Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 32

Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is K ristófer Ásmundsson var nýútskrifaður matsveinn frá FB og með splunku- nýtt stúdentspróf þegar Ásmundur faðir hans, og fjölskylda, eignaðist fiskbúð í Net- hyl um miðjan 10. áratuginn. „Þetta var erfiður tími í efnahagslífi þjóð- arinnar, niðursveifla og atvinnu- leysi, og í miðri atvinnuleitinni sér pabbi þessa fiskbúð auglýsta í árs- byrjun 1994,“ segir Kristófer sem, eins og góðum syni sæmir, tók sér stöðu við hlið föður síns á bak við fiskborðið. „Ég ætlaði bara að stoppa hérna í þrjú ár og stóð hugur minn til þess að fara í frekara mat- reiðslunám og læra kokkinn,“ segir Kristófer söguna en árið 2000 varð úr að gefa fiskbúðinni nýtt nafn: Gallerý fiskur. Kristófer undi sér vel sem fisk- sali, en árið 2002 fengu feðgarnir nýtt tækifæri upp í hendurnar þeg- ar pitsustaður í sama húsi hætti rekstri. „Við tókum við þessu lausa húsnæði og opnum þar veitingastað með áherslu á sjávarrétti, en það var alltaf langtímamarkmiðið, og ástæðan fyrir nafnabreytingunni á fiskbúðinni, að opna hádegisstað sem við gætum rekið samhliða.“ Ofarlega á Tripadvisor Þeim Kristófer og Ásmundi hefur gengið prýðilega að halda fiskbúð- inni og veitingastaðnum gangandi og er nú svo komið að Gallery fiskur er í þriðja sæti á lista Tripadvisor yfir besta sjávarréttastaðinn í Reykjavík. Er það ekki lítið afrek, og heilmikill gæðastimpill en mat- argestum verður það fljótlega ljóst að Kristófer leggur mikinn metnað í matargerðina án þess að fara út í öfgar. „Stefán Sigurðsson, veit- ingamaður í Perlunni, lýsti matseld- inni kannski best þegar hann sagði: „Gallerý fiskur; það er bara – haltu kjafti og fáðu þér fisk,““ segir Krist- ófer og hlær dátt en skammtarnir eru vel útilátnir, umhverfið á veit- ingastaðnum heimilislegt og um- gjörðin í senn hlýleg og fábrotin. Spurður hvernig það fer saman að reka fiskbúð og veitingastað segir Kristófer að hann geti m.a. leyft sér að hafa meira framboð af fiskréttum á matseðlinum. „Fiskur er við- kvæmara hráefni en kjöt til geymslu og verður að passa vandlega upp á að geyma fiskinn sem næst 0-1°C. Á veitingastöðunum er því alltaf hætta á að hráefnið fyrnist ef matseðillinn er stór og með mörgum fiskréttum en þar sem ég er með fiskbúðina undir sama þaki get ég bætt við fiski í eldhúsið eins og þarf og boðið upp á tíu fiskrétti að staðaldri á móti þremur kjötréttum á meðan hlut- föllin eru yfirleitt öfug hjá öðrum veitingastöðum.“ Þá bætir það ekki miklu við starfsmannahaldið að samtvinna fiskbúð og veitingastað. Kristófer hefur matráð sér til liðsauka til að sinna bæði matseld og fiskbúð og ef mikið er að gera má færa fólk frá fiskbúðinni yfir á veitingastaðinn. „Í raun og veru er þjónustufólkið eina viðbótin við starfsfólkið fiskbúðinni. Ein kemur til að þjóna til borðs hjá mér í hádeginu og svo eru tvær sem standa vaktina á kvöldin frá 5 til 10 enda enginn annar í húsinu,“ segir Kristófer en boðið er upp á hádegis- og kvöldverð alla virka daga og kvöldverð á laugardögum. Hverfisstaður á kvöldin Annar taktur er á starfsemi veitinga- staðarins en ef Gallerý fiskur væri niðri í bæ og nefnir Kristófer til dæmis að árið 2012 hafi feðgarnir þurft að draga saman seglin og hætta að bjóða upp á mat á kvöldin. „Við fundum greinilega fyrir nið- ursveiflunni í efnahagslífinu og nut- um ekki góðs af fjölgun ferðamanna með sama hætti og staðirnir niðri í bæ,“ segir Kristófer en aftur var byrjað að bjóða upp á kvöldmat árið 2017. Á daginn er Gallerý fiskur vinsæll hádegisverðarstaður hjá starfsfólki vinnustaðanna í nágrenninu og á kvöldin verður hann að hverfisveit- ingastað fyrir íbúa svæðisins. „Ferðamennirnir koma svo til okkar á leið sinni í og út úr bænum, ýmist í síðbúinn hádegisverð eða snemmbú- inn kvöldverð.