Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 4
4 14. desember 2002 LAUGARDAGURKJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
Spurning dagsins í dag:
Fá alþingismenn of langt jólafrí?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
35%Nei
65%
ALLIR FÁI
LANDSVIRKJUN
Afgerandi meiri-
hluti gesta á
frett.is telur að
hlutabréf Lands-
virkjunar megi vel
selja almenningi.
Já
STJÓRNMÁL Samkvæmt lagafrum-
varpi sem dómsmálaráðherra hef-
ur kynnt í ríkisstjórn verður hægt
að dæma kynferðisafbrotamenn í
allt að tólf ára fangelsi séu þeir
fundnir sekir um grófustu brot
gegn börnum.
Í frumvarpinu er lagt til að allt
að átta ára fangelsi liggi við því að
einstaklingur hafi kynferðismök
við eigin barn eða barn sem við-
komandi tengist og allt að tólf ára
fangelsi sé barnið yngra en 16 ára.
Nú eru hæstu refsingar sex og tíu
ár.
„Tilgangurinn er að auka refsi-
vernd barna gegn kynferðisbrot-
um,“ segir Sólveig Pétursdóttir
dómsmálaráðherra. „Þetta eru
ákveðin skilaboð út í samfélagið,
þess vegna felast væntanlega
ákveðin varnaráhrif í þessum
lagabreytingum ef af verður.“
Sólveig vonast til að leggja
frumvarpið fyrir þingið þegar það
kemur saman í janúar og segir
ekki ólíklegt að það verði afgreitt
á vorþingi. ■
Á SLYSADEILD EFTIR HARÐAN
ÁREKSTUR Einn var fluttur á
slysadeild eftir harðan árekstur
tveggja bíla á Bústaðavegi um
tíuleytið í fyrrakvöld. Maðurinn
var þó ekki talinn alvarlega slas-
aður. Flytja þurfti annan bílinn
með kranabíl.
ENGU STOLIÐ ÚR ENDURVINNSL-
UNNI Brotist var inn í Endur-
vinnsluna á Akureyri í fyrrinótt
en engu var stolið. Viðvörunar-
kerfi gerði öryggisvörðum við-
vart og þegar þeir komu á stað-
inn voru allir á bak og burt.
BARN BRENNDIST ILLA Tíu mán-
aða gamalt barn brenndist illa
þegar heit sósa helltist yfir það í
heimahúsi í Grafarholti í gær-
kvöldi. Barnið var í göngugrind
og náði að teygja sig í skaft potts,
sem var á eldavél, með þeim af-
leiðingum að sósa helltist yfir
það. Barnið var flutt á slysadeild
Landspítalans í Fossvogi með
sjúkrabíl.
NORSKUR VEIÐIÞJÓFUR Dómur
yfir norskum loðnuskipstjóra
sem með eftirliti um gervihnött
varð uppvís að ólöglegum veiðum
innan íslensku landhelginnar er
staðfestur í Hæstarétti. Andvirði
aflans, 600 tonna af loðnu, var
gert upptækt. Það nam 4,5 millj-
ónum króna. Þá greiðir skipstjór-
inn 2,5 milljónir í sekt.
TRYGGINGARDÓMI SNÚIÐ Hæsti-
réttur hefur snúið héraðsdómi í
skaðabótamáli verkstjóra hjá KÁ.
Hann var tryggður hjá kaupfélag-
inu en meiddist við störf á eigin
verkstæði. Hæstiréttur segir að þó
tryggingin sem kaupfélagið hafi
keypt hafi átt að gilda allan sólar-
hringinn gæti hún ekki átt við
hvaðeina sem manninum dytti í
hug að taka sér fyrir hendur í frí-
tíma sínum.
VÉLVIRKI FÆR EKKI BÆTUR
Hæstiréttur hefur hafnað 24,3
milljóna króna bótakröfu vélvirkja
á hendur vinnuveitanda sínum.
Maðurinn slasaðist mjög alvarlega
og er óvinnufær eftir að hann
klemmdist undir palli vörubíls sem
hann var að gera við. Óhappið varð
þegar ökumaður vörubílsins ýtti
óvart í stjórnstöng.
HEILSUGÆSLAN Á SUÐURNESJUM
Samskipti við yfirmenn stofnunarinnar
hafa einkennst af trúnaðarbresti, segja
læknarnir.
