ég er
gríðarlega sátt með þetta og stolt
af liðinu. Þetta eru skemmtilegar
stelpur sem eru tilbúnar að leggja
á sig. Það er mjög mikil leikgleði
hjá okkur og númer 1, 2 og 3 er að
hafa gaman af þessu og gera þetta
saman. Liðsheildin er rosalega
flott og ef þetta er ekki gaman
nærðu engum árangri. Þegar sam-
heldnin er góð og allir hafa gaman,
uppskerum við eftir því,“ sagði
Guðrún.
Hún er virkilega ánægð með er-
lenda leikmenn liðsins, sem hafa
spilað vel. Danska landsliðskonan
Emilie Hesseldal hefur slegið í
gegn og þá hefur Keira Robinson
frá Bandaríkjunum smellpassað
inn í liðið. Hin danska Mathilde
Colding-Poulsen leikur einnig með
liðinu, sem og hin pólska Maja
Michalska, en hún lék einnig með
Borgnesingum á síðustu leiktíð.
„Þær passa mjög vel inn í þetta
og bara í samfélagið í heild, þær
eru að vinna og leggja á sig. Þær
gefa ótrúlega mikið og ég gæti
ekki verið heppnari með leikmenn.
Síðustu ár höfum við ekki verið
mjög heppin með erlenda leik-
menn, en í ár myndi ég segja að
við höfum dottið í lukkupottinn.“
Systirin fær enga sérmeðferð
Skallagrímur er með 16 stig og í
fjórða sæti deildarinnar. Haukar
eru í sætinu fyrir neðan með jafn-
mörg stig og Keflavík og KR eru
fyrir ofan með 20 stig, tveimur
minna en topplið Vals. Munurinn á
fimm efstu liðunum er því lítill.
„Markmiðið er að komast í úr-
slitakeppnina og það verður vænt-
anlega barátta þangað til í síðasta
leik. Það getur allt gerst og deildin
er þannig núna að allir geta unnið
alla og hún er jöfn. Það er mun
skemmtilegra að hafa þetta svona
spennandi,“ sagði Guðrún.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir,
yngri systir Guðrúnar, leikur með
Skallagrími, en aðeins eitt ár skil-
ur þær að. Systurnar gengu saman
í raðir Skallagríms árið 2015, en
þær voru einnig liðsfélagar hjá KR
á þeirra fyrstu árum í meist-
araflokki. Hafa þær verið liðs-
félagar, mótherjar og nú í öðruvísi
hlutverki. Sigrún segir sambandið
þeirra ekki breytt.
„Í rauninni ekki. Við höfum
bæði spilað saman og hvor á móti
annarri og við þekkjum hvor aðra
mjög vel. Við erum bestu vinkonur
og ég held að það hjálpi okkur
frekar en eitthvað annað. Við
kunnum vel hvor á aðra og við er-
um í þessu saman. Ef það er ein-
hver sem þekkir mig vel, þá er það
hún og eins ég hana. Hún er samt
bara hluti af liðinu og fær ekki
öðruvísi meðferð en einhver annar.
Við vitum það báðar og við
stefnum að sama markmiðinu. Við
hugsum ekki endilega að við séum
systur þegar við erum í þessum
hlutverkum.“
Guðrún er aðeins 32 ára og við-
urkennir hún að það hafi komið
sér á óvart að fá tækifæri til að
taka við liðinu síðasta ágúst, en
hún hafi þó haft augastað á starf-
inu.
„Þetta kom mér á óvart. Draum-
urinn var að fá að taka einhvertím-
ann við þessu liði en ég gerði mér
ekki vonir um að taka við því
svona fljótt. Ég er gríðarlega
þakklát fyrir traustið. Stjórnin
hefur verið frábær og umgjörðin
hérna er virkilega góð. Ég hef ver-
ið að þjálfa yngri flokkana síðustu
ár og það hefur gengið mjög vel.
Það eru bjartir tímar og margar
efnilegar stelpur að koma upp.“
Mættu endilega vera fleiri
Ólöf Helga Pálsdóttir er að gera
fína hluti með Hauka og hefur liðið
unnið fjóra leiki í röð og er með
jafn mörg stig og Skallagrímur.
Guðrún segir það vissulega góða
þróun að tvær konur séu að þjálfa
í efstu deild með góðum árangri.
„Að mínu mati er það mjög gott.
Það er t.d. aðeins einn kvendómari
og það mættu endilega vera fleiri.
Vonandi er þetta fyrsta skrefið til
að fá fleiri konur upp. Kannski
hefur verið einhver feimni eða
hræðsla að taka þetta skref. Þetta
er stór áskorun, en á sama tíma
frábært tækifæri,“ sagði Guðrún
Ósk.
Guðrún fékk
óvænt drauma-
starfið Vill sjá
fleiri konur starfa
sem þjálfara
Kannski hefur verið
feimni eða hræðsla
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þjálfarinn Guðrún Ósk Ámundadóttir í leik með Skallagrími. Nú er hún
komin í nýtt hlutverk sem þjálfari liðsins og fer vel af stað.
Hilmar Snær Örvarsson úr Víkingi
lýkur árinu 2019 á góðum nótum í
skíðabrekkunum. Hilmar vann í
gær til silfurverðlauna í svigi á Evr-
ópumótaröð IPC en keppt var í St.
Moritz. Hilmar var annar eftir fyrri
ferðina þegar hann skíðaði á 46,67
sekúndum. Í seinni ferðinni fór
hann niður brekkuna á 51,03 sek-
úndum og staða hans breyttist ekki
eftir fyrri ferðina. Hilmar undir-
strikar þar með að hann er einn sá
snjallasti í heimi í svigi í standandi
flokki en í ársbyrjun sigraði hann á
heimsbikarmóti í Zagreb.
Hilmar á verð-
launapalli í Sviss
Ljósmynd/ifsport
Fleygiferð Hilmar Snær Örv-
arsson á mikilli ferð í brekkunni.