Morgunblaðið - 21.12.2019, Side 45

Morgunblaðið - 21.12.2019, Side 45
JÚDÓ Kristján Jónsson kris@mbl.is Sveinbjörn Jun Iura, júdókappi úr Ármanni, er einn þeirra Íslend- inga sem eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana í Japan sem haldnir verða 24. júlí til 9. ágúst á næsta ári. Sveinbjörn vinnur að því hörðum höndum og þarf að beita alls kyns (júdó) brögðum á mótum erlendis á kom- andi ári til að ná nægilega góðri stöðu á heims- listanum. Staða hans þar með vorinu mun skera úr um hvort honum takist ætl- unarverkið. Ekki liggur fyrir hversu hátt hann þarf að ná þar sem kvóti á þjóðir á heims- álfur spilar inn í niðurstöðuna á endanum. „Ég er að ég held í 67. sæti á heimslistanum eins og er. Staðan hefði mátt vera betri en er ágæt. Um leið og manni gengur vel í einu stóru móti þá getur maður rokið upp listann. Á næsta ári á ég eftir að keppa í átta mótum víða um heim en flest verða þó í Evr- ópu. Í byrjun janúar mun ég keppa á heimsbikarmóti í Tel Aviv í Ísrael og verður það fyrsta mót ársins hjá mér. Í febrúar er eitt stærsta mót í heiminum á dagskrá en það er haldið í París og þar keppa bestu júdómenn í heim- inum. Áhuginn á júdó er mikill í Frakklandi og það myndast svaka- leg stemning á þessu móti. Ég hef keppt tvisvar á þessu móti og það er virkilega skemmtilegt. Ég hef komist í 16-manna úrslit og það var alveg geggjað. Sérstaklega þegar maður er Íslendingur því þá býst fólk ekki við því,“ sagði Sveinbjörn þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Á hann einnig eftir að fara á stórt mót í Þýskalandi og í byrjun maí verður Evrópumeistaramótið í Prag. Að EM loknu verða væntanlega komnar sterkar vísbendingar um hvort Sveinbjörn komist inn á leikana í Tókýó. Verðlaunin veita sjálfstraust Sveinbjörn vann til brons- verðlauna á heimsbikarmóti í Hong Kong í lok nóvember sem gefur honum aukið sjálfstraust fyrir átökin sem framundan eru. „Já klárlega. Ég þarf að við- halda bardagaandanum og sjálfs- traustinu. Hungrið þarf að vera til staðar og þetta var bara forréttur í þeim skilningi. Þetta var í fyrsta skipti sem ég náði á pall í svo sterku móti. Ég hafði orðið Norð- urlandameistari og náð árangri á minni alþjóðlegum mótum. En þetta er minn besti árangur til þessa en minn þyngdarflokkur, -81 kg., er vinsæll og mikil samkeppni í þeim flokki á alþjóðlegum mót- um,“ sagði Sveinbjörn og hann segir mikla spennu skapast í kringum fyrstu glímuna á slíkum mótum. Vinni menn hana, og kom- ast þar af leiðandi áfram, eru komin stig í hús sem gilda til heimslistans. Tapist hins vegar fyrsta glíman er þátttöku á mótinu lokið og fyrirkomulagið er því ansi grimmt. Taugarnar eru því þandar í fyrstu glímu á stærstu mótunum. „Það getur allt gerst á þessum mótum hvað varðar óvænt úrslit því maður hefur séð ótrúlega hluti gerast. Takist manni að vinna fyrstu glímuna þá finnst manni að maður geti unnið alla. Fyrsta glíman er mest stressandi enda mikið í húfi. Þar er mesta áskor- unin og viss múr sem þarf að brjóta. Þú getur ímyndað þér pressuna sem er á íslenskum keppanda sem er búinn að fljúga til Ástralíu eða Asíu. Ef þú tapar fyrstu glímu ertu úr leik og ef ein- beitingin er ekki til staðar gæti andstæðingurinn þess vegna skellt þér eftir nokkrar sekúndur.“ Japanska taugin til staðar Eins og fram hefur komið væri draumur fyrir Sveinbjörn að keppa einmitt á þessum Ólympíu- leikum sem um ræðir. Föðurætt hans er frá Japan og sjálfur bjó hann þar fyrstu ár ævinnar. Fað- irinn, Yoshihiko Iura, er auk þess þjálfari Sveinbjörns og yfirþjálfari hjá Ármanni. Sveinbjörn hefur farið til Japan til æfinga og gerði það einnig á þessu ári sem senn er á enda. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég fer í æfingabúðir í Japan og ég veit að hverju ég geng. Þar eru þvílíkt harðar æfingar, tvisvar á dag, sex daga vikunnar. Þar er ég að æfa með mönnum sem eru í háskóla og eru 18-22 ára. Ég er orðinn það gamall að ég þarf að æfa skynsamlega til að líkaminn haldi þetta út. Menn taka þessu af mikilli alvöru og eini gallinn er kannski að gleðin mætti vera meiri. Mér finnst skipta máli að ná jafnvægi milli alvörunnar og létt- leikans. Þeir eru eins og þeir séu að undirbúa sig fyrir stríð. En þetta er þeirra þjóðaríþrótt og þeir eru bestir í íþróttinni þannig að maður ber virðingu fyrir þeirra vinnu- brögðum. Enda er ég hálfur Jap- ani og þekki menninguna. Þess vegna eru Ólympíuleikarnir í Tók- ýó mikið mál fyrir okkur feðgana. Það væri hrikalega skemmtilegt ef maður fengi tækifæri til að keppa þar,“ sagði Sveinbjörn Iura í sam- tali við Morgunblaðið. Sveinbjörn bragðaði á forréttinum í Hong Kong  Júdókappinn Sveinbjörn Iura á ferð og flugi næstu mánuðina Ljósmynd/JSÍ Tekist á Sveinbjörn Iura mun glíma við ýmsa erlenda andstæðinga á alþjóðlegum mótum eftir áramótin. Sveinbjörn Iura Sveinbjörn Jun Iura » Fæddist 1. september 1989. » Keppir fyrir Ármann. » Reynir að vinna sig inn í júdókeppni Ólympíuleikanna sem fram fara í Japan næsta sumar. » Er hálfur Japani í föðurætt- ina og hefur því lengi haft augastað á leikunum í Tókýó. » Náði sínum besta árangri til þessa á alþjóðavettvangi í lok nóvember þegar hann vann til bronsverðlauna á heimsbik- armóti í Hong Kong. ÍÞRÓTTIR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019 Ég held að úrvalsdeild karla í körfubolta, þessi sem kennd er við pítsur, hafi sjaldan eða aldrei verið betri en á yfirstandandi keppnistímabili. Þá á ég við gæði körfuboltans, styrk leikmannanna sem spila í deildinni og svo spennuna sem hefur verið í vetur og virðist ætla að halda áfram. Auðvitað gæti vel farið svo að KR-ingar yrðu bestir þegar á reynir í vor, eða þá að gríðarlega vel mannað Stjörnuliðið næði loks að ýta þeim af stalli. Þetta er þó engan veginn sjálfgefið, níu af tólf liðum deild- arinnar virðast geta unnið hvert annað nánast hvenær sem er. Nú eru boðaðar talsverðar leik- mannabreytingar áður en keppni hefst á ný eftir áramótin, mörg lið munu skipta um erlenda leik- menn sem á eftir að hafa áhrif á seinni hluta mótsins. En eins og það hefur verið áhugavert að fylgjast með deild- inni undanfarin misseri þá sakna ég þess að við fáum ekki að sjá betur hvar íslensku liðin standa í samanburði við nágrannaþjóðir. Íslensku liðin taka ekki þátt í Evrópumótunum og það er mik- il synd. Auðvitað kemur margt til, það er einfaldlega erfitt að fá keppnisrétt og Evrópukeppni hefur lítið annað en kostnað í för með sér. Því miður. Íslensk lið spiluðu oft Evr- ópuleiki á árum áður. KR-ingar fyrstir þegar þeir léku við Alvik frá Svíþjóð 1965 og við Evr- ópumeistarana Simmenthal Míl- anó frá Ítalíu tveimur árum síðar. Ég man eftir viðureignum ÍR við Real Madrid á áttunda ára- tugnum og Íþróttafélag stúd- enta, sem varð bikarmeistari 1978, mætti Barcelona. Synd að þetta sé ekki hægt í dag. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Spánverjinn Mi- kel Arteta tekur formlega við sem knattspyrnu- stjóri Arsenal á morgun, sunnu- dag, og fylgist því með við- ureign liðsins við sitt gamla félag Everton úr stúk- unni á Goodison Park í dag. Liðin mætast þar í fyrsta leik helgarinnar í ensku úr- valsdeildinni klukkan 12.30. Freddie Ljungberg stýrir Arsen- al í leiknum eins og hann hefur gert síðan Unai Emery var sagt upp störfum í lok nóvember. Arteta er ráðinn til hálfs fjórða árs, eða til loka tímabilsins 2023, og er kominn til Arsenal á ný eftir rúmlega þriggja ára fjarveru. Hann lék með liðinu frá 2011 til 2016, kom þá frá Everton, en hefur síð- ustu ár verið aðstoðarstjóri Pep Guardiola hjá Manchester City. Hann er reyndar kallaður „yf- irþjálfari“ af hálfu Arsenal og því er ekki ljóst hversu mikið hann mun hafa að segja varðandi leik- mannamál félagsins. Arteta tekur við Arsenal í 10. sæti úrvalsdeild- arinnar eftir mjög slæman kafla undanfarnar vikur. vs@mbl.is Áhorfandi í dag en tekur við á morgun Mikel Arteta Martin Hermannsson, landsliðs- maður í körfubolta, átti afar góðan leik með þýska liðinu Alba Berlín, þrátt fyrir 81:93-tap á útivelli gegn Frökkunum í Lyon-Villeurbanne í Evrópudeildinni, sterkustu keppni álfunnar. Martin var stigahæstur í sínu liði með 17 stig og gaf hann einnig flestar stoðsendingar, eða fimm. Þá tók hann tvö fráköst. Alba hefur átt í erfiðleikum í keppninni upp á síðkastið og er liðið búið að tapa fjórum leikjum í röð. Martin og félagar eru í 16. sæti af 18 liðum með fjóra sigra og ellefu töp. Flest stig og stoðsendingar Ljósmynd/EuroLeague Bestur Martin Hermannsson var bestur hjá Alba Berlín. Ágúst Elí Björgvinsson, markvörð- ur sænsku meistaranna Sävehof og íslenska landsliðsins í handknatt- leik, yfirgefur félagið að þessu keppnistímabili loknu. Frá þessu var skýrt á vef Sävehof í gær og sagt að niðurstaða af viðræðum fé- lagsins við Ágúst hefði orðið sú að hann framlengi ekki samning sinn sem rennur út í vor. Hann ætli að reyna fyrir sér annars staðar á næsta tímabili. Ágúst kom til Säve- hof frá FH sumarið 2018 og átti stóran þátt í sigri liðsins í úr- slitakeppninni í Svíþjóð síðasta vor. Ágúst er á förum frá Sävehof Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Breytingar Ágúst Elí Björgvinsson fer frá Sävehof eftir tímabilið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.