Morgunblaðið - 24.12.2019, Side 16

Morgunblaðið - 24.12.2019, Side 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ford F-350 Lariat Sport Litur: Magnetic/ Svartur að innan. 6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque Lariat með Sport pakka, Ultimate pakka , up- phituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera, Driver alert og distronic, Bang Olufssen hljómkerfi, 360 myndavél. VERÐ 10.129.000 m.vsk 2019 Ram Limited 3500 35” Nýtt útlit 2019! Litur: Granite Crystal Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphi- tanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. 35” dekk. VERÐ 11.395.000 m.vsk 2019 Ford F-150 Lariat Sport Litur: Svartur, svartur að innan. FX4 offroad-pakki, Sport-pakki,Bakkmyn- davél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl 470 lb-ft of torque VERÐ 12.770.000 m.vsk 2019 Ford F-150 Lariat Litur: Platinumhvítur, svartur að innan. FX4 offroad-pakki, Bakkmyndavél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl 470 lb-ft of torque VERÐ 12.770.000 m.vsk Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið: Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Sádiarabískur dómstóll dæmdi í gær fimm til dauða fyrir að hafa myrt sá- diarabíska blaðamanninn Jamal Khashoggi, að því er breska ríkisút- varpið BBC greinir frá. Krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed Bin Salm- an, hefur staðfastlega neitað aðild að málinu en lýst því yfir að hann taki fulla ábyrgð á morðinu, þar sem emb- ættismenn ríkisins áttu þátt í því. Kemur það fram hjá ríkissaksókn- ara í Sádi-Arabíu að 11 hafi verið ákærðir fyrir aðild að morðinu, sem framið var á ræðismannsskrifstofu landsins í Istanbúl. Þá var Khashoggi á leið á ræðismannsskrifstofuna til að sækja skjöl til að geta gifst unnustu sinni, Hatice Cengiz. Fimm voru dæmdir til dauða líkt og áður sagði, en þremur gert að af- plána fangelsisdóm. Þá var helsti ráð- gjafi krónprinsins ekki ákærður fyrir aðild að málinu. Sádiarabísk yfirvöld lýstu morðinu sem „kaldrifjuðu tilræði“ sendimanna sem fengu það verkefni að fá hann til að snúa aftur til Sádi-Arabíu. Í sjónvarpsviðtali BBC sagðist krónprinsinn taka fulla ábyrgð á glæpnum sem leiðtogi ríkisins. Fjöl- miðlamönnum stafi engin ógn af yf- irvöldum þar í landi. Fulltrúi SÞ telur réttarhöldin dæmi um ranglæti Agnes Callamard, sendifulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum og mannrétt- indaaðgerðasinni, sagði að réttar- höldin hefðu verið dæmi um and- stæðu réttlætis. Hún fór fyrir rannsókn SÞ á morðinu og fundaði t.a.m. með ríkissaksóknara Tyrk- lands í þeim tilgangi, í janúar síðast- liðnum. „Í stuttu máli eru morðingjarnir dæmdir sekir, dæmdir til dauða. Ekki er nóg með það að þeir sem stóðu að baki voðaverkunum gangi lausir, heldur hefur rannsóknin og réttar- höldin hlíft þeim algerlega,“ tísti hún í gær. Hinn 59 ára Jamal Khashoggi var ötull gagnrýnandi sádiarabískra stjórnvalda og skrifaði greinar fyrir miðla á borð við Washington Post. Hann hafði haft aðsetur í Bandaríkj- unum þar til hann var myrtur í Ist- anbúl í Tyrklandi í október árið 2018. Í kjölfarið höfðu fjölmiðlar eftir embættismönnum bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, að niðurstaða hennar væri sú að krónprins Sádi-Ar- abíu hefði fyrirskipað morðið. Að sögn byggði leyniþjónustan niður- stöðu sína á netnjósnum og gögnum sem tyrknesk yfirvöld létu þjónust- unni í té. Niðurstaða CIA er umdeild og sagðist Donald Trump Bandaríkja- forseti, í nóvember síðastliðnum, ekki vera sannfærður um réttmæti henn- ar. AFP Neitar Krónprins Sádi-Arabíu (t.h.) tók í hönd fjölskyldumeðlima Khashoggis í október 2018. Hann neitar alfarið aðild að málinu en segist taka ábyrgð á morðinu sem leiðtogi Sádi-Arabíu. Átta manns hlutu dóm vegna málsins. Dæmdir til dauða fyr- ir morð á Khashoggi  Fimm voru dæmdir til dauða fyrir morð á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi  Gagnrýnt af fulltrúa SÞ Kínversk yfirvöld hafa alfarið neitað ásökunum um vinnuþrælk- un fanga. Tilefni þess er að skila- boð sem rituð voru í jólakort frá bresku verslunarkeðjunni Tesco séu frá erlendum föngum í Quinghu-fangelsinu, að því er full- yrt er í frétt Sunday Times. Kín- versk yfirvöld segja að slíkur fréttaflutningur sé skáldskapur. Fréttaveita AFP greindi frá þessu í gær. Þá hafa stjórnendur bresku verslunarkeðjunnar tilkynnt að þeir hafi hætt viðskiptum við kín- versku verksmiðjuna sem fram- leiðir jólakortin, eftir að skilaboðin fundust. Geng Shuang, talsmaður kín- verska utanríkisráðuneytisins, ítrekaði afstöðu kínverskra stjórn- valda á blaðamannafundi í gær. Yfirvöld hafi kannað málið og í ljós hafi komið að frétt Sunday Times væri ekki á rökum reist. Skilaboðin sem voru skrifuð í jólakortið kváðu á um að sá sem fyndi þau ætti að hafa samband við Humphrey. Sex ára gömul stúlka í London fann skilaboðin og hafði faðir hennar samband við Humphrey, sem síðan fór með fréttina í Sunday Times. Þá sagði Shuang ennfremur að blaðamaðurinn Humphrey hefði sjálfur verið fangi í Qinghu- fangelsinu en látinn laus árið 2015. Humphrey hafði samband við nokkra fyrrverandi samfanga vegna málsins. Að hans sögn sagði einn þeirra að erlendir fangar þyrftu að velja umbúðir og pakka inn jólakortum fyrir Tesco. Neita ásökunum um vinnuþrælkun  Fangar í Kína sagðir pakka bresk- um jólakortum Wikipedia Geng Shuang Yfirvöld í Kína neita ásökunum um vinnuþrælkun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.