Fréttablaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 26
Ísland varð til í Höfn,K a u p m a n n a h ö f n .Helstu áhrifavaldar
okkar í gegnum aldirnar
ólu hér manninn. Sjálfur
Jón Sigurðsson - sem við
keppumst við að hylla í
greinum og bókum (ævi-
sagan að koma út) - kom
hingað út rúmlega tvítug-
ur og flutti ekki tilbaka
fyrr en hann var allur og
hóf eilífan búskap í
kirkjugarðinum við
Suðurgötu í Reykjavík.
Það er meira að segja
opinbert að ástæðan
fyrir því að hann fór
utan til að byrja með
var að eftir stúdents-
próf fór hann að vinna
hjá Steingrími biskupi
Jónssyni og fékk þar
áhuga á íslenskum
fræðum og dreif sig til
Danmerkur. Af þeirri
einföldu ástæðu að ís-
lensk fræði voru í Dan-
mörku ásamt öllum
okkar menntamönnum,
öllum okkar menning-
ararfi, handritunum.
Meiri áhugi
á Vesturförum
Og fólk hefur áhuga á
þessu. Jú, jú. Einhverj-
ir lesa Dægradvöl eftir
Benedikt Gröndal og
vitna í ljóð Jónasar
H a l l g r í m s s o n a r.
Hvert einasta þjóð-
skáld seinni tíma hef-
ur í það minnsta litið
hérna við en samt
hefur það verið held-
ur dapurlegt undan-
farin ár og áhuginn
hefur dvínað. Við
höfum heldur aldrei
verið neinar hetjur í
Danmörku (allavega
ekki sem fólk man
eftir hér í landi) og ef
forseti Íslands kíkir í
heimsókn má hann telj-
ast heppinn ef hann fær
einhverja athygli frá
öðrum en Íslendingum.
En ef óbreyttur leikmaður
flýgur til Kanada tekur borgar-
stjórinn í Gimli á móti honum og
þar eru af okkur styttur og ég veit
ekki hvað og hvað. Enda situr
Böðvar Guðmundsson hérna í
Danmörku og skrifar sögu vest-
urfaranna. Sem er í raun ótrúlegt
en það virðist vera meiri stemmn-
ing fyrir vesturförunum þessi
misserin og því veit ég stundum
ekki hvað ég er að vilja í Köben.
Líður eiginlega eins og ég sé í það
minnsta hundrað árum of seinn í
eitthvað partí sem breytti Íslandi
og skóp okkur í þeirri mynd sem
við erum í dag. Ja, seinna geta
menn ekki mætt.
Jón í Jónshúsi
En Jónshús er í Kaupmannahöfn
og staðarhaldarinn þar heitir
Jón (nei, krakkar, húsið heitir
ekki í höfuðið á honum? náiði í
pabba og mömmu og látið þau
útskýra þetta fyrir ykkur) Run-
ólfsson. Ég fór að hitta hann til
að fá botn í það hvort ég væri
alltof seinn og hvort það væri
kannski farið að henda út úr
þessu partíi. Manni finnst það
allavega þegar maður heyrir
fréttir af Fasistaflokkum sem fá
metfylgi í þessu landi sem við
deildum höfuðborg með í 500 ár.
Hvað hefur fólk að sækja
hingað, Jón, ef við erum í raun
100 árum of sein og búið að flyt-
ja handritin heim og ég veit ekki
hvað og hvað?
„Þetta er nú ekki alveg svo
einfalt,“ hlær Jón, þessi við-
kunnanlegi maður sem heldur í
raun uppi heiðri Jóns Sigurðs-
sonar með fádæma gestrisni.
„Fyrst og fremst verðum við að
vernda söguna okkar. Það er svo
mikils virði að við höldum í
þessa vitneskju sem býr í þess-
ari borg. Hér gerðust þýðingar-
miklir hlutir. Heilu hverfin
hérna eru með íslenskum götu-
heitum og þú getur ekki gengið
um eina einustu götu hérna í
miðbænum öðruvísi en að þarna
hafi þetta eða hitt gerst og haft
afdrifarík áhrif heima á Íslandi.
