Morgunblaðið - 24.12.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 24.12.2019, Qupperneq 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019 ÍHúsinu í september birtistnokkuð hryllileg veröld þarsem tíminn spilar stórt hlut-verk. Honum er hægt að út- deila að vild og hvað gerist þegar hægt er að útdeila auðlind? Jú, einhverjir verða gráðugir og rífa til sín sem allra mest af henni, með hörmulegum afleiðingum fyrir aðra. Þannig endurspeglar Húsið í september á viss- an hátt raunveru- leikann þó sögu- heimur bókarinnar sé öræfalangt í burtu frá raun- heimi. Áróra er að- alpersóna bók- arinnar. Hún er utangarðs og litin hornauaga af bæjarbúum í bænum sínum Gálga. Hún þráir ekkert heit- ar en að komast burt frá bænum með sínum eina vini, Nóa. Það er þó hægara sagt en gert og flækjast vin- irnir í baráttu við verur sem virðast vera þeim ofurefli. Söguþráðurinn er æsispennandi og veröldin sem þar birtist trúanleg þó um sé að ræða einhvers konar ævintýraveröld. Höfundi tekst með glæsibrag að fá lesandann til að samþykkja skilyrði söguheimsins þrátt fyrir að hann sé afar ólíkur því sem lesandinn á að venjast. Ýmis hjartans mál mannkynsins eru til umfjöllunar í bókinni, vinátta, ást, einmanaleiki, græðgi og fórn- fýsi. Þau snerta við lesandanum og fá hann til að flækjast í söguna, jafn- vel svo mikið að hann á erfitt með að losa sig áður en bókin sleppir honum á síðustu blaðsíðu. Þá er lesandinn þó ekki alveg sloppinn. Hann heldur áfram að velta fyrir sér framhaldinu og vonar jafnvel að Hilmar Örn sjái sóma sinn í því að skapa framhalds- sögu um ævintýri Áróru og Nóa. Uppbygging söguþráðarins er skýr, upphaf, miðja og endir vel af- mörkuð. Miðja bókarinnar er áber- andi safaríkust og blikna upphaf bókarinnar og endir í samanburði við hana, þó allir hlutarnir séu vel úr garði gerðir. Þessi skýra uppbygging auðveld- ar lesandanum skilning á sögunni en fyrir þróaða lesendur getur slík upp- bygging verið leiðigjörn. Hún er þó líklega nauðsynleg Húsinu í sept- ember þar sem söguþráðurinn er feiknarlega margbrotinn. Sömuleiðis er vert að benda á fjölda persóna sem verður á tíðum yfirgengilega mikill og lesandanum ofviða að muna eftir því hvaða hlut- verki hver einasta persóna gegnir í sögunni. Mögulega hefði verið heppilegra að persónurnar væru ívið færri og þá með stærri hlutverk. Bókin er sögð „ungmennabók“ og það kann að vera rétt. Þó er um að ræða bók sem hentar ungmennum á mjög breiðu aldursbili. Að því leyt- inu til, og vissulega í fleiri atriðum, líkist hún Harry Potter-bókunum víðfrægu. Ef lesandinn er tilbúinn í að leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala við lestur bókarinnar þá skiptir lífaldur hans takmörkuðu máli enda er hér um að ræða virki- lega spennandi og lifandi bók sem hefur að geyma sterkar sögu- persónur og flókna framvindu. Ljósmynd/Sigurður Unnar Ragnarsson Hilmar Örn „Höfundi tekst með glæsibrag að fá lesandann til að samþykkja skilyrði söguheimsins,“ segir gagnrýnandi um Húsið í september. Æsispennandi ævintýraveröld Skáldsaga Húsið í september bbbbn Eftir Hilmar Örn Óskarsson. Björt, 2019. Innb., 308 