Morgunblaðið - 21.12.2019, Síða 47

Morgunblaðið - 21.12.2019, Síða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019 ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambíó.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI Þá er lokakafli „framhalds-þríleiksins“ í Stjörnustríðs-bálknum loksins kominnút, en þetta á að vera síð- asta myndin í sögu Geimgengils- fjölskyldunnar, sem hefur náð að vera í miðju allra meginatburða heillar vetrarbrautar í þrjár kyn- slóðir. Það eru því þungar byrðar sem þessi mynd þarf að bera, sem lokapunkturinn við sögu, ekki bara þeirra þriggja mynda sem eru í þess- um þríleik, heldur allra myndanna sem mynda límið í Stjörnustríðs- heiminum. Og það er ekki auðvelt að bera þær byrðar, því fátt virðist vera auð- veldara fyrir okkur aðdáendur myndanna en að verða fyrir von- brigðum. Eftir að The Last Jedi náði að nánast kljúfa alla í tvær fylkingar, með og á móti, fékk J.J. Abrams, sem hafði byrjað þríleikinn svo vel með The Force Awakens, það erfiða hlutverk að reyna að líma þetta allt saman á skikkanlegan hátt og gefa sögunni þokkalegan endi. Því miður get ég ekki skrifað lengra án þess að fara út í nokkur efnisatriði myndar- innar, og því ættu þeir sem við- kvæmir eru fyrir söguspillum líklega að bíða með að lesa lengra og drífa sig í bíó. Að þessu sinni er komin ný ógn, en samt ekki, þar sem keisarinn vondi (Ian McDiarmid) sem togaði í alla spotta bak við tjöldin í fyrstu mynd- unum sex hefur endurholdgast. Ekki nóg með það heldur hefur hann verið að byggja upp sinn fyrri hernaðar- mátt á laun og býður illmenninu Kylo Ren (Adam Driver) heims- yfirráð í skiptum fyrir að hann nái að deyða Rey (Daisy Ridley), síðustu von Jedi-riddaranna og hins góða í alheiminum. Rey hefur eytt síðustu árum í að æfa sig í að nota Máttinn undir leið- sögn Lilju prinsessu (Carrie Fisher), á meðan vinir hennar Finn (John Bo- yega) og Poe Dameron (Oscar Isaac) sinna erindum fyrir andspyrnuhreyf- inguna. En þegar keisarinn gerir aft- ur vart við sig þurfa vinir okkar að hugsa sér til hreyfings og reyna að koma í veg fyrir að hið vonda sigri hið góða fyrir fullt og allt. Það skal segjast myndinni til hróss, að það sést strax í upphafi að hún er gerð af natni og með nokkurri ást gagnvart arfleifð Stjörnustríðs- myndanna, með hinni vel þekktu tón- list Johns Williams í aðalhlutverki sem fyrr. Hasaratriði myndarinnar eru ein- staklega vel úr garði gerð, sérstak- lega í fyrri hluta hennar. Þar má til að mynda nefna að geislasverðs- atriðin, sem eru oftast nær hápunkt- ur hverrar Stjörnustríðsmyndar, standast vel væntingar. Líkt og í báðum fyrri myndum veltur mikið á sambandi hinnar góðu Rey og hins illa Kylos Rens/Bens Solos, og verður að hrósa þeim Daisy Ridley og Adam Driver sérstaklega fyrir að sýna þau tengsl, sem þau hafa í Mættinum. Það eina sem hægt er að setja út á samband þeirra Rey og Kylos er að þau tengsl eru notuð á frekar ótrú- verðugan hátt í lokakafla myndar- innar og það á mælikvarða töfra- trúarbragða sem eru bara til í ímyndunarveruleika sem búinn var til fyrir rúmlega fjörutíu árum. Flestir aðrir í leikhópnum sýna einnig á sér sparihliðarnar. John Boyega sýnir af sér meiri þroska sem fyrrverandi stormsveitarmað- urinn Finn en í fyrri myndum, og Poe Dameron er mun líkari flug- kappanum sem sást í The Force Awakens en þeim sem sást í The Last Jedi. Það fá þó ekki allir hér uppreist æru. Rose Tico (Kelly Marie Tran), sem kynnt var til sögunnar í síðustu mynd, er nánast ýtt baksviðs, líklega vegna þess hversu misjafnlega sumir