Íslandssaga í hverju einasta
húsi! Kamban var skotinn hérna
í næstu götu og ef þú gengur í
hina áttina geturðu séð kvistina
sem Jóhann Sigurjónsson og
Gunnar Gunnarsson sátu undir
þegar sá síðarnefndi þýddi
Fjalla-Eyvind.“
Jú, jú. Sagan er hérna en
þetta staðfestir í raun að partíið
sé búið og eina leiðin til að þríf-
ast hérna er eflaust að leyfa
Dönunum að breyta manni í
Dana. Það er allavega ekki
ósjaldan sem þeir spyrja hvort
maður tali nú ekki örugglega
dönsku við börnin sín.
„Það er ekki hægt að breyta
okkur í Dani,“ fullyrðir Jón við
illskuna í mér. „Í raun miklu erf-
iðara núna í dag. Það er flogið
hingað þrisvar á dag frá Íslandi
og fólk er á internetinu og með
gemsana að senda SMS og það
er ekkert alltof dýrt
að hringja heim.
Þetta er allt öðruvísi
en þegar ég var hér
við nám ‘70-’75.“
Bannað
að trúa á Óðin
Já, það hefur nú
margt breyst á þess-
um árum, er það
ekki?
„Það var meiri
kraftur í Íslending-
um þá. Þeir voru
virkari í pólitíkinni
og hugsuðu mikið
heim. Hér mættust
líka Trotskíistar og
Lenínistar og Maóist-
ar og rifust reglu-
lega. Ég man líka eft-
ir húsfylli þegar ræða
átti landhelgismálin,“
útskýrir Jón í Jóns-
húsi og bætir við að í
dag sé auðveldlega
hægt að fylla húsið
þegar lesið er upp úr
íslenskum bókum,
haldnir tónleikar eða
fótbolti sýndur á
breiðtjaldi í gegnum
gervihnött.
Þú hefur þá verið
hérna þegar byrjað
var að senda handrit-
in heim?
„Já. Og mér virtist
nú hinum almenna
Dana vera alveg
sama um menningar-
arfinn okkar. Það
voru allavega fáir
sem fylgdust með
þessu og hinn venju-
legi Dani veit and-
skotann ekkert um
eigin sögu. Um dag-
inn var ég hérna með
menntaskólanema,
danska, og það erfið-
asta við að útskýra
eitthvað fyrir þeim
var að þeir tengdu
ekki við neitt sem ég
sagði því að grunn-
vitneskja um eigin
sögu er ekki til stað-
ar. Og ég ræddi þetta við
kennarann þeirra og hún
sagði mér að þetta væri
hræðilegt og ætti sér langa
sögu. Tók sem dæmi að
bróðir hennar, sem er að-
eins eldri en hún, lærði nor-
rænu eða forníslensku í
skóla en þegar hún kom var
búið að leggja þá kennslu
niður. Svo þeir eru í voða-
lega litlum tengslum við
uppruna sinn. Vita ekkert
um ásatrú eða goðafræði
eða neitt slíkt.“
Og vilja ekki vita neitt
um þetta. Ásatrú er meira
að segja ólögleg í þessu
landi. Við hlæjum að því,
við Jón. Enda er það meiri
vitleysan. Bannað að trúa á Óðin
og Þór í Danmörku.
6000 Íslendingar
Fyrir utan að sjá Íslendingum í
Danmörku fyrir fréttum af jóla-
bókaflóði og halda okkur kristn-
um er Jónshús auðvitað félags-
heimili. Heldur Íslendingum
edrú (því miður kannski? því
þetta voru allt bölvaðar fylli-
byttur, snillingarnir okkar) með
AA-fundum og veitir drykkju-
ekkjum og -ekklum sálarhjálp í
formi Al-anon. En enginn er
menningararfurinn hér. Nokkur
handrit að fjöldaframleiddum
skáldskap á bókasafninu. Vissu-
lega vinsælt fyrir Íslending í út-
löndum en ekki nóg fyrir fólk
sem uppgötvar eftir
þriggja ára dvöl í
landinu að það sé
hundrað árum of seint
í besta partí sem Ís-
land hefur haldið á er-
lendri grund.
Hverjir eru það
sem flytja til Kaup-
mannahafnar, Jón?
