Fréttablaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 30
Fyrrverandi eiginmaður Elínar er frá Bandaríkjunum og kynntist hún honum á Íslandi þar sem hann starfaði. Féll hún strax fyrir þess- um mikla sjarma eins og hún orð- ar það sjálf. Elín ákvað að flytja með honum til Bandaríkjanna. Hún segir þessa ákvörðun stærstu mistök í lífi sínu. Lifði í stöðugum ótta um líf sitt Fljótlega kom í ljós að maður- inn á við geðræn vandamál stríða. Hann beitti hana ofbeldi og lokaði hana frá umheiminum. „Ég óttað- ist stöðugt um líf mitt og var föst milli steins og sleggju. Ég komst ekki heim aftur af því að ég átti ekki fyrir fargjaldinu og þurfti að bíða eftir atvinnuleyfi í heilt ár. Á meðan lifði ég stöðugum ótta.“ Elín var einstæð móðir þegar hún kynntist fyrrverandi manni sín- um. Fluttist dóttir hennar með henni til Bandaríkjanna. Fljótlega sá Elín að maðurinn var farinn að snúa sér að dótturinni. Í mikilli skelfingu ákvað hún að koma barninu heim til Íslands og eina leiðin til þess var að gefa hana frá sér í fóstur. „Ég varð að setja vel- ferð dóttur minnar á oddinn. Þetta var ekki auðveld ákvörðun en sú eina sem ég gat gert í stöðunni. Dóttir mín varð óhult.“ Elín fór frá manninum um leið og hún var komin með atvinnu- leyfi í hendurnar. Hann hélt áfram að ofsækja hana og tveim- ur árum eftir skilnaðinn gekk hann skrefinu lengra og nauðgaði henni. Í kjölfarið varð hún ólétt og eignaðist son árið 1992. „Ofsóknir mannsins míns fyrrverandi héldu áfram. Ég sá að ekkert lát yrði á og vissi að ég varð að komast heim eða enda í kistu.“ Á ákveðn- um tímapunkti þegar ofsóknirnar stóðu sem hæst ákvað Elín að koma heim í snatri. Það var í nóv- ember árið 1998. Endar ná ekki saman Eftir að Elín kom heim tók við erfitt tímabil að hennar sögn. Frá Bandaríkjunum kom hún með ít- arleg sjúkragögn sem sýndu m.a. lömun í hægri fæti eftir umferð- arslys sem hún lenti í árið 1987 Þá var hún greind með gigt og sjaldgæfan hjartasjúkdóm. Þurfti hún að fara í endurmat hér heima og það tók tíma. Elín var úrskurðuð 75% öryrki. „Eftir að ég kom heim og fór á öryrkja- bætur hrundi efnahagurinn. Ég bjó áður við þokkaleg kjör en í dag skrimti ég ekki.“ Í yfirliti sem Elín hefur í fórum sínum kemur í ljós að heildartekjur hennar eru rúmlega 119.000 krónur á mánuði. Af því greiðir hún 77.000 krónur í greiðsluþjón- ustu auk þess að greiða 13.400 krónur vegna skuldabréfaláns. Til viðbótar við þetta dregur hún fram álagningarseðil sem sýnir að hún eigi að borga 12.291 krón- ur til skattstjóra til áramóta vegna húsaleigubóta og búið sé að taka af henni barnabæturnar. Eftir standa rúmar sextán þús- und krónur. „Þá á ég eftir að kaupa mat út mánuðinn, bensín á bílinn og greiða lyfjakostnað.“ Máli sínu til stuðnings sýnir hún gögn sem sýna að lyfjakostnaður það sem af er þessu ári nemur rúmum 50.000 krónum. Hefur flúið undan syni sínum Sonur Elínar greindist með geðhvarfasýki sem m.a. brýst út í miklu ofbeldi. „Ég er að berjast við það að koma honum í grein- ingu á ný því stór hluti vanda- málsins er að hann fékk ekki rétta greiningu og þar af leiðandi ekki rétt lyf. Ég hef ekki komist að því biðlistar eru langir. Á meðan þjá- ist hann.“ Elín segir drenginn ekki þekkja muninn á réttu og röngu. Hún hafi kallað til lögreglu út af honum og þurft að flýja heimilið. „Þegar bræðin svo rennur af hon- um og hann horfir yfir eyðilegg- inguna sekkur hann í þunglyndi og vill binda enda á líf sitt.“ Elín hefur leitað eftir aðstoð til að fá stuðningsfjölskyldu fyrir son sinn. Hún hefur verð á biðlista í þrjú og hálft ár og er henni sagt að ástæðan sé veikindi drengsins. Hún segist vera komin að því að gefast upp og biður góðhjartað fólk að veita sér aðstoð með drenginn. Elín ræðir um hina misjöfnu afstöðu sem fólk hefur til öryrkja og það álit að öryrkjar séu ekki eins og annað fólk og forsendur þeirra til lífsins eigi að vera aðrar. „Ég veit sjálf að ég stend mig vel miðað við aðstæður og geri aðrir betur. Ég gefst aldrei upp og í dag berst ég fyrir tilverurétti mín- um.