Fréttablaðið - 30.11.2002, Page 6

Fréttablaðið - 30.11.2002, Page 6
ÞJÓÐSKRÁ „Það var hringt í mig frá Hagstofunni fyrir nokkrum árum og ég spurð hvort þeir mættu stytta millinafn mitt niður í einn staf. Ég sagði nei en þeir styttu samt,“ segir Hrafnhildur Hanna Þorgerðardóttir bókasafnsfræðing- ur um þá meðferð sem nafn hennar fékk í þjóðskrá. Eins og Fréttablað- ið greindi frá í gær er þriggja ára stúlka á Neskaup- stað sem ekki fær inni í þjóðskrá með nafn sitt af því að það er einu stafabili lengra en kerfið samþykk- ir. Stúlkan, sem heitir Sveinbjörg Dione Steinþórsdóttir, er enn skráð sem Stúlka Steinþórsdóttir vegna þess að foreldrar hennar hafa neit- að fallast á annað en að hún verði skráð undir fullu nafni. Faðir Svein- bjargar Dione, Steinþór Michelsen, bakari á Neskaupstað, hefur í rúm tvö ár barist fyrir því að þjóðskráin tæki upp nafn dótturinnar en ekki haft árangur sem erfiði vegna þess að einu stafabili munar á því að nafnið sleppi innan rammans. Hrafnhildur Hanna segir að bæði móðir hennar og amma hafi lent í því sama. Móðir hennar heitir Þorgerður Stefanía Guðmundsdótt- ir, sem ekki sleppur inn í þann kvóta stafabila sem þjóðskráin leyfir. „Það var hringt í mömmu og hún spurð hvort fella mætti niður milli- nafnið og setja aðeins S í staðinn. Mamma féllst á þetta en síðar kom í ljós að þeir felldu nafnið alveg út en settu ekki einu sinni skammstöfun- ina. Hún fékk essið aftur eftir mik- ið þras,“ segir Hrafnhildur Hanna. En saga mæðgnanna er ekki öll því amma Hrafnhildar Hönnu lenti í því sama og kerfi Hagstofunnar henti millinafni hennar sem hún hafði notað sem aðalnafn. Amma Hrafnhildar Hönnu heitir Þuríður Ingibjörg Sigurðardóttir en einn góðan veðurdag var hún einfaldlega Þuríður Sigurðardóttir í þjóð- skránni. „Þegar amma fór á elliheimili vakti það athygli mína að fólkið þar kallaði hana Þuríði en ekki Ingu eins og hún hafði ævinlega verið kölluð. Við eftirgrennslan kom í ljós að búið var að henda út Ingibjargar- nafninu og í kerfinu hét amma að- eins Þuríður og þannig var það í hennar nýju heimkynnum. Ingi- björg amma hét allt í einu Þuríður á elliheimilinu,“ segir Hrafnhildur Hanna. Hún segist hafa barist fyrir því að nafn hennar færi rétt í þjóð- skrá en ekki haft erindi sem erf- iði. „Nafnið er mér heilagt og ég er mjög ósátt við þessa meðferð. Ég mun berjast fyrir því að halda báð- um nöfnum inni,“ segir Hrafnhildur Hanna Þorgerðardóttir, ein þeirra sem eru með of langt nafn til að þjóðskráin samþykki það. rt@frettabladid.is 6 30. nóvember 2002 LAUGARDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR „Ingibjörg amma hét allt í einu Þuríður á elliheimil- inu.“ Skipulagsstofnun fellst á tvöföldun Reykjanesbrautar: Þrenn mislæg gatnamót og fjórar akreinar UMHVERFISMÁL Skipulagsstofnun hefur fallist á fyrirhugaða tvö- földun Reykjanesbrautar frá Fífuhvammsvegi í Kópavogi að Álftanesvegi í Garðabæ. Telur stofnunin að framkvæmdin muni ekki hafa í för með sér um- talsverð umhverfisáhrif. Reykjanesbrautin verður breikkuð úr tveimur akreinum í fjórar á þessum kafla og byggð þrenn ný mislæg gatnamót. Stefnt er að því að hefja fram- kvæmdirnar á næsta ári og er kostnaður áætlaður um 1,9 milljarðar króna. Skipulagsstofnun telur að helstu umhverfisáhrif fyrirhug- aðra framkvæmda verði á hljóð- vist í aðliggjandi íbúðahverfum. Með mótvægisaðgerðum, þ.e. gerð hljóðvarna, minnki hljóð- stigið hins vegar og verði í sam- ræmi við gildandi reglur. Stofn- unin telur að framkvæmdin muni hvorki hafa veruleg áhrif á loftgæði né gróðurfar eða fuglalíf. Sjónræn áhrif verði hins vegar töluverð en draga megi úr þeim með því að fella mislæg gatnamót eins og kostur er að landslagi. Kæra má úrskurð Skipulags- stofnunar til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 3. janúar á næsta ári. ■ SKIPULAGSSTOFNUN Helstu umhverfisáhrif fyrirhugaðra framkvæmda verða á hljóðvist í aðliggjandi íbúðahverfum. Hagstofan þurrkaði út nöfn þriggja ættliða Hagstofan spurði Hrafnhildi Hönnu Þorgerðardóttur hvort stytta mætti millinafn hennar. Hún neitaði en samt var stytt. HRAFNHILDUR HANNA ÞORGERÐARDÓTTIR Berst fyrir því að fá bæði sín nöfn inn í þjóðskrá. Móðir hennar og amma hafa lent í því sama og nöfn þeirra hafa týnst. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Efling upplýsingatækni á landsbyggðinni: Samkeppni um rafrænt samfélag UPPLÝSINGASAMFÉLAGIÐ „Því miður er það svo að upplýsingasamfé- lagið hefur átt erfiðara uppdrátt- ar úti á landi en í þéttbýlinu fyrir sunnan og er brýnt að bregðast við því. Ég hef því ákveðið að hrinda í framkvæmd verkefni til að rétta hlut landsbyggðarinnar og verður reynsluverkefni er nefnist „rafrænt samfélag“ hleypt af stokkunum innan fárra vikna,“ sagði Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráðherra í ávarpi sínu á opnum fundi um orkumál og iðnaðartækifæri á Húsavík. Tvö byggðarlög á starfssvæði Byggðastofnunar verða valin í kjölfar samkeppni til að þróa og prófa aðferðir sem aðrir geta tek- ið sem fyrirmyndarlausnir við eflingu atvinnulífsins, til að bæta menntun og menningu og efla lýð- ræðið. Áætlað er að 140 til 160 milljónum króna verði varið til verkefnisins á næstu þremur til fjórum árum. ■ Hæstiréttur Íslands: Ábúendur dæmdir af jörð DÓMSMÁL Ábúendum á Búrfelli í Borgarfjarðarsveit ber að víkja af jörð sinni og greiða sveitarfélaginu 2,7 milljónir króna vegna vangold- innar húsaleigu, greiðslu lána og opinberra gjalda. Hæstiréttur Ís- lands staðfesti þar með dóm Hér- aðsdóms Vesturlands frá því í febr- úar. Jörðin var í eigu ábúenda þar til 1993 er Stofnlánadeild landbún- aðarins keypti hana á nauðungar- sölu. Hálsahreppur, nú Borgar- fjarðarsveit, keypti jörðina af Stofnlánadeildinni. Hreppurinn gerði ábúðarsamning við ábúend- urna sem sagt var upp árið 1999, þar sem ábúendurnir höfðu ekki staðið við hann. Ábúendurnir neituðu hins vegar að víkja af jörðinni. Tvisvar var reynt að ganga til samninga við fjölskyldu ábúenda um kaup á jörð- inni en í hvorugt skiptið var staðið við gerðan kaupsamning. ■ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Efnir innan tíðar til samkeppni meðal sveitarfélaga á landsbyggðinni um þróunarverkefni í upplýsingatækni. VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 46 1. 2. 3. Guðmundur Sesar Magnússon hefur látið að sér kveða um málefni ungra fíkniefnaneyt- enda. Hann er frumkvöðull að stofnun landssamtaka foreldra barna og unglinga sem lent hafa í klóm fíkniefna. Hvað kallast þau? Þetta bæjarfélag á Íslandi vildi krókódíla og strúta en fékk ekki. Núna vilja íbúar þess fá til sín lamadýr. Hvað heitir bær- inn? Hver er aðalhöfundur bókar- innar Ísland í aldanna rás? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 86.04 -0.17% Sterlingspund 133.44 -0.17% Dönsk króna 11.51 -0.07% Evra 85.44 -0.11% Gengisvístala krónu 128,17 -0,02% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 369 Velta 8.095 m ICEX-15 1.325 0,15% Mestu viðskipti Sæplast hf. 201.815.831 Eimskipafélag Íslands hf. 162.145.298 Pharmaco hf. 141.841.019 Mesta hækkun Haraldur Böðvarsson hf. 7,32% SÍF hf. 6,98% SR-Mjöl hf. 6,45% Mesta lækkun Þormóður rammi-Sæberg hf. -9,09% Fiskmarkaður Íslands hf. -2,86% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. -2,21% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8921,1 -0,1% Nsdaq*: 1484,5 -0,2% FTSE: 4165,3 -0,5% DAX: 3320,9 0,5% Nikkei: 9215,6 0,4% S&P*: 938,5 0,0% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 RÁÐIST Á KARLMANN Ráðist var á karlmann fyrir utan veitinga- stað í miðbæ Reykjavíkur í fyrri- nótt. Hann segir árásarmennina hafa vera tvo. Þeir lögðu á flótta eftir árásina. Lögreglan flutti manninn á slysadeild og fékk hann að fara heim að skoðun lok- inni. Fantarnir hafa ekki fundist. HAUKARNIR SVEIMA Haukþing, sem er eignarhaldsfélag í eigu Skeljungs, Burðaráss og Sjóvár- Almennra keypti í gær 6,28% hlut í Sjóvá-Almennum. Þetta er önnur stórfjárfesting Haukþings. Fyrri fjárfesting félagsins var í Skeljungi. Nokkur barátta hafði verið um bréf Skeljungs eftir töluverð kaup Kaupþings í félag- inu. VIÐSKIPTI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.