Fréttablaðið - 30.11.2002, Síða 48

Fréttablaðið - 30.11.2002, Síða 48
Fátt er skemmtilegra en að fara ídýragarð. Virða fyrir sér undur náttúrunnar í nærmynd og hlusta á skrýtin hljóð. Sérstaklega er górill- an spennandi á bak við skothelt gler. Eða þá að snerta skrápinn á nas- hyrningnum og fílsrana. Svo ekki sé minnst á hoppandi apa með banana. Því er það miður að Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra skuli ekki vera áhugamaður um innflutning á framandi dýrum. Það þýðir að við fáum seint almennilegan dýragarð. Guðna er til efs að krókódílar, lamadýr og strútar eigi eftir að pluma sig hér á landi. Hvað þá úlf- aldar á Dalvík. Og það má svo sem til sanns vegar færa. En íslenski hesturinn, smalahundurinn og sauð- kindin eiga seint eftir að veita okk- ur þann unað sem dýragarðsferð gerir. Það vantar þetta skrýtna og geggjaða. Þess vegna gríp ég til þess ráðs að fara í Sundhöllina við Barónsstíg þegar ég finn fyrir dýragarðsþörf- inni. Helst vel ég tímann skömmu fyrir kvöldmat og tek stefnuna beint í nuddpottinn. Þar sitja yfir- leitt karlmenn með ráð undir rifi hverju. Komnir yfir miðjan aldur og hafa margt reynt. Og vilja segja frá því. Um daginn fóru þeir á þvílíkt flug að mér leið eins og í dýragarði. Ég fékk fyrirlestur um alla helstu bassasöngvara veraldar og nokkrir barítónar fylgdu með. Þeir skýrðu hvers vegna Steingrímur Joð væri kommi. Það átti að hafa gerst á kappræðufundi í Laugaskóla í Reykjadal. Handaband forsetans og Björgólfs á dögunum var einnig krufið með skírskotun í styttri út- gáfuna af Hafskipsmálinu. Og svo var á það bent og samþykkt með lófaklappi að hagfræðingar á Ís- landi hefðu aldrei rekið fyrirtæki. Barasta aldrei. Eftir svona baðferð sér maður veröldina í nýju ljósi og lofar sjálf- um sér að mæta sem fyrst aftur. Svona svipað og eftir ferð í dýra- garðinn. Alltaf jafn gaman. Alltaf jafn skrýtið. Enda ætti mannskepn- an að eiga sitt eigið búr í hverjum dýragarði sem vill rísa undir nafni. Gæti verið heitur pottur með mið- aldra karlmönnum. SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 19 55 4 1 1/ 20 02 Sjálflýsandi afsláttur 25% afsláttur af útiseríum* um helgina. *Slönguseríur undanskildar Loksins komnir aftur Dillandi jólasveinn 16". 1.990 kr. Dansandi jólasveinn m/saxafón. 2.990 kr. Útiseríur bláar, glærar, rauðar og mislitar. Útiseríur, lítil grýlukerti bláar, glærar, rauðar og mislitar. Dýragarður Bakþankar Eiríks Jónssonar 50% afsl. í dagí Nammilandi Hagkaup Smáralind og Kringlunni

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.