“ kolbrun@frettabladid.is 30 30. nóvember 2002 LAUGARDAGUR Ómar Ragnarsson Eitt sinn var Ómar að lýsa knatt- spyrnuleik í sjónvarpi og varð þá fóta- skortur á tungunni undir lok viðureignar- innar. Hann sagði: "Leiktíminn er alveg að renna út. Dómarinn er kominn með klukkuna upp í sig." Hörður Magnússon Gamli markahrókurinn úr FH, Hörður Magnússon, gegnir nú starf i íþrótta- fréttamanns á Stöð 2 og Sýn og á hann stundum athyglisverða málfarsspretti í knattspyrnulýsingum. Hér koma nokkrir þeirra: "Þarna sjáum við Houllier. Hann er glaður á bragðið." "Veron með fræga sendingu." "Það er mikil barátta um samkeppni í liðinu." Sagt um Liverpool. "Við gerum nú örstutt hlé og komum svo með síðari hálfleikinn fyrir handan." "Helmingur leikmanna félagsins eru uppaldir leikmenn." Um FH-liðið í knatt- spyrnu. Mismæli í beinni Heimir Már Pétursson: "Heilbrigðisráðherra tók ákvörðunina að höfðu samræði við lækna." Edda Andrésdóttir: "Og talandi um snáka, hingað er mættur Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, til að ræða um hrossasóttina." Kolfinna Baldvinsdóttir: "Lögreglan lagðist til atlögu seinni partinn í gær." Auðun Georg Ólafsson: "Kvennalistinn heldur áfram engum þingmanni." Steingrímur Ólafsson: "Á köldum klaka hefur fengið mjög góða dóna, afsakið ... dóma, í Noregi og Svíþjóð." Opnun Smáralindar Það var við opnun verslunarmiðstöðvar- innar Smáralindar á síðasta ári. Jóhanna Vilhjálmsdóttir, annar af umsjónar- mönnum þáttarins Ísland í bítið, var þarna viðstödd og varla hafði fyrstu gestunum verið hleypt inn í geimaldið þegar hún stökk á einn þeirra, vopnuð hljóðnema frá Stöð 2, og spurði - að sjálfsögðu í beinni útsendingu: "Ertu að koma hingað í fyrsta skipti?" Hauslausir Kóreumenn Jörundur Áki Sveinsson, knattspyrnu- þjálfari, var einn af fjölmörgum fótbolta- spekingum sem íþróttafréttamenn Stöðvar 2 og Sýnar höfðu sér til halds og trausts í lýsingum frá síðustu heims- meistarakeppni í knattspyrnu. Hafði hann vitaskuld margt til málanna að leggja, eins og þetta, sem skaust út úr honum í viðureign Suður-Kóreu og Póllands: "Þótt Kóreumennirnir séu höfðinu styttri þá eru þeir að vinna alla skallaboltana." JK Byrjandi í blaðamennsku, en nú þekkt sjónvarpspersóna, fékk það verkefni á Vísi að annast lesendabréf in. Dag nokkurn barst bréf frá manni sem hafði uppi skammir um Jónas Kristjánsson rit- stjóra vegna leiðaraskrifa. Blaðamaðurinn fór með bréfið inn til Jónasar og spurði hvort hann vildi hnýta einhverju svari aftan við bréfið. Jónas lofaði að athuga málið og láta blaðamanninn vita. Svo þegar Jónas komst í að lesa bréfið fannst honum ekki ástæða til að svara því í neinu, hripaði niður athugasemd þess efnis á lappann og lagði á borð blaða- mannsins. Þegar bréfið birtist í Vísi daginn eftir stóð undir því: "Þetta er tómt bull og ekki svaravert. JK" Augnaðgerðin Það var óhemju mikið að gera á Vísi í tengslum við alþingiskosningarnar 1979. Birtar voru myndir af öllum helstu fram- bjóðendum flokkanna um allt land og annaðist Jens úrvinnslu myndanna fyrir blaðið. Þurfti hann vitaskuld að lagfæra eitt og annað, svo að prentgæði þeirra yrðu sem best, og dó þá aldrei ráðalaus. Mitt í þessu kosningaamstri fékk Jens Alexandersson, ljósmyndari blaðsins, í hendur andlitsmynd af frambjóðanda úti á landi, sem virtist alls ekki nægilega vakandi yfir framboði sínu að mati ljós- myndarans, enda var annað auga hans lokað. Jens tók sig því til og "opnaði" það, vitaskuld með tækni þessa tíma. Skemmst er frá því að segja, að "upp- skurðurinn" tókst vel, en daginn sem þessi mynd birtist í Vísi voru símalínurnar hins vegar rauðglóandi á skrifstofu blaðs- ins. Umræddur frambjóðandi var nefnilega eineygður. Margrét Þóra um Ingimar Eydal Mörgum þótti Margrét Þóra Þórsdóttir, blaðamaður Moggans á Akureyri, hafa komist einkennilega að orði í frétt sem birtist 22. janúar 2002 í tilefni af því að tónlistarhúsið Laugaborg í Eyjafjarðar- sveit var tekið í notkun eftir viðamiklar breytingar. Þar var einnig undirritaður samningur um að flygill sem keyptur var í minningu Ingimars Eydal skyldi varðveittur þar næstu