„Hér búa sex þús-
und Íslendingar. Og
svo er dágóður fjöldi
fólks, Íslendingar,
hérna sem hefur
danskan ríkisborg-
ararétt. Mikill hluti
af þessu fólki er
námsfólk og það er
að aukast mikið að Ís-
lendingar mennti sig
hér. Þetta dróst sam-
an eftir að Háskóla-
kerfið breyttist. En
þegar ég var ungur
var það hreinlega
þannig að þú tókst
grunninn í til að
mynda verkfræði
heima, en kláraðir í
Höfn. Þetta breyttist
fyrir mörgum árum
og þá virtist fólk vilja
fara allt annað en til
Danmerkur í nám en
núna er þetta orðið
vinsælt aftur,“ segir
Jón og telur ástæð-
una fyrir þessari
breytingu vera að
skólarnir hér séu
ókeypis en úti í heimi
sé mikið af rándýrum
skólum.
Hvað með rasis-
mann?
„Það er kostur að
við lítum út eins og
Danir. Maður hefur
samt velt þessu fyrir
sér. Þessi umræða
hérna um útlendinga
náði algleymi í síð-
ustu þingkosningum
og menn unnu fylgi ef
þeir settu þessi mál á
oddinn. Svo er bara
að sjá hvort þetta
hverfi eða aukist.
Það veit enginn í
augnablikinu,“ segir
Jón og við pirrum
okkur á því aðeins.
Baktölum Dani eitt-
hvað smá, en það
hlýtur að vera skilj-
anlegt því strax og þú
lendir á Kastrúp, al-
kominn, finnst þér
eins og þú sért kom-
inn á þitt annað heim-
ili. Að þú sért ein-
hvern veginn heima
en samt í útlöndum.
Afar okkur ólust upp
með Kaupmannahöfn
sem sína höfuðborg.
En þú gleymir því
öllu um leið og þú
andar að þér röku
meginlandsloftinu vegna þess
að Dönum er nákvæmlega sama;
útlendingur er útlendingur.
Turninn heim
Ég rýk út frá Jóni með þessar
hugsanir fastar í mér. Okkur líð-
ur eins og við séum hluti af sögu
Danmerkur en hér eru allir
löngu búnir að gleyma því. Jón
kunni góða dæmisögu um hversu
gleymd sameiginleg saga okkar
er að verða. Hann fór á fyrirlest-
ur hjá Vigdísi Finnbogadóttur í
Norræna húsinu í Lyngby og þar
var húsfyllir. En hann var yngsti
maðurinn á svæðinu. Fólk yngra
en 70 hefur ekki áhuga á tengsl-
um Danmerkur og Íslands. Eldra
fólkið náði líka í rassgatið á ís-
26 30. nóvember 2002 LAUGARDAGUR
Mikael Torfason rithöfundur uppgötvaði, eftir þriggja ára dvöl í kóngsins Köbenhávn, að hann væri eflaust í það minnsta 100 árum of
seinn í besta partí Íslandssögunnar. Hann var þó ekki viss og flakkaði um bæinn í leit að tilganginum með því að búa í Kaupmannahöfn
eins og stórskáldin og „óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur“ Jón Sigurðsson.
TUBORG-VAGNINN
Er án efa líka 100 árum of seinn í þetta
Íslendingapartí.
DANSKI VERKAMAÐURINN
Hafði ekki hugmynd um hvaða þýðingu
Garður hefur fyrir Ísland.
JÓN Í JÓNSHÚSI RUNÓLFSSON
„Fyrst og fremst verðum við að vernda
söguna okkar.“
MIKAEL TORFASON
Mætti 100 árum of seint á bjórkrána sem
hýsti öll okkar stórmenni.
MINNING
Teikning Örlygs Sigurðssonar í minningu um
„gleði sem er löngu liðin“.
SÍVALITURNINN
Borguðum fyrir hann og ættum að biðja um að hann
verði sendur heim.
KAUPMANNAHÖFN SÉÐ OFAN ÚR SÍVALATURNINUM
Hann var víst byggður fyrir íslenska peninga. Kannski ættum við
að biðja um hann heim núna þegar handritin eru loks komin.
Ásatrú er
meira að
segja ólögleg
í þessu landi.
Við hlæjum af því, við Jón.
Enda er það meiri vitleysan.
Bannað að trúa á Óðin
og Þór í Danmörku.
,,
100 árum of seinn