Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 22
22 14. desember 2002 LAUGARDAGUR Fréttablaðið leitaði álits hjá sér- fróðu fólki í þeim tilgangi að