fimm ár. Fréttin endaði svona: "Loks léku félagar úr Hjómsveit Ingimars Eydal frá árinu 1993, en Ingimar lést það ár, fyrir troðfullu húsinu við góðar undirtektir." Svín og mjólk Ævar Kjartansson, þulur og dagskrár- gerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu til margra ára, átti einhverju sinni að lesa auglýsingu frá Kjötbúð Tómasar, þess eðlis, að þar fengjust ný svínarif. Ævari urðu hins vegar á smávægileg mistök við lesturinn og hljómaði auglýsingin svo: "Nýtt svínarí! Kjötbúð Tómasar." Skemmst er frá því að segja, að kjötbúðin fylltist á augabragði af fólki á öllum aldri, enda vildi enginn missa af svínarí- inu og ekki harmaði starfsfólk búðarinnar þennan mislestur Ævars - sem vonlegt var, miðað við athyglina sem þessi auglýsing vakti. Prentvillupúkinn Sæmundur Guðvinsson var lengi blaða- maður og síðar fréttastjóri á Vísi og svo á DV eftir sameiningu síðdegis- blaðanna. Eitt sinn hringdi hann í Stefán Valgeirsson alþingismann til að afla frétta af ákveðnu hitamáli í þinginu. Stefán var tortrygginn í upphafi sam- talsins og taldi hættu á að málflutningur hans yrði affluttur í þessu "íhalds- málgagni." Sæmundur kvaðst geta fullvissað hann um að svo yrði ekki og fyllsta hlutleysis gætt, enda væri Vísir ekki flokksmálgagn. Stefáni varð rórra og hafði á orði að helst væri blaða- mönnum ættuðum að norðan treystandi. Ummælum Stefáns var slegið upp á forsíðu Vísis. Blaðið var nýkomið á götuna þegar Stefán hringir í Sæmund og var þungt í honum. Hann hefði mátt vita betur. Auðvitað hefði íhaldsnepillinn notað tækifærið til að reyna að niðurlægja hann. Sæmundur kom af fjöllum og sagði rétt eftir Stefáni haft í einu og öllu. "Það má vel vera," svaraði Stefán ævareiður, "en hér stendur í blaðinu: sagði Stefán Valgeirsson alþingismaur í samtali við Vísi." Bókstafurinn ð hafði óvart fallið niður. Agnes hrellir Jónas Nafnaruglingur getur verið afar hættulegur í blaða- og fréttamennsku. Þegar óljósar sögur af yfirvofandi sam- einingu Vísis og Dagblaðsins kvisuðust út á sínum tíma, fór valkyrjan Agnes Bragadóttir á stúfana til að fá sögurnar staðfestar. Hún hringdi í menn út og suður en hafði ekki erindi sem erfiði; hver maðurinn á fætur öðrum neitaði öllu og sagðist ekkert kannast við sannleiksgildi þessa. Loks kom þó að því að einn kannaðist við að hafa heyrt eitthvað en sagði blaðakonunni að hafa samband við Jónas Haralds; hann vissi örugglega eitthvað um þetta. Og þar átti maðurinn við Jónas Haraldsson þáverandi fréttastjóra DB, og núverandi aðstoðarritstjóra DV. Blaðakonan góða hringdi hins vegar í Jónas Haralz þáverandi bankastjóra Landsbankans strax um kvöldið og þrefaði lengi vel við hann um vitneskju hans á sameiningu Vísis og Dagblaðsins. Og það er Sigmundur Ernir Rúnars- son sem slær botninn í þetta að sinni með eftirfarandi áminningu: "Við minnum á ellefu fréttir sem hefjast stundvíslega klukkan 22:30." Í fréttum er þetta helst A U G L Ý S I N G Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Í fréttum er þetta helst - gamansögur af íslenskum fjöl- miðlamönnum. Ritstjórar eru Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason og er þetta áttunda bókin í þessum vinsæla gaman- sagnaflokki. Skal nú gripið niður í bókina Í fréttum er þetta helst: Bókaútgáfan Hólar ELÍN MAGNÚSDÓTTIR Elín leitar stuðnings Hjálparstofnunar kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Hún segist afar þakklát þessum stofnunum, án þeirra hefði hún ekki haft það af. Elín Magnúsdóttir býr við bág kjör ásamt tíu ára syni sínum sem á við geðræn vandamál að stríða. Hún á að baki ofbeld- isfullt hjónaband sem m.a. knúði hana til að gefa frá sér dóttur sína. ,,Berst fyrir tilverurétti mínum Líf Elínar Magnúsdóttur hefur verið stormasamt. Að baki á hún hjónaband þar sem hún þurfti að þola bæði líkamlega og andlega valdbeitingu og hún gaf dóttur sína frá sér til að forða henni frá svipuðum ör- lögum. Í dag er hún fertug og býr við fátækt. Hún elur önn fyrir tíu ára syni sínum sem á við geðrask- anir að stríða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.