Fréttablaðið - 30.11.2002, Page 27

Fréttablaðið - 30.11.2002, Page 27
Fákafeni 11 • 108 Reykjavík Sími 568 9120 • Fax 568 9117Fersk blóm, skreytingar og gjafavörur Opið mán.–mið. kl. 10–21, fim.–lau. kl. 10–22 og sun. kl. 11–21 Heitt kakó og pipar köku r á sunn udag inn Aðventuskreytingar og jólastjörnur í miklu úrvali. Kíktu inn og þú kemst í jólaskap. Aðventuhelgi í Dalíu LAUGARDAGUR 30. nóvember 2002 lenska partíinu. Var þarna rétt áður en þeir slökktu ljósin. Þannig gengur maður nafn- laus um borgina. Kemur við á Garði og þar er verið að gera við allt. Verkamennirnir segja mér að þeir viti allt um Ísland og hverinn (eiga við Geysi) og lofts- lagið og veðrið og Björk. Þeir vita samt ekki hvaða þýðingu Garður hefur fyrir okkur eða að sívaliturninn sem sést frá lindi- trénu í garðinum var byggður fyrir íslenska peninga. Við ætt- um að biðja um að fá hann hrein- lega heim núna eftir að þeir hafa loksins skilað handritunum. Fínt útsýni úr honum og þeir vita ekki einu sinni að við gáfum þeim hann. Og ekki er hann merktur okkur. Nei, Kristján tíundi er lof- aður í hástert á platta á veggnum en hvergi minnst á Ísland eða Ís- lendinga. „Þeir eru löngu dauðir“ Demant íslenskrar sögu í Kaup- mannahöfn er auðvitað að finna á Hvids Vinstue. Hér sátu allir sem glasi gátu lyft og drukku í sig andann. Eyddu heilu ævidög- unum hérna og dóu svo á heim- leiðinni. Þeir voru auðvitað heilsudaprir og ég hef nú þá kenningu að það hafi ekki endi- lega verið ólifnaður. Rakt lofts- lagið á auðvitað ekki við Íslend- inga og ég er til dæmis með eyrnabólgu hérna á haustin og læknast yfirleitt ekki fyrr en ég kem heim um jólin. Svo það er ekki furða þótt óskabörn Íslands hafi hrunið hér niður hægri vin- stri út síðustu aldir. „Ertu að koma til að skoða myndina?“ spyrja barþjónarnir á Hvids Vinstue, sem ekkert hefur breyst síðan 1723, þegar ég segi þeim að ég sé frá Íslandi og að þessi krá hafi mikla þýðingu í okkar sögu. Og ég svara því auð- vitað játandi að hingað sé ég kominn til þess eins að skoða ein- hverja mynd. „Við erum búnir að henda henni. Þeir eru löngu dauðir, þú veist það?“ Ha? „Nei, hún er þarna inni í horni.“ Barþjónarnir hlæja. Myndin er teikning Örlygs Sigurðssonar (teiknuð 1978) af Jónasi Hallgrímssyni, Jóhanni Sigurjónssyni, Árna Pálssyni prófessor og Sverri Kristjáns- syni sagnfræðingi. Ekki beint samtímamenn eða félagar en þeir sitja þarna á myndinni og sulla í bjór úti í horni. Lítið borð og tveir stólar fyrir þessa Íslend- inga sem slysast hingað inn í leit að eigin sögu, upphafinu. Enn ein staðfestingin á því að ég er hund- rað árum of seinn og á myndinni stendur: „Gleði sem löngu er liðin / lifnar í sálu minni.“ ■ Hér sátu allir sem glasi gátu lyft og drukku í sig andann. Eyddu heilu ævidögunum hérna og dóu svo á heimleiðinni. ,,

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.