Morgunblaðið - 24.12.2019, Page 1

Morgunblaðið - 24.12.2019, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 4. D E S E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  301. tölublað  107. árgangur  Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Gleðilegahátíð Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllu gleðilegrar hátíðar með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. JARÞRÚÐUR AFTUR Á HEIMASLÓÐIR VINSÆLT VÖRUMERKI SPILLING, ÞÖGG- UN OG MÚTUR Á FJÖLUNUM DR. FOOTBALL 14 HILMAR JÓNSSON 30ÞJÓNAR Á ÞÓRSHÖFN 12 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Formenn verkalýðsfélaga segja minni verðbólgu en spáð var auka líkur á að markmið lífskjarasamn- inganna náist. Sú óvenjulega staða er uppi á Íslandi að verðbólga mælist nú aðeins 2% í niðursveiflu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir lífskjarasamningana hafa stuðlað að minni verðbólgu og vöxtum. Það hafi aftur sparað launþegum háar fjárhæðir í afborganir af lánum. „Lífskjarasamningarnir eru, svo ekki verður um villst, að skila þeim árangri sem lagt var upp með,“ seg- ir Vilhjálmur um stöðuna. Lækkun tekjuskatts um áramótin styrki kaupmátt láglaunafólks enn frekar. Horfur á lítilli verðbólgu Erna Björg Sverrisdóttir, aðal- hagfræðingur Arion banka, segir út- lit fyrir að verðbólgan verði við 2,5% markmið Seðlabankans út næsta ár hið minnsta. Með þetta í huga telur hún að raunlaun kunni að hækka meira 2020 en bankinn hafði spáð. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að þótt margt hafi gengið vonum framar í tengslum við samn- ingana hafi hann þungar áhyggjur af mögulegum verðhækkunum hjá birgjum og hinu opinbera. Þá sé vaxandi atvinnuleysi hjá nýjum hóp- um áhyggjuefni, ekki síst ungu fólki. Þegar kjarasamningarnir voru undirritaðir í byrjun mars voru um 6.000 einstaklingar á atvinnuleysis- skrá hjá Vinnumálastofnun. Þeim hefur síðan fjölgað í 7.600. Vísitala kaupmáttar hækkaði nær stöðugt á þessum áratug. Treystir samninga  Minni verðbólga en spáð var styður lífskjarasamningana  Arion banki telur raunlaun geta hækkað umfram spá 2020 MMinni verðbólga »10 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Jólatréð Systurnar Hugrún Edda og Kolfinna skreyta hér jólatréð hjá ömmu og afa. Jólin eru hátíð barnanna en þá er líka haldið fast í gamlar hefðir, eins og að skreyta jólatréð. »18-19 Gleðileg jól Í aðfangadags- blaði Morgun- blaðsins í dag sýnir Ragnar Jónasson, lög- fræðingur og spennusagna- höfundur, á sér nýja hlið í fal- legri jólasögu. Titill sögunnar er Andartak við sjóinn og gerist hún á Siglufirði en þaðan er Ragnar einmitt ættaður. Ástin, örlögin, minningar frá lið- inni tíð og heitar tilfinningar eru þráðurinn í sögu Ragnars þar sem jól, stórhríð og snjóflóð í síldar- bænum eru umgjörðin. »20 Ragnar með jólasögu Ragnar Jónasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.