Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. 24. desember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.58 123.16 122.87 Sterlingspund 159.9 160.68 160.29 Kanadadalur 93.29 93.83 93.56 Dönsk króna 18.23 18.336 18.283 Norsk króna 13.67 13.75 13.71 Sænsk króna 13.031 13.107 13.069 Svissn. franki 124.97 125.67 125.32 Japanskt jen 1.1207 1.1273 1.124 SDR 168.89 169.89 169.39 Evra 136.22 136.98 136.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.2285 Hrávöruverð Gull 1476.9 ($/únsa) Ál 1770.0 ($/tonn) LME Hráolía 66.56 ($/fatið) Brent ● Gert er ráð fyrir því að farþegar sem fara um Kefla- víkurflugvöll á næsta ári verði tæplega 6,7 millj- ónir og fækki því um 7,6% frá árinu 2019. Þetta kemur fram í farþegaspá Isavia fyrir árið 2020. Heildarfjöldi komufarþega verður 2,6 milljónir, samkvæmt spánni, sem er 1,4% sam- dráttur frá því á þessu ári. Annað árið í röð fækkar skiptifar- þegum mest. Þeir fara úr rétt rúmum tveimur milljónum í rúmlega 1,5 millj- ónir eða niður um 24,3%. Þegar horft er til ársins 2019 er rétt að hafa í huga að fyrstu þrjá mánuðina var WOW air starfandi. Að frátöldum farþegum WOW air fækkar farþegum í heild um 1,9%. Komu- og brottfararfar- þegum fjölgar um 3,3% en skiptifar- þegum fækkar um 16,2%. Í tengslum við farþegaspá hefur Isavia á síðustu árum einnig gefið út ferðamannaspá. Fyrstu niðurstöður benda til að íslensk- um ferðalöngum fækki um á bilinu 7 til 8 prósent frá 2019 en á móti gæti fjöldi erlendra ferðamanna staðið nokkurn veginn í stað milli ára. Þetta er þó ekki endanleg niðurstaða. 7,6% færri um Keflavík- urflugvöll á árinu 2020 Spá Ferðalöngum til Íslands mun ekki fækka 2020. STUTT BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Um 30 þúsund manns hlusta að jafnaði á hlað- varpsþáttinn Dr. Football sem sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason fór fyrst með í loftið í júní- mánuði árið 2018. Þá var heimsmeistaramótið í fótbolta haldið í Rússlandi og sá Hjörvar þar ákveðið sóknarfæri í umræðu um knattspyrnu. „Mér fannst vanta umræðu um fótbolta án þess að það þyrfti að stoppa á þriggja mínútna fresti til þess að setja eitthvert lag á sem fólk getur alveg eins hlustað á á Spotify. Og svo var svo mikið af fréttum sem rúlluðu í gegn sem enginn var að ræða,“ segir Hjörvar í samtali við Morgunblaðið. Engin vettlingatök Allt frá sumrinu 2018 hefur þátturinn vaxið gríðarlega og náð afar miklum vinsældum. Ekki síst fyrir þær sakir að í þeim er töluð „hrein ís- lenska“ eins Hjörvari er tíðrætt um ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni, sérfræðingum þáttarins, þar sem málefni líðandi stundar í fótboltaheiminum eru ekki tekin neinum vettlingatökum. „Við förum oft óvarlega í málin og tiplum ekki á tánum. En eflaust mættum við stundum fara af meiri varkárni í einhver mál. En þegar við fleygj- um okkur í tæklingarnar reynum við yfirleitt að fara í boltann og láta manninn vera,“ segir Hjörv- ar. „Ég bjóst ekki við því að þetta yrði svona vin- sælt. Ég vissi ekki hvort það væri hægt að koma fólki upp á lagið með að hlusta á hlaðvarp. Ég var ekki sannfærður um miðilinn sem slíkan en hann virðist henta fólki vel og það er ákveðinn bragur á hlaðvarpinu sem er á margan hátt skemmtileg- ur.“ Hann þakkar sérstaklega Veru Illugadóttur og þáttum hennar Í ljósi sögunnar fyrir það hversu sterk hlaðvarpsmenningin er orðin á Íslandi. „En það er náttúrlega bara útvarpsþáttur sem ríkið er að borga. Enn eina ferðina er Hafliðason að berjast við „taxpayers money“,“ segir Hjörvar og hlær. Dr. Football er raunar orðið að vinsælu vörumerki hér á landi sem búið er að setja á bæði derhúfur og bolla sem hafa selst í hundraðavís. „En ég vildi óska þess að þetta væri í gámavís,“ segir Hjörvar léttur. Selur bolla og húfur Aðspurður segir Hjörvar að ýmis tækifæri fel- ist aftur á móti í vörumerkinu. „Ég get alveg leikið mér meira með þetta vöru- merki. Við vitum aldrei í hverju Dr. Football end- ar. Í dag er ég með Dr. Football-kvöld og svo hef ég verið með Dr. Football-pubquiz. Mögulega gæti þetta teygt sig út í Dr. Football-ferðir; fót- boltateng ferðalög. Það er ákveðin stöðnun sem hefur átt sér stað þar,“ segir Hjörvar og nefnir tvö dæmi um áhugaverða áfangastaði. Ein hug- myndin er sú að fara til Berlínar að sjá leik með Union Berlin í austurhluta borgarinnar. „Svo er ég með hugmynd um að fara með Dr. Football- söfnuðinn til San Síro í Mílanó. Að kveðja þann leikvang áður en honum verður breytt of mikið.“ Fjöldi fyrirtækja vill auglýsa í þættinum hjá Hjörvari og segist hann finna vel fyrir því hjá þeim sem auglýsa í þættinum hversu vel þeir ná til sinna markhópa. Dyggur hlustendahópur „Við erum með dyggan hóp hlustenda. Þetta er góður hópur sem þú talar beint til og ég hef átt í góðu samstarfi við auglýsendur. Við erum með vöru sem ákveðinn hópur fílar. Ég hef ekki verið að teygja þáttinn í margar áttir til þess að fá fleiri að. Ég hef haldið áfram að tala í þennan hóp,“ segir Hjörvar, en hlaðvarpsstjórnun er í dag hans aðalstarf, en hann starfaði eins og kunnugt er lengi vel hjá Stöð 2 Sport. „Ég er að reyna að gera þetta að aðalstarfi. Þó að undirbúningur fyrir eitt hlaðvarp virðist ekki mikill, þá fylgist ég með fréttum í mörgum lönd- um og passa nánast að það sé engin frétt sem fari í gegn óséð. Þetta er mikil heimavinna. Ég vil mæta allt of vel undirbúinn í hvern einasta þátt með fullt af umræðuefnum,“ segir Hjörvar. Ýmis tækifæri sem felast í vörumerkinu Dr. Football Morgunblaðið/Árni Sæberg Dr. Football Teyminu hefur tekist að koma sér upp ótrúlega traustum hlustendahópi á skömmum tíma.  Auglýsendur ná vel til sinna markhópa  Yfir 30 þúsund hlustanir á hvern þátt Íslensk heimili eru tekin að losa sig við fasteignalán á föstum vöxtum. Um þetta vitna nýjar tölur sem Seðlabankinn hefur gefið út yfir út- lán í bankakerfinu. Í nóvember námu uppgreiðslur fasteignalána heimilanna sem bera fasta vexti tæp- lega 3,1 milljarði umfram það sem heimilin tóku í sama lánaflokki. Aldr- ei fyrr hafa uppgreiðslurnar verið jafn stórtækar og raunar benda töl- ur Seðlabankans til að uppgreiðslur og umframgreiðslur hafi aðeins einu sinni áður verið meiri en nýjar lán- tökur í þessum tiltekna lánaflokki. Það var í október þegar þær námu 496 milljónum króna. Mikil hreyfing í óverðtryggðu Að langstærstum hluta var um að ræða uppgreiðslur á óverðtryggðum fastvaxtalánum en þær námu 2.642 milljónum umfram ný lán í flokkn- um. Í verðtryggðum fastvaxtalánum námu umframgreiðslurnar 423 millj- ónum. Uppgreiðslur umfram ný lán tóku að sjást í óverðtryggða hlutan- um í júní en það er ekki fyrr en nú að verðtryggði hlutinn snýst á sömu sveif. Fram til októbermánaðar vógu ný verðtryggð fastvaxtalán upp upp- greiðslurnar í óverðtryggða hlutan- um. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað heldur útlánaaukningin áfram þar sem breytilegir vextir eru í boði. Þannig námu ný útlán að frádregn- um upp- og umframgreiðslum 10,8 milljörðum í flokki óverðtryggðra lána. Í flokki verðtryggðra lána námu nýju útlánin ríflega 4 milljörð- um króna umfram upp- og umfram- greiðslur. Morgunblaðið/Ómar Lán Húsnæðislán með föstum vöxtum eru ekki í tísku um þessar mundir. Heimilin tekin að flýja fasta vexti  Greiddu upp fastvaxtalán í gríð og erg í nóvember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.