Morgunblaðið - 24.12.2019, Page 6

Morgunblaðið - 24.12.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019 Selfoss // Akureyr i // Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Mest seldu fjórhjól á Íslandi síðastliðin 4 ár! Verð frá 1.480.000 með vsk. Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Breytingar á hinum ýmsu opinberu gjöldum fylgja áramótunum næstu eins og mörgum hinum fyrri. Flest krónutölugjöld verða hækkuð um 2,5%, sem er minni hækkun en sem nemur verðlagshækkunum. Þó eru dæmi um að krónutölur hækki um 157%, en einnig eru dæmi um að þau lækki um heil 42%, líkt og komu- gjöld á heilsugæslustöðvum gera um áramótin þegar þau fara úr 1.200 krónum í 700 krónur. Úr 350 í 900 krónur Áfengis- og tóbaksgjöld hækka al- mennt um 2,5%. Samkvæmt upplýs- ingum frá ÁTVR um vænt útsölu- verð, sem miða við óbreytt verð frá birgjum, mun karton af sígarettum, sem á þessu ári kostaði 10.733 kr., kosta 10.918 krónur á næsta ári. Þá mun 500 ml bjór sem nú kostar 379 krónur á næsta ári kosta 385 kr. Rauðvínsflaska sem nú kostar 2.098 krónur mun á næsta ári kosta 2.129 og vodkaflaska, 700 ml, sem nú kost- ar 5.699 mun á næsta ári kosta 5.824. Úrvinnslugjald á ökutæki hækkar úr 350 krónum í 900 krónur, sem er 157% hækkun. Þá mun almennt komugjald á heilsugæslu á dag- vinnutíma lækka úr 1.200 krónum í 700, sem er um 42% lækkun. Útvarpsgjald hækkar úr 17.500 krónum í 17.900. Kolefnisgjald hækkar um 10% Samkvæmt upplýsingum frá FÍB mun bensínverð hér á landi hækka um 3,4 krónur á lítra um áramótin miðað við óbreytta álagningu og mun lítrinn af dísilolíu hækka um 3,2 krónur á lítra. FÍB ráðgerir að bensínverð miðað við núverandi út- söluverð og álagningu hækki úr 238,1 krónu (N1 og Olís) í 241,50 krónur á lítra og dísilolía úr 233,10 krónum í 236,30 krónur á lítra. Bensíngjöldin hækka samtals um 1,85 krónur á lítra. Kolefnisgjald hækkar um 10%, fer úr 9,10 í 10 krónur á lítra hvað bensín varðar. Kolefnisgjald á dísilolíu hækkar úr 10,40 í 11,45 krónur. Olíugjald hækkar um 2,5%, úr 62,85 krónum í 64,40 krónur á lítra. Virðisauka- skattur leggst síðan ofan á þessi gjöld. Kostar 400 krónur að leggja Gjaldskrá Reykjavíkurborgar tekur nokkrum breytingum en sem dæmi hækkar gjald í sundlaugar borgarinnar úr 1.000 krónum í 1.030, og sömuleiðis hækkar 20 miða sund- kort fullorðinna úr 8.450 í 8.700. Stakt far með strætó fer úr 470 krónum í 480 og námsgjald fyrir leikskólabarn í flokki I hækkar úr 18.315 kr. í 18.777 krónur. Bílastæðagjald á gjaldsvæði 1 hækkar úr 370 kr./klst. í 400 kr./klst. en lánsskírteini Borgarbókasafns Reykjavíkur stendur í stað, 2.500 krónur, en það hækkaði um 19% um seinustu áramót. Dæmi um fyrirhugaðar verðbreytingar á komandi ári 157% verður hækkun úrvinnslugjalds á ökutæki – sem innheimt er tvisvar á ári með bifreiða- gjaldi – eða úr 350 í 900 kr. 75% verður hækkun á úrvinnslugjaldi á plastumbúðir eða úr 16 í 28 kr./kg 700 kr. í stað 680 mun kosta fyrir barn í Húsdýra- garðinn í Reykjavík, sem er 20 kr. hækkun eða um 2,9% Árskort fjölskyldu hækkar um 3%, eða úr 20.300 í 20.900 kr. 17.900 kr. í stað 17.500 verður útvarps- gjald sem er 2,3% hækkun 10.050 kr. í stað 9.796 munu máltíðir í grunnskólum Reykjavíkur kosta í mánaðar áskrift, sem er 2,6% hækkun 42% verður lækkun á almennu komugjaldi á heilsugæslustöð, eða úr 1.200 í 700 kr. á dagvinnutíma 8,3% 2,5% er fyrir-huguð hækkun leikskólagjalda í Reykjavík 241,50 kr. í stað um 238 kr. verður algengt verð á lítra af bensíni miðað við núverandi útsöluverð og álagn- ingu eftir hækkanir á bensíngjöld- um, dísilolía mun hækka úr 233,10 kr. lítrinn í 236,30 kr. 2,5% er fyrir- huguð hækkun á áfengis- og tóbaksgjaldi 480 kr. í stað 470 mun eitt far með Strætó kosta staðgreitt, sem er hækkun um 2,1% Tímabilskort, 1 mánuður, hækkar um 2,3% úr 12.800 í 13.100 kr. 1.030 kr. mun stakt gjald fyrir fullorðna kosta í sundlaugar Reykjavíkur í stað 1.000 kr. sem er 3% hækkun Stakt gjald fyrir börn hækkar ekki og er 160 kr. er fyrirhuguð hækkun á menningarkorti Reykjavíkur, eða úr 6.000 í 6.500 kr. Algeng tegund af rauð- víni mun hækka í verði um 30 kr. fl askan 385 kr. mun hálfur lítri af 5% bjór kosta, sem er hækkun um 6 kr. Verð á kartoni af sígarettum hækkar um 1,7%, úr 10.733 kr. í 10.918 Opinber gjöld taka breytingum  Útvarpsgjaldið komið upp í 17.900 krónur  FÍB býst við að bensínverð hækki um 3,4 krónur á lítrann  Komugjöld á heilsugæslu lækka  Verð á lánsskírteinum bókasafna stendur í stað Morgunblaðið/Eggert Umferð Eigendur ökutækja munu finna fyrir hækkunum eftir áramót á ýmsum gjöldum tengdum rekstri bílanna, m.a. á kolefnisgjaldi. Gæsluvarðhald yfir einum þeirra manna sem liggja undir grun um að hafa flutt inn rúm 16 kg af kókaíni til landsins um Keflavíkurflugvöll í vor var framlengt sl. fimmtudag um fjórar vikur. Úrskurður héraðs- dóms um varðhald yfir manninum rann út í gær, en hann var handtek- inn í Reykjavík í maí sl. Ákæra var gefin út í ágúst og er málið nú til umfjöllunar í héraðsdómi. Menn- irnir sem liggja undir grun eru þrír, fæddir 1996 og 1999. Sá sem nú er haldi á yfir höfði sér allt að 12 ára fangelsi. Áfram í varðhaldi Vinnu lögreglu á vettvangi brunans í fjölbýlishúsi Vesturbergi í Breið- holti í Reykjavík fyrir helgina lauk í gær. Málið er enn óupplýst. Íkveikja er einn möguleikinn sem skoðaður er við rannsókn. Eldurinn kviknaði í geymslu í húsinu. Þar var mikill eldsmatur og af neist- anum varð mikið bál. Eldsvoði í rannsókn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.