Morgunblaðið - 24.12.2019, Page 34

Morgunblaðið - 24.12.2019, Page 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019 Kaupfélag Skagfirðinga óskar starfsfólki, félagsmönnum, viðskiptavinum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Kaupfélag Skagfirðinga Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég var búin að semja efni frá 2016 og var komin langleiðina með að fylla plötu. Þá ákvað ég að sækja um hljóðritunarstyrk hjá Rannís og fékk þar veglegan styrk. Þá gat ég ekki hætt við heldur bókaði stúdíó þremur mánuðum síðar og lét bara vaða,“ segir Marína Ósk Þórólfs- dóttir um tilurð fyrstu sólóplötu sína sem nefnist Athvarf og út kom fyrr í vetur og nálgast má á tónlistarveit- unni Spotify. Platan inniheldur ell- efu lög sem öll eru samin og útsett af söngkonunni sjálfri. Hversdagsleg augnablik Marína Ósk lauk bæði burtfarar- prófi í klassískum þverflautuleik, undir handleiðslu Martial Nardeau og burtfararprófi í rytímskum söng undir handleiðslu Kristjönu Stef- ánsdóttur vorið 2011. Haustið 2013 lá leið hennar til Hollands þaðan sem hún lauk BMus-prófi í djass- söng vorið 2017 frá Conservatorí- unni í Amsterdam. Ári síðar fluttist hún til Stokkhólms og hóf mast- ersnám í flutningi djasstónlistar við Konunglega tónlistarháskólann þar í borg, en er sem stendur í leyfi þar sem henni bauðst afleysingastaða sem rytmískur söngkennari við Menntaskóla í tónlist (MÍT). „Það hentaði mér ágætlega að koma heim í þessa átta mánuði sem staðan býðst því þá gat ég fylgt plötunni minni betur úr hlaði,“ segir Marína Ósk sem heldur mastersnámi sínu áfram næsta haust. „Eftir að hafa lengi flutt tónlist eftir aðra fann ég í náminu mínu í Amsterdam fyrir aukinni þörf fyrir að skapa mitt eigið efni og fá tæki- færi til að vera persónulegri,“ segir Marína Ósk þegar hún er spurð hvað hafi ýtt henni út í lagasmíðar á sín- um tíma. „Ég byrjaði á að semja mikið af íslenskum textum og fór að íslenska djassstandarda sem endaði með plötuútgáfu,“ segir Marína Ósk og vísar þar til plötunnar Beint heim sem hún gaf út 2017 ásamt gítarleik- aranum Mikael Mána Ásmundssyni sem hún kynntist í náminu í Hol- landi. Að sögn Marínu Óskar eru flest lögin á Athvarfi samin á gítar í opinni stillingu. „Það var eins og ein- hver gátt hefði opnast við það að stilla gítarinn með þessum hætti. Ég fékk heilmikinn innblástur og lögin komu líkt og af færibandi,“ segir Marína Ósk, en lögin eiga það öll sameiginlegt að fjalla um upplifun Marínu Óskar á hversdagsleikanum og ýmsum fyrirbærum náttúrunnar, svo sem rigningu og snjókomu. Spurð um titil plötunnar segir Marína Ósk hann vísa til þess að tón- list hafi lengi verið henni eins konar griðastaður. „Alveg frá því ég var krakki hef ég leitað í tónlist til að hvíla mig, safna kröftum og leita lausna. Sem táningur átti ég það til að loka mig af inni í herbergi, leggj- ast niður og einfaldlega hlusta á tón- list. Þegar ég fór að semja mína eig- in tónlist tók ég eftir því að ég var oftast að semja lög um það sem róar mig. Lögin fjalla öll um hvers- dagsleg augnablik þar sem ég finn ró – þannig myndast einhvers konar eigið athvarf,“ segir Marína Ósk og tekur fram að það hafi legið beint við að semja alla textana á íslensku. „Eftir að hafa búið fyrst í Hollandi í fjögur ár og síðan Svíþjóð fann ég að ég saknaði þess að tjá mig á móðurmálinu. Eftir að hafa talað ensku og sænsku árum saman fann ég hversu mikið frelsi fólst í því að tjá mig á íslensku og geta sagt ná- kvæmlega það sem ég vildi segja í stað þess að læðast eins og köttur í kringum heitan grautinn um efnið vegna þess að mig skorti réttu orð- in,“ segir Marína Ósk. Ákvað að taka áhættu Tónlistin á plötunni er órafmögn- uð og hvert lag tekið upp í heilum tökum. Spurð hvers vegna hún hafi valið að fara þá leið segist Marína Ósk vera undir áhrifum djassins. „Sú tónlist sem hefur haft hvað dýpst áhrif á mig er tónlist sem er fullkomlega ófullkomin og mannleg og uppáhaldsplöturnar mínar eru gamlar djassplötur þar sem brak í gólfi og mistök heyrast á upptök- unum. Ég ákvað að taka áhættuna og taka sönginn upp í sama rými og á sama tíma og hljóðfæraleikararnir og leyfa tónlistinni að taka þá stefnu sem hún vildi í hverri töku,“ segir Marína Ósk. Flytjendur með henni á plötunni eru Mikael Máni Ásmunds- son á rafgítar, orgel og fleira, Lito Mabjaia á rafbassa, Ásgeir J. Ás- geirsson á kassagítar, Þorvaldur Halldórsson á trommur og Rakel Pálsdóttir og María Magnúsdóttir sem syngja bakraddir. Ljósmynd/Sigga Ella „Fullkomlega ófullkomin“ tónlist  Athvarf er fyrsta sólóplata Marínu Óskar  Tónlistin alltaf verið griðastaður tónlistarkonunnar  Fór að semja lög um það sem róaði hana  Hafði þörf fyrir að flytja persónulegra efni en áður Safna kröftum „Alveg frá því ég var krakki hef ég leitað í tónlist til að hvíla mig, safna kröftum og leita lausna,“ segir Marína Ósk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.