Heilsugæslulæknar
Suðurnesjum:
Harma
þróun mála
HEILBRIGÐISMÁL „Við hörmum þá
þróun sem orðið hefur í málefnum
heilsugæslunnar á Suðurnesjum
eftir að uppsagnir okkar tóku
gildi þann 1. nóvember síðastlið-
inn,“ segir í yfirlýsingunni frá
fyrrverand heilsugæslulæknum á
Suðurnesjum.
„Samskipti okkar við stjórn-
endur stofnunarinnar eftir 1. nóv-
ember hafa að okkar mati ein-
kennst af trúnaðarbresti. Ljóst
var frá upphafi að uppsagnir okk-
ar voru tilkomnar vegna óánægju
með almenn starfsréttindi heimil-
islækna en ekki með starfskjör á
Suðurnesjum. Tilboði okkar um að
vinna við neyðarþjónustu á þessu
erfiða tímabili var ekki svarað.
Langtímahagsmunum sjúklinga
teljum við að hafi verið unninn
mikill skaði með skammsýnum
ákvörðunum stjórnenda Heil-
brigðisstofnunar Suðurnesja.“
Þá segir þar að fjöldi fastráð-
inna heimilislækna á svæðinu hafi
verið ófullnægjandi fyrir og sá
vandi aukist við þessa ákvörðun.
„Þetta hefur leitt til þess að við
sjáum okkur ekki fært að sækja
um störf við Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja á nýjan leik. Okkur
tekur það sárt hversu skjólstæð-
ingar okkar og samstarfsfólk hafa
þurft að líða fyrir réttindabaráttu
þessa.“ ■
Biður fórnarlömb-
in fyrirgefningar
Erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Boston hefur sagt af sér. Hann hefur
legið undir mikilli gagnrýni vegna fjölmargra hneykslismála sem
komið hafa upp á árinu.
VATÍKANIÐ, AP Bernard Law, erki-
biskup kaþólsku kirkjunnar í
Boston í Bandaríkjunum, hefur
sagt af sér eftir 18 ár í embætti.
Jóhannes Páll II
páfi samþykkti
uppsögn hans er
þeir hittust í
Vatíkaninu í gær.
Law hefur legið
undir mikilli gagn-
rýni vegna þeirra
h n e y k s l i s m á l a
sem komið hafa
upp innan kaþ-
ólsku kirkjunnar í Boston á árinu.
Hafa fjölmargir prestar orðið
uppvísir að kynferðislegri
minotkun barna og hefur málið
vakið mikla hneykslan umheims-
ins.
„Ég er afar þakklátur hinum
himneska föður fyrir að hafa
samþykkt uppsögn mína,“ sagði í
yfirlýsingu sem Law gaf út í gær.
„Ég óska þess að þetta verði til
þess að hjálpa kaþólsku kirkjunni
í Boston að jafna sig og að lang-
þráð sátt náist innan kirkjunnar.
Ég vil biðja alla þá sem þjáðust
vegna vanrækslu minnar og mis-
tökum afsökunar og óska eftir
fyrirgefningu þeirra.“
Law er hæst setti meðlimur
kaþólsku kirkjunnar sem hætt
hefur störfum vegna hneykslis-
málanna sem fyrst komu fram í
dagsljósið í janúar á þessu ári. Í
apríl bauðst hann án árangurs til
að segja af sér á fundi sínum með
páfanum. Að sögn starfsmanna
Vatíkansins er páfinn „afar sorg-
mæddur“ vegna málsins.
Law var m.a. sakaður um að
hafa fært á milli söfnuða þá
presta sem höfðu orðið uppvísir
að kynferðislegri misnotkun
barna á undanförnum árum.
Fórnarlömbin, sem mörg eru
komin af barnsaldri, sögðu að
Law hafi viljað vernda sinn eigin
orðstír í stað þess að takast af
fullri alvöru á við vandann. Auk
þess höfðu tugir presta innan
kirkjunnar krafist uppsagnar
hans.
Kaþólska kirkjan í Boston
hefur verið krafin um gífurlega
háar skaðabætur af fórnar-
lömbunum. Svo gæti farið að
Vatíkanið lýsi kirkjuna gjald-
þrota til að verja hana gegn
lánardrottnum.
Fjölmörg hneykslismál vegna
kynferðislegrar misnotkunar
hafa komið upp innan kaþólsku
kirkjunnar víðs vegar um heim-
inn undanfarin ár. Hafa þau
varpað dökkum skugga á kirkju-
starfið í löndum eins og Írlandi,
Frakklandi og Póllandi, auk
Bandaríkjanna. Hneykslið innan
kirkjunnar í Boston hefur samt
sem áður vakið mesta athygli,
bæði vegna aldagamallar stöðu
hennar í hinum kaþólska heimi
og vegna þess hve Law fékk að
halda starfi sínu eins lengi og
raun ber vitni. ■
ALÞINGI Þingfundum á Alþingi var
frestað í gær, 74 dögum eftir að
þing kom saman í haust, og verð-
ur ekki kallað saman aftur fyrr en
21. janúar næstkomandi sam-
kvæmt starfsáætlun Alþingis.
Miklar annir voru á þingi síðustu
dagana og varð fjöldi frumvarpa
að lögum.
Ögmundur Jónasson, þing-
flokksformaður vinstri grænna
og formaður BSRB, hló þegar
hann var spurður hvort þingmenn
væru að ganga á undan með góðu
fordæmi með því að gera hlé á
þingstörfum vel fyrir jól og hvort
það mætti túlka þetta sem innlegg
í komandi kjarasamninga. „Það er
göfugt markmið í sjálfu sér að
stytta vinnutímann,“ segir hann
en kveður misskilning að líta svo
á að menn hætti störfum þegar
hlé verður á þingstörfum. „Ef við
mældum vinnutíma veðurfræð-
ingsins einvörðungu út frá þeim
mínútum sem hann birtist á sjón-
varpsskjánum á kvöldin virtist
okkur vinnutími hans vera afar
stuttur,“ segir Ögmundur. Það sé
eins hjá þingmönnum og veður-
fræðingum að undirbúningurinn
sé stór hluti starfsins þó hann sjá-
ist síður.
Vegna þingkosninganna í maí
næstkomandi verður þingi slitið
snemma næsta vor. Síðasti þing-
fundur er áætlaður 14. mars, mán-
uði fyrir páska og tæpum tveimur
mánuðum fyrir kosningar. Þann
tíma verða þingmenn að heyja
kosningabaráttu sína annars stað-
ar en í sölum Alþingis. ■
ÞINGMENN RÆÐA SAMAN
Þingmenn voru önnum kafnir í gær á síð-
asta starfsdegi Alþingis fyrir jólafrí en gáfu
sér sumir tíma til að hlýða á gamanmál
landbúnaðarráðherra.
ALÞINGI Á HAUSTÞINGI
41 þingfundadagur
5 nefndadagar
7 daga kjördæmavika
ALÞINGI Á VORÞINGI
29 þingfundadagar
6 nefndadagar
Þingfundum frestað fram yfir áramót:
Vinnum meira en til okkar sést
BEÐIÐ TIL GUÐS
Kardinálinn Bernard Law fer með bæn í
kirkju dýrlinganna Péturs og Páls í Fíladelf-
íu í apríl. Hann hefur sagt af sér vegna fjöl-
margra hneykslismála sem komið hafa
upp innan kaþólsku kirkjunnar í Boston.
Í apríl bauðst
Law án árang-
urs til að
segja af sér á
fundi sínum
með páfan-
um.
AP
/M
YN
D
LÖGREGLUFRÉTTIR
SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR
Í frumvarpi ráðherra er einnig gert ráð fyrir
að sérákvæði komi inn í hegningarlög um
refsingar vegna mansals og tengdra brota.
DÓMSMÁL
Kynferðisbrot gegn börnum:
Refsiramminn
hækkaður í tólf ár
Ætti Reykjavíkurborg að vera
heimilt að selja 45% hlut sinn
í Landsvirkjun á almennum
markaði?
Ríkisbankafólk:
Borgi skatt af
hlutabréfum
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík-
ur hefur hafnað kröfu starfsmanns í
Búnaðarbankanum sem þurfti að
greiða skatt af gengishagnaði sem
hann naut við kaup á hlutabréfum í
bankanum og vildi fá því hnekkt.
Árið 1998 var starfsmönnum
Búnaðarbankans og lífeyrissjóði
hans boðið að kaupa hlutabréf í
bankanum að nafnverði 250 milljón-
ir króna. Sölugengið var 1,26.
Hlutabréf að nafnverði 350 millj-
óna króna voru síðan boðin almenn-
ingi á genginu 2,15. Starfsmennirn-
ir fengu því sín hlutabréf á miklu
lægra verði. Yfirskattanefnd taldi
að skattleggja ætti mismuninn. ■