Morgunblaðið - 21.12.2019, Side 52

Morgunblaðið - 21.12.2019, Side 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ford F-350 Lariat Sport Litur: Magnetic/ Svartur að innan. 6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque Lariat með Sport pakka, Ultimate pakka , up- phituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera, Driver alert og distronic, Bang Olufssen hljómkerfi, 360 myndavél. VERÐ 10.129.000 m.vsk 2019 Ram Limited 3500 35” Nýtt útlit 2019! Litur: Granite Crystal Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphi- tanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. 35” dekk. VERÐ 11.395.000 m.vsk 2019 Ford F-150 Lariat Sport Litur: Svartur, svartur að innan. FX4 offroad-pakki, Sport-pakki,Bakkmyn- davél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl 470 lb-ft of torque VERÐ 12.770.000 m.vsk 2019 Ford F-150 Lariat Litur: Platinumhvítur, svartur að innan. FX4 offroad-pakki, Bakkmyndavél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl 470 lb-ft of torque VERÐ 12.770.000 m.vsk TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég er farinn að hallast að þvíað það séu bara tveir kostirí stöðunni þegar kemur að jólaplötum. Annað hvort eru þær góðar eða ekki, annað hvort nærðu landi stemningslega eða þér er skol- að út á hafsauga aftur. Því að hver nennir að hlusta á sæmilega jóla- plötu? Þegar ég hugsa um það eru stemningsvænt- ingar okkar fyrir þessari tíð það miklar, að plöt- urnar verða bara að ná upp í þessa nánast óraunhæfu staðla sem við er- um búin að setja. Ef þær eru hálfdrættingar, eru þær engir drættingar. Sem leiðir að því að hér sting ég glaður niður penna um plötu, sem er nýtt tillegg í þessa flóru. Þá flóru, sem tengir fast og vel við jóla- andann og allar þær hugmyndir sem við höfum um hann. Hjörtun okkar jóla, eftir þær Marínu Ósk og Stínu Ágústs, er þannig að maður eiginlega finnur fyrir dökkbrúnum, skandinavískum við þegar maður hlustar. Lykt af bökuðum eplum og greni flæðir úr hátölurunum. Jóla- lög frá Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Danmörku og Íslandi, þessu er flétt- að saman við djassútsetningar gítarleikarans Mikaels Mána Ás- Ilmandi ljúf jólastemning Stemning Marína Ósk og Stína Ágústs fara alla leið með jólastemninguna. mundssonar og útkoman glæsilegt jafnvægi djassstemma og þjóðlaga- keims. Með honum eru þeir Þor- grímur Jónsson (kontrabassi) og Matthías MD Hemstock (trommur) og undirleikur allur hinn glæstasti. Svalur, pínu úti á kanti og í fullkom- inni fylgd við raddir þeirra Marínu og Stínu en þær semja svo íslenska texta við lögin. Eitt af því fjölmarga sem hress- ir við plötuna er efnisvalið. Það er nefnilega nóg af listamönnum sem gerast vesturfarar þegar kemur að þessum efnum. Veiða upp upp lög sem Nat King Cole, Bing Crosby og fleiri hafa gert sígild og allt gott með það en sá markaður er um leið nokkuð mettaður. Rými til að koma manni á óvart eða valda því að eyr- un sperrist er afar takmarkað. Að fara austur, þ.e. til hinna landanna á Norðurlöndum, hreinsar upp sviðið ef svo má segja, og sá skýri rammi sem við höfum hér er einn af þátt- unum sem útskýra það hversu vel platan er lukkuð. Það er meira en að segja það að útbúa vel heppnað verk af þessum toga, verk sem stenst tím- ans tönn og verður sígilt eftir því sem frá líður. Þrjú á palli eiga eina svona (hin stórkostlega Hátíð fer að höndum ein) og nýlega höfum við séð plötur eins og Majones jól (Bogo- mil Font og Stórsveit Samúels J. Samúelssonar) og Nú stendur mikið til (Sigurður Guðmundsson og Mem- físmafían). Ég er vissulega í ham þegar ég skrifa þetta, en þessi plata gæti mögulega náð þessum árangri. Lykillinn að plötunni er nefni- lega stemningin, fyrst og síðast, fremur en einstök lög. Merkilegt hvað þessi lifandi andi næst vel fram, en platan var tekin upp sem á tónleikum væri, allir í sama her- bergi og bara talið í. Það er eins og þetta ágæta fólk standi inni í stofu hjá manni. Hljóðfæraleikararnir leyfa sér að fara á hressilegt hlemmiskeið á völdum köflum og allir þessir útúrdúrar virka, eru passandi. T.d. í „Leppalúðasaga“, þar sem Mikael tekur allsvakalegt gítarsóló undir restina, áður en þær stöllur detta