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Lestrarfélagið Krummi hefur birt til- nefningar til Rauðu hrafnsfjaðr- arinnar sem veitt er fyrir forvitnileg- ustu kynlífslýsingu ársins 2019 í íslenskum bókmenntum. Að þessu sinni eru tilnefndar lýs- ingar úr bókunum Kærastinn er rjóður eftir Kristínu Eiríksdóttur, Mamma má ég segja þér eftir Ey- rúnu Ósk Jónsdóttur, Vetrar- gulrætur eftir Rögnu Sigurðar- dóttur, Austur eftir Braga Pál Sigurðsson, Maðurinn sem Ísland elskaði eftir Árna Snævarr, Okfrum- an eftir Brynju Hjálmsdóttur og Að- ferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Tilnefningar eru ýmist ljóð eða brot úr skáldsögu. Dæmi um til- nefndar lýsingar: „Mér gekk best að fá sáðlát á tíma- bili sem táningur þegar ég fór að fikta með að setja ryksuguna hennar mömmu á tittlinginn á mér. Bæði varð ég svo hissa og æstur að það var ekkert rými til þess að búa til senur og setja sig kynþokkasnauðan inn í þær. Bara 12v rafmagnstæki að víbra og sjúga á mér pínulítinn sprellann í ofsafengnum lostatrylling sem tók fljótt, örugglega og snyrtilega af.“ (Bragi Páll Sigurðsson, Austur, skáldsaga í 33 köflum) Gufustrókur stendur út úr munnum og nefjum bærinn ilmar eins og sulta fólkið kitlar í buxurnar svífur hvert til annars á bleiku tyggjóskýi á svona kvöldum er mikið pissað Hún er í brúnum leðurjakka með ekta hár á höfðinu emjar og grátbiður bergrisann úr vestri að negla sig í norðurskautið. (Brynja Hjálmsdóttir, Okfruman) „Steinunn losaði um beltið, hneppti frá og renndi niður buxna- klaufinni, reisti sig upp og tók lókinn, stuttan, gildan og grjótharðan, upp úr nærbuxunum. Úr svip hennar las ég ákveðni og einbeitni sem viku fyr- ir óbeit rétt áður en varir hennar luktust um kónginn. Eins og hún væri að losa stíflu úr klósetti eða fleygja plastpoka með hræi í sorp- tunnu.“ (Guðrún Eva Mínervudóttir, Að- ferðir til að lifa af) Ljósmynd/kbl Sigurlýsing Lárus Blöndal afhendir Kamillu Einarsdóttur Rauðu hrafns- fjöðrina fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins 2018. Forvitnilegar kynlífslýsingar  Tilnefnt til Rauðu hrafnsfjaðrarinnar Söngsveitin Fílharmónía heldur ár- lega jólatónleika sína í Langholts- kirkju á föstudagskvöldið kemur, 27. desember, og hefjast tónleikarnir klukkan 20. Einsöngvari verður bassasöngv- arinn dáði Kristinn Sigmundsson og með kórnum leika Tómas Guðni Eggertsson á píanó og orgel og Þórður Högnason á kontrabassa. Stjórnandi kórsins eins og undan- farin ár er Magnús Ragnarsson. Í tilkynningu frá söngsveitinni segir að efnisskráin verði „í senn há- tíðleg og fjörug; íslensk þjóðlög og sígild jólalög frá ýmsum löndum. Eftir tónleikana verður gestum boð- ið í jólasamsöng, heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimili kirkj- unnar.“ Miðaverð á tónleikana er kr. 3.900 og miðasala er á vefnum tix.is og við innganginn. Söngsveitin Fílharmónía fagnar sextíu ára starfsafmæli þennan vet- ur með metnaðarfullu og fjölbreyttu tónleikahaldi. Jólatónleikar hafa verið fastur liður í starfi kórsins í þrjátíu ár. Loftmynd Söngsveitin Fílharmónía á sextíu ára starfsafmæli í ár. Árlegir jólatónleikar Fílharmóníu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.