aðdáendur myndanna tóku henni. Þá bregður Dominic Monaghan (Lord of the Rings) fyrir í algjörlega óþörfu aukahlutverki. En það er varla hægt að gera Stjörnustríðsmynd þessa dagana nema með smá nostalgíukasti og Billy Dee Williams snýr því aftur í hlutverki Landos Calrissians, og hefði gamli sjarmörinn alveg mátt sjást lengur á skjánum. Og nostalg- íukastinu lýkur ekki þar, því að Ant- hony Daniels fær að láta ljós sitt skína mjög sem vélmennið C-3PO og hefur hann líklega sjaldan verið betri. Ljóst var að úr vöndu var að ráða fyrir aðstandendur myndarinnar eft- ir að Carrie Fisher dó, en atriði hennar eru öll byggð á endurnýttum atriðum úr fyrri myndum og tölvu- tækni, sem skilur eftir sig grunsam- legan bjarma. Óvíst er hvort það muni skipta máli eftir tuttugu ár þegar horft verður á myndina aftur, en fyrir okkur sem vitum baksöguna er örlítið óþægilegt að sjá Fisher lífgaða við á þennan hátt. Eftir að hafa byrjað vel er loka- þriðjungur myndarinnar nokkur vonbrigði. Þegar við komumst loks- ins að því hverra manna Rey er og hún fer að mæta keisaranum dettur botninn úr söguþræðinum, sem fram að því hefur haldið vel. Sú tilhneiging hasarmynda síðustu ára að búa til risavaxinn lokabardaga er endurtek- inn hér, en þeir verða oftar en ekki fulllangdregnir og snauðir að spennu. Hjálpaði þar ekki til að stikla myndarinnar eyðilagði stóran hluta spennunnar í lokahlutanum með því að sýna eitt mikilvægasta andartak hans. Tilfinningin verður því svipuð og að sjá fimleikastjörnu ökklabrotna í lendingunni eftir ann- ars glæsilega æfingu. Að því sögðu er lokaatriði mynd- arinnar, þríleiksins og allra níu myndanna frábær lokapunktur, sem dugar þó ekki til að slá á öll von- brigðin með lokabardagann. Þegar öllu er á botninn hvolft gerði Rian Johnson þríleiknum mik- inn óleik þegar hann tók nánast allt sem The Force Awakens hafði gert og henti í ruslafötuna. Ég skal fús- lega gangast við því að mér þótti The Last Jedi vera með betri myndum í bálknum þegar ég sá hana fyrst. En það hefur fallið nokkuð á silfrið síðan og nú þegar hægt er að sjá allar myndirnar þrjár sem einn þríleik verður varla komist hjá því að líta á margt af því sem gerðist í millikafl- anum sem bjarnargreiða við þríleik- inn í heild. Það sést til dæmis á því að Abrams taldi sig greinilega tilneyddan til að „laga“ ýmsa hluti sem Johnson gerði, sem hefði í raun aldrei átt að þurfa að laga til að byrja með. Saklausasta dæmið sem ég get lýst án þess að skemma of mikið fyrir myndinni snýst um hjálm illmennisins Kylos Rens úr fyrstu myndinni, sem John- son lét brjóta í þúsund mola. Ekkert mál, við límum hann bara aftur sam- an í þeirri þriðju. Heildarsvipur myndanna þriggja verður því helst til gloppóttur til að þær standi saman og líklega munu margir verða fyrir vonbrigðum með heildina. Sem er synd, því að The Force Awakens lofaði einmitt svo góðu. Ökklabrotnað í lendingunni Stjörnustríð Mikið af því góða við myndina hverfist um samspil Kylos Rens (Adam Driver) og Rey (Daisy Ridley). Sambíóin, Smárabíó og Laugarásbíó Rise of Skywalker bbbmn Leikstjóri: J.J. Abrams. Handrit: J.J. Abrams og Chris Terrio, byggt á sögu Dereks Connollys, Colins Trevorrows, J.J. Abrams og Chris Terrios. Aðal- hlutverk: Carrie Fisher, Mark Hamill, Adam Driver, Daisy Ridley. John Boyega, Oscar Isaac, Anthony Daniels, Naomi Ackie, Domhnall Gleeson, Richard E. Grant, Lupita Nyong’o, Keri Russell, Joonas Suotamo, Kelly Marie Tran, Ian McDiarmid og Billy Dee Williams. Bandaríkin 2019, 142 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.