inn í samsöng sem er í senn gáskafullur og stuðvænn. Snilld! Tekist er á við sígild lög eins og „Úti er alltaf að snjóa“ og „Jóla- kötturinn“ en einnig eru hér lög sem ég þekki minna. Allt er þó með sama brag og rennslið út plötuna er fumlaust. Verðug viðbót í jólaplötu- galleríið og vel að verki staðið! »Maður eiginlegafinnur fyrir dökk- brúnum, skandinav- ískum við þegar maður hlustar. Lykt af bök- uðum eplum og greni flæðir úr hátölurunum. Hjörtun okkar jóla er ný jólaplata eftir söngkonurnar Marínu Ósk og Stínu Ágústs. Pistilritari sá jólasæng sína upp reidda og djúprýndi gripinn sem er með eindæmum vel heppnaður. Barnabækur eftir GunnarHelgason hafa slegið ígegn undanfarin ár og ekkiað ástæðulausu. Hann hef- ur nú sagt skilið við bækur um mis- klikkaða fjölskyldumeðlimi og fót- boltaliðið Fálkana og í nýjustu bók sinni, Draumaþjófnum, fer hann á nýjar slóðir: rottuslóðir. Í Draumaþjófn- um segir af rottu- prinsessunni Eyrnastóru Að- albarni Gull- fallegu Rottudís, eða Eyrdísi, sem yfirgefur heima- slóðir sínar í Hafnarlandi í miklu tilfinninga- uppnámi eftir að hafa orðið vitni að því að móðir hennar, rottuforinginn, lét kasta besta vini Eyrdísar fyrir sel, eitt hættulegasta dýr heims í augum Hafnarrottu. Eyrdís heldur því inn í borgina, en þaðan hefur engin Hafn- arrotta sloppið lifandi, allavega eftir því sem íbúar Hafnarlands best vita, en lesendur geta jafnvel velt því fyrir sér hvort það sé önnur ástæða fyrir því að rotturnar snúa ekki til baka. Sagan af Eyrdísi og rottunum sem verða á vegi hennar er nefnilega ekki aðeins bráðskemmtileg og snilld- arlega skrifuð, heldur er hún einnig eins konar ádeila á samfélagið, stétta- skiptingu og málefni flóttafólks. Hafnarland er þannig einhvers konar distópía þar sem stéttaskipt- ing, röð og regla og foringjadýrkun er gríðarleg. Verstu óvinir rottanna í Hafnarlandi, fyrir utan rándýr sem þeim stafar lífshætta af, eru Bátarott- urnar „sem voru stórhættulegar og gátu eyðilagt Samfélagið með því að éta allan matinn eða eitthvað“. Þegar Eyrdís heldur inn í borg óttans kemst hún þó að ýmsu nytsamlegu um aðrar tegundir rotta, eins og því að þó að ein rotta af einhverri tegund sé grimm þá þýði það ekki að allar rott- ur af sömu tegund séu það, og að flestar séu þær bara rottur eins og aðrar rottur sem elska börnin sín og vilja ekki annað en að lifa og komast af í hörðum heimi. Hugmyndin um fyrirmyndarríkið er einnig sterk í sögunni af Drauma- þjófnum, en Sæluríkið, ríki rusla- haugsrottanna þar sem allir eru jafn- ir, gegnir því hlutverki í sögunni. Þar er leiðtoginn kvenkyns og í stað þess að stjórna öllu með harðri hendi, eins og Skögultönn gerir í distópísku Hafnarlandinu, er það hlutverk hans að sjá til þess að öllum líði vel, og hann sér jafnvel sjálfur um þá allra veikustu í samfélaginu, en það er kannski einmitt sá eiginleiki sem leið- togar framtíðarinnar þurfa að hafa ef takast á að snúa þeirri þróun við sem heimurinn horfir fram á í dag. En nóg af samfélagslegum ádeilu, lesendur þurfa ekkert að óttast því henni er pakkað í bráðskemmtilegan og spennandi búning. Gunnar segir einstaklega skemmtilega frá ævin- týrum rottanna og persónurnar bera t.d. mjög skemmtileg, rottuleg nöfn á borð við Eyrnastór, Skögultönn, Naggeir, og í persónulegu uppáhaldi hjá undirritaðri: Halaldur, til marks við óvenjulega langan hala. Þá hafa ýmis mannleg hugtök og upphrópanir verið aðlöguð rottum eins og þrerott- ungar (þremenningar) og Naga sé lof (Guði sé lof). Draumaþjófurinn gefur fyrri bók- um Gunnars ekkert eftir og er þá jafnvel heldur dregið úr. Stóra spurn- ingin er helst hvort lesendur fá fram- hald á söguna um Eyrdísi og hinar rotturnar í hinu nýja Draumaríki. Persónulega myndi ég til dæmis gjarnan vilja komast að því hvort fað- ir Eyrdísar hafi raunverulega ekki sloppið lifandi frá borginni. Af rottum og fyrirmyndarríkinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Draumaþjófurinn Gefur fyrri bókum Gunnars ekkert eftir og er þá jafnvel heldur dregið úr, að mati rýnis. Barnabók Draumaþjófurinn bbbbb Eftir Gunnar Helgason Mál og menning, 2019. Innb. 207 bls. ÞORGERÐUR ANNA GUNNARSDÓTTIR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.