Morgunblaðið - 24.12.2019, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019
veita náttúrulega vörn
gegn bakteríum í munninum
Tvíþætt sink
og arginín
Dregur úr
tannskán
Styrkir
glerunginn
Dregur úr
tannskemmdum
Frískari
andardráttur
Dregur úr
blettamyndun
Dregur úr
viðkvæmni
Dregur úr
tannsteini
Fyrirbyggir
tannholdsbólgu
NÝTT
Veruleg fækkun baktería á
tönnum, tungu, kinnum og
gómi eftir samfellda notkun
í fjórar vikur.
BYLTING FYRIR
ALLANMUNNINN
Heildarvörn fyrir tennur, tungu, kinnar og tannhold
Frábær
vörn í
12
tíma
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Æfingar ganga ljómandi vel og allt
er að smella á lokametrunum,“ seg-
ir Hilmar Jónsson, leikstjóri jóla-
sýningar Þjóðleikhússins í ár, en
sýningin Meistarinn og Margaríta
eftir Mikhaíl Búlgakov verður
frumsýnd á Stóra sviðinu annan í
jólum. Leikgerðina gerði Niklas
Rådström fyrir Dramaten í Svíþjóð
sem frumsýndi
hana árið 2014 í
leikstjórn Stef-
ans Metz, sem er
Íslendingum að
góðu kunnur, en
Hilmar þýddi
leikgerðina sjálf-
ur úr sænsku.
„Það fylgir því
alltaf ákveðin
stemning að
frumsýna á þess-
um tíma árs,“ segir Hilmar og tek-
ur fram að umrætt verk henti vel
sem jólasýning. „Það er nokkur
hefð fyrir því að vel sé í lagt á jól-
unum – að viðfangsefnið sé af
stærri gerðinni. Ég held að við tikk-
um í öll þau box með þetta mikla
bókmenntaverk. Í sýningunni eru
70 hlutverk sem leikin eru af 15
leikurum. Þetta er sýning sem
reynir á þanþol musteris íslenskrar
tungu. Hér eru allir í jólaskapinu að
gera sitt besta við að búa þetta til.“
Miklir ógnartímar
Mögnuð og beitt skáldsaga
Búlgakovs er uppfull af
skemmtilegheitum og hugmynda-
flugi. Hvernig hefur gengið að
miðla töfrum bókarinnar yfir á leik-
sviðið?
„Það eru alls kyns skrýtnir hlutir
sem gerast í sögunni, t.d. bara það
að djöfullinn sjálfur, í líki galdra-
mannsins Wolands, leggi leið sína
til Moskvu,“ segir Hilmar, en í
skáldsögunni tekur Woland ásamt
skrautlegu fylgdarliði sínu til við að
afhjúpa spillingu og græðgi í
Moskvu á fjórða áratug síðustu ald-
ar. Samhliða því kynnast áhorf-
endur Meistaranum, rithöfundi sem
hefur verið lokaður inni á geðspítala
af yfirvöldum, og ástkonu hans
Margarítu. Inn í þetta blandast
óvænt frásögn af Pontíusi Pílatusi
og síðustu stundum Jesú frá Nas-
aret. „Við notum öll meðöl leikhúss-
ins til að koma því til skila hversu
megnugur Woland og gengi hans
eru.“
Hvað getur þú sagt mér um leik-
gerðina sem Niklas Rådström
gerði?
„Hann er mjög trúr bókmennta-
verkinu og rekur helstu atburðarás
sögunnar. Hann skapar skýrari hlið-
stæðu milli sögu Meistarans og
Margarítu annars vegar og heim-
sóknar Wolands til Moskvu hins
vegar. Hann bræðir saman persónur
til að einfalda persónugalleríið.“
Þessi skáldsaga er mörgum mjög
kær. Hvað er það við verkið sem
hefur tryggt því áratugalangar vin-
sældir og heillar leikhúsfólk?
„Búlgakov skrifaði verkið í mjög
skýrum tilgangi á sínum tíma í
Rússlandi sem þá var undir stjórn
Stalíns. Þetta voru miklir ógnar-
tímar. Fólk hvarf eða var tekið af lífi
fyrir litlar sakir. Fólk mátti ekki
hafa neinar skoðanir. Það ríkti
hvorki málfrelsi né tjáningarfrelsi,
enda var öll list ritskoðuð og höf-
undar pyntaðir fyrir það eitt að gefa
út skáldverk. Þetta voru því skrýtn-
ir, hættulegir og erfiðir tímar í
Moskvu á þessum árum.
Gildrur djöfulsins
Samfélagið sem Búlgakov er að
fjalla um er ekki það sem fólk vænti
eða óskaði sér í kjölfar byltingar-
innar þar í landi. Með glotti í auga
sendir hann djöfulinn sjálfan til
Moskvu eftir áralanga fjarveru.
Djöfullinn leggur ýmsar gildrur fyr-
ir fólk á gamansaman hátt til að ná
fram þjóðarsálinni. Inn í þetta
blandast fantasía og falleg ástar-
saga. Það er svo margt fyrir leik-
húsið sem gaman er að vinna úr.
Þetta verk er undanfari töfraraun-
sæisins í bókmenntum sem síðar
kemur,“ segir Hilmar og bendir á að
þó djöfullinn og hyski hans virðist
við fyrstu sýn vera hin verstu fól séu
þau í reynd bara býsna viðkunnan-
leg. „Það er auðvitað mjög sérstakt
ef djöfullinn þarf að mæta á staðinn
til að uppræta spillinguna. Þá er
fokið í flest skjól.“
Tímarnir kalla á breytt kyn
Karlmenn eru áberandi í fjöl-
mennu persónugalleríi verksins, en
að sögn Hilmars valdi hann að fjölga
hlutverkum fyrir konur í sýning-
unni. „Tímarnir kalla á það, enda
breytir það engu fyrir framvinduna
hvort þessum hlutverkum er kyn-
breytt. Sem dæmi er Korovéf, hægri
hönd Wolands, leikin af Ebbu Katr-
ínu Finnsdóttur. Ýmsir af spilltu
einstaklingum Moskvuborgar eru
leiknir af konum,“ segir Hilmar og
bendir sem dæmi á að Edda Björg-
vinsdóttir leiki formann húsfélags-
ins. Í titilhlutverkunum eru Stefán
Hallur Stefánsson og Birgitta
Birgisdóttir, meðan Sigurður
Sigurjónsson leikur Woland. „Í mín-
um huga kom enginn annar til
greina í hlutverk Wolands en Siggi.
Hann hefur allt í þetta hlutverk.“
Í ljósi umfjöllunarefnis verksins
liggur beint við að spyrja hvort þú
upplifir að verkið sé í sterku samtali
við samtímann?
„Það er alveg óhjákvæmilegt, án
þess að við séum með einhver nú-
tímaleg fyrirtækjaskilti í leikmynd-
inni. Enda fjallar verkið um spill-
ingu, þöggun og mútur. Við vorum
því ekki að finna upp á einhverju
nýju hérlendis í seinasta mánuði.
Við ákváðum að leyfa verkinu að
tala sínu máli og svo eins og gengur
tekur fólk það sem það vill með sér
út úr leikhúsinu til umhugsunar.“
Þakklátur að fá kökuna tvisvar
Nú leikstýrðir þú þessu verki hjá
Hafnarfjarðarleikhúsið árið 2004.
Hvernig er að koma aftur að þessu
verki 15 árum síðar?
„Það er stór gjöf,“ segir Hilmar
og tekur fram að hann hafi raunar
tregast aðeins við fyrst þegar leitað
var til hans að taka verkefnið að sér.
„Það var mjög gaman að gera þá
sýningu á sínum tíma. Það var auð-
vitað á allt öðrum forsendum, í allt
annars konar rými og öðruvísi nálg-
un í umgjörð allri. Við gengum mjög
langt í allri skopstælingu, bæði í
gervum, búningum og leik. Þess
vegna fannst mér kærkomið að fá
núna tækifæri til að prófa að fara
aðra leið í sviðsetningunni. Ég er
mjög glaður og þakklátur að fá
þessa köku tvisvar.“
Auk framangreindra leikara taka
þátt í sýningunni Oddur Júlíusson,
María Thelma Smáradóttir, Bjarni
Snæbjörnsson, Björn Ingi Hilmars-
son, Pálmi Gestsson, Hákon Jóhann-
esson, Þórey Birgisdóttir, Gunnar
Smári Jóhannsson, Hildur Vala
Baldursdóttir og Þröstur Leó Gunn-
arsson. Leikmynd hannar Sigríður
Sunna Reynisdóttir, búninga hannar
Eva Signý Berger, lýsing er í hönd-
um Halldórs Arnar Óskarssonar,
tónlist semur Valgeir Sigurðsson
sem jafnframt hannar hljóðmynd í
samvinnu við Aron Þór Arnarsson
og Kristin Gauta Einarsson, sviðs-
hreyfingar hannar Chantelle Carey,
um leikgervi sér Tinna Ingimars-
dóttir og ráðgjöf við töfrabrögð veit-
ir Dirk Losander. Að vanda verður
boðið upp á umræður með þátttöku
listamanna eftir 6. sýningu á verk-
inu, sem verður 11. janúar 2020.
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
„Skrýtnir og hættulegir tímar“
Meistarinn og Margaríta eftir Búlgakov verður frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins annan í jól-
um Hilmar Jónsson leikstjóri segir það forréttindi að fá að leikstýra verkinu nú í annað sinn
Hilmar
Jónsson
Spilling Verkið fjallar „um spillingu,
þöggun og mútur,“ segir leikstjórinn
um Meistarann og Margarítu.