Morgunblaðið - 24.12.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019
Gleðileg jól
Opið í dag 24. des. frá 10-12, 25.-29. des. LOKAÐ
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Gleðilegt jól Lokað aðfangadag
Söfnum í neyðarmatar-
sjóð fyrir jólin til matarkaupa
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
Guð blessi ykkur öll
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
JÓLASÖFNUN
F á k a f e n i 9 1 0 8 R e y k j a v í k
Þú færð Jólagjöfina
hjá okkur
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Það er bara eiginlega verið að segja
mönnum að hætta að stunda grá-
sleppuveiðar, svo einfalt er það nú,“
segir Örn Pálsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands smábátaeig-
enda (LS), í sam-
tali við
Morgunblaðið, og
vísar í máli sínu
til draga að reglu-
gerð um hrogn-
kelsaveiðar 2020
sem nú eru til um-
sagnar í samráðs-
gátt stjórnvalda.
Í reglugerðar-
drögunum eru
helstu nýmæli
meðal annars þau að útgerð þarf að
sjá til þess áður en veiðiferð hefst að
báturinn hafi aflaheimildir fyrir ætl-
uðum meðafla; hámarkslengd neta á
hvern bát verði stytt um helming;
net skuli dregin eigi síðar en þremur
sólarhringum eftir lögn í stað fjög-
urra og að Fiskistofu verði heimilt að
svipta bát veiðileyfi ef um óeðlilega
veiði á botnfisktegundum er að ræða.
Nánar má lesa um þetta í sjálfum
drögunum.
Örn segir núverandi netalengd
hentuga og furðar sig á boðuðum
breytingum, en samkvæmt drögnum
er hverjum báti heimilt að hafa sam-
anlagða teinalengd neta til hrogn-
kelsaveiða allt að 3.750 metra á ver-
tíð í stað 7.500 metra.
„Sú netalengd sem hefur verið er
talin mjög góð og hentug fyrir veiði-
menn, en veiðar hafa verið á pari við
tillögur Hafrannsóknastofnunar um
hversu mikið má veiða,“ segir hann.
Þá segir í drögunum að óheimilt sé
að stunda aðrar veiðar en hrogn-
kelsaveiðar í sömu ferð og að útgerð
þurfi að hafa aflaheimildir sem dugi
fyrir ætluðum meðafla. Örn segir
þetta hæglega geta leitt til þess að
menn treysti sér ekki lengur til að
hefja veiðar. „Meðafli getur verið
mjög fjölbreyttur, oft þorskur í upp-
hafi en svo getur alls konar afli kom-
ið og erfitt að átta sig á því fyrir-
fram,“ segir hann.
Aðspurður segir Örn LS ekki hafa
verið haft með í ráðum þegar frum-
varpsdrögin voru samin.
„Við óskuðum eftir því að fá að sjá
drögin áður en þau voru birt í Sam-
ráðsgáttinni en því var hafnað. Það
er nú alveg einsdæmi því yfirleitt
fáum við að vera með í þessum mál-
um því við höfum mikið um grá-
sleppuveiðarnar að segja. Það er
ljóst að það þarf að gera breytingar á
þessum drögum.“
Ekki komist hjá meðafla
Veiðimenn eru þegar byrjaðir að
tala frumvarpsdrögin niður sín á
milli, einkum á netinu. Benda þeir
meðal annars á að ómögulegt sé að
forðast meðafla. Eina leiðin til þess
sé að hafa netin heima í húsi. Þá
segja aðrir að engin framtíð sé leng-
ur í grásleppuveiðum öðlist þessi
drög gildi í óbreyttri mynd.
Fjöldi báta á grásleppuvertíðinni
2019 var 240 og var afli þeirra 4.952
tonn. Gera má ráð fyrir því að fjöldi
sjómanna í áhöfn þessara báta hafi
verið nálægt 500, en alls skilaði afl-
inn þeim rúmum 1,6 milljörðum.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Grásleppa Um 500 sjómenn voru við grásleppuveiðar á vertíðinni 2019.
Drög þrengja að
grásleppuveiðum
LS ósátt við boðaðar breytingar
Örn
Pálsson
UN Women sáu um
að lýsa upp Hörpu
Þau leiðu mistök urðu í viðtali við
Ingibjörgu Jónasdóttur, forseta Sor-
optimistasambandsins á Íslandi, í
Morgunblaðinu 19. desember að
sagt var að Soroptimistasambandið
hefði séð um að lýsa upp Hörpu í
tengslum við vitundarvakningu gegn
kynbundnu ofbeldi. Hið rétta er að
UN Women sáu um að lýsa upp
Hörpu í sinni ljósagöngu. Beðist er
velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT