Morgunblaðið - 24.12.2019, Side 4

Morgunblaðið - 24.12.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Stillt var í veðri og margt um manninn á Þorláksmessu í mið- bænum líkt og vant er á þessum degi. Flestir virtust hafa gert allt tím- anlega sem þarf að gera til að halda hátíðleg jól því lítill æsingur var í fólki og hamingjan áþreif- anleg í hátíðlegu andrúmsloftinu. Eftir því tók Rose Lavendero, ferðamaður frá New York, sem blaðamaður tók tali í miðbænum í gærkvöldi. „Það er yndislegt að vera hérna á þessum tíma. Ég er svo hrifin af orkunni hérna, hún er öðruvísi en heima. Hér er rólegra og hljóðlát- ara.“ Tinna Þórdís, Erna, Sara og Sæ- mundur voru búin að uppfylla næstum allar sínar jólaskyldur og voru glöð í bragði þegar blaða- maður rakst á þau í Austurstræti. Þrátt fyrir að þar væri margt um manninn voru ys og læti víðs fjarri. Fjölskyldan fer alltaf í bæinn á Þorláksmessu og hefur gaman af. „Við komum hingað fyrir stemn- inguna, alltaf þegar veður leyfir,“ sagði Erna. Söru fannst allt skemmtilegt við jólin en Tinna Þórdís sagði það besta við jólin vera : „Að vera með fjölskyldunni.“ Friðarganga var að venju geng- in niður Laugaveginn og sömuleið- is fór sama ganga fram á Ísafirði og Akureyri. Var þetta í 39. sinn sem gangan fór fram í Reykjavík. ragnhildur@mbl.is Fjölskylda Tinna Þórdís, Erna, Sæmundur og Sara voru í sannkölluðu jólaskapi á Þorláksmessu í miðbænum. Bandarísk Cameron, Rose og Ted eru hrifin af íslenskri jólastemningu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Söngelsk Hamrahlíðarkórinn og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð leiddu Friðargönguna og sungu viðeigandi lög. Mannmergð en ekkert stress  Hátíðleg stemning á Þorláksmessu Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Til skoðunar er að endurheimta mikilvæg hrygningarsvæði og góð veiðisvæði í Hítará í Borgarbyggð eftir að stórt berghlaup féll úr Fagraskógarfjalli vestan árinnar 7. júlí 2018. Bergfyllan fyllti farveg Hítarár á um 1,6 kílómetra kafla skammt ofan við Kattarfoss. Hefur Skipulagsstofnun nú komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif og er framkvæmdin því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár, segir fram- kvæmdina ekki vera flókið verk. „Þetta er nú einfalt mál en mun auðvitað taka dálítinn tíma því þetta er svolítið magn. Framkvæmdin sjálf er aftur á móti ekki flókin,“ seg- ir hann í samtali við Morgunblaðið og bætir við: „Það þarf bara að opna fyrir vatnið aftur og beina ánni í sinn rétta farveg. Um leið opnast aðgengi fyrir laxinn upp á svæðið fyrir ofan skriðuna. Samtals eru þetta því um 20 kílómetrar sem eru að endur- heimtast sem laxgengt svæði.“ Aðspurður segir hann þörf á deili- skipulagi áður en hægt verður að hefja framkvæmdir. Þá telur Skipu- lagsstofnun nauðsynlegt að fyrir liggi niðurstöður rannsóknar á kornastærðarkúrfu skriðunnar áður en hægt verður að samþykkja deili- skipulag. „Í deiliskipulagi þarf jafn- framt að útfæra framkvæmdirnar nánar með tilliti til þeirra niður- staðna. Í deiliskipulagi þarf að út- færa skurð, vegslóða og landmótun með nákvæmum hætti ásamt því að tilgreina og setja skýr fyrirmæli um mótvægisaðgerðir,“ segir í ákvöðrun Skipulagsstofnunar. Áin fer hamförum á nýju svæði Vatnafar Hítarár er gjörbreytt eftir berghlaupið þar sem rúmlega 7 kílómetra langur árfarvegur neðan skriðunnar að mótum við hliðarána Tálma er nánast þurr. Ofan skrið- unnar myndaðist lón og Hítará fann sér farveg framhjá skriðunni niður í hliðarána Tálma. Spurður hvort vitað sé hvenær framkvæmdir geti hafist kveður Ólafur nei við. „Nei, það er ekki vitað. Það hefur dregist úr hófi nú þegar að byrja á þessu enda fer áin hamförum í nýj- um farvegi. Hún er búin að færa sig og taka veg. Þessi nýi farvegur hef- ur enga burði fyrir allt þetta vatn,“ segir hann. Vilja nú endurheimta mikilvæg svæði í Hítará  Framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Náttúruhamfarir Gríðarlegt magn af jarðvegi féll í Hítará í júlí 2018. Mannanafnanefnd samþykkti 11. desember sl. beiðni um karl- mannsnafnið Ormsvíkingur og skal nafnið fært á manna- nafnaskrá. Karlmannsnöfnin Sófús, Siggi, Lambi og Ramses voru einnig samþykkt sama dag. Að auki var karlmannsnafnið Arían samþykkt en nefndin hafn- aði eiginnafninu Arian. Eigin- nafninu Bastian var einnig hafnað. Í úrskurði mannanafna- nefndar voru síðastnefndu nöfnin sögð brjóta bága við ís- lensk málkerfi ef þau væru bor- in fram eftir stafanna hljóðan. Mannanafnanefnd samþykkti hins vegar kvenkynsnöfnin Deda og Erica, en hið síð- arnefnda skal færa á manna- nafnaskrá sem ritmynd af nafn- inu Erika. Millinöfnin Hlíðbekk og Kvist hlutu einnig náð fyrir augum nefndarinnar. rosa@mbl.is Nú má heita Ormsvíkingur og Lambi en Arian og Bastian ekki leyfð sem eiginnöfn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.