“ Hvað er það svo sem gerir gæfu- muninn í matseldinni? Kristófer seg- ir smjörið ómissandi en líka gott að elda fiskinn rólega, hvort sem hann er steiktur á pönnu, soðinn í potti eða bakaður í ofni. „Það þarf t.d. ekki að hafa bullandi suðu á vatninu þegar fiskur er soðinn og nóg að láta hann krauma á 75-80°C eða þar um bil sem er rétt svo nóg til að nokkrar loftbólur komi upp úr pottinum. Svo á sú þumalputtaregla alltaf við að þegar fólk er að elda fisk og heldur að hann sé ekki alveg tilbúinn, þá er hann tilbúinn.“ Þegar kemur að pönnusteiktum fiski fylgir Kristófer öllum reglunum hér að ofan og brúnar fiskinn fyrst af öllu á pönnu. „En svo læt ég fiskbit- ann hvíla sig inni í ofni við um 150°C í kannski 7-8 mínútur eftir stærð og þannig verður hann miklu safaríkari en ef ég ætlaði að láta hann steikjast alveg í gegn á pönnunni.“ „Haltu kjafti og fáðu þér fisk“ Hjá Gallerý fiski hefur tekist vel að tvinna sam- an rekstur fiskbúðar og veitingastaðar og hjálp- ar m.a. til að hafa breitt úrval fiskrétta á mat- seðlinum. Morgunblaðið/Eggert Veitingastaðurinn hefur hitt í mark bæði hjá ferðamönnum og heimamönnum. Það reyndist fara mjög vel saman að reka fiskverslun og sjávarréttastað. „Það þarf ekki að hafa bull- andi suðu á vatninu þegar fiskur er soðinn,“ segir Kristófer og mælir með því að fiskur sé eldaður rólega. 1,2 kg stórlúðusteikur 2-3 msk. hveiti eða annað mjöl til að steikja upp úr 1 rauðlaukur 100 g möndlur 1 sítróna, bæði rifinn börkur og saf- inn ríkmannlega af smjöri Aðferð: Hveiti sáldrað yfir lúðuna og hún brúnuð í smjöri á pönnu. Látin hvíla í ofni við 150°C í 8-9 mínútur. Bætið smjöri á pönnuna og brúnið (ljóst), leyfið lauknum og möndl- unum að krauma í nokkrar mínútur og bætið sítrónuberki og -safa í rétt áður en sósan er klár. Salt og pipar á víð og dreif eftir smekk. Timíansmælki: 500 g rauðar kartöflur 2 msk. salt 1 msk. timían Aðferð: skerið til helminga kartöfl- urnar (í fjóra hluta ef stórar) og sjóðið með salti og kryddi í 15-20 mínútur þar til þær eru soðnar. Veltið þeim svo úr ólífuolíu eða smjöri á pönnu og leyfið aðeins að brúnast. Dálítið af parmesanosti gerir gæfumuninn. Steikt spraka 8-900 g skötuselur 300 g tómatar maukaðir/saxaðir 2 hvítlauksgeirar ½ laukur 2 stilkar sellerí ½ rauð paprika 2 penar gulrætur 150 g smjör 2-3 msk. sojasósa (kikkoman) 1 msk. hunang 1 geiri hvítlaukur 1 cm (1 tsk.) engifer ½ laukur 1⁄4 búnt steinselja ½ eggaldin ½ kúrbítur Aðferð: Skötuselur snyrtur og skor- inn í ca 2 cm sneiðar, brúnaður á pönnu, látinn hvíla í 150°C í ca. 7 mín. Concassé: Allt grænmetið skorið í netta teninga og svitað í olíu í potti, tómötum bætt út í og látið malla við lágan hita í 20 mín. Bragðbætt með salti og pipar. Einn- ig má bæta í timían eða majoram (kryddmæru). Sojasmjör: smjör látið brúnast í potti (ljósbrúnt) lauk bætt í og leyft að krauma 3-4 mínútur, tekið af hitanum og restinni bætt út í. Eggaldin og kúrbítur skorin eftir smekk í frekar stærri en minni bita/sneiðar og brúnuð á pönnu. Salt og pipar eftir smekk hér og þar í ferlinu. Skötuselur á tómat- concassé, með eggaldini, kúrbít og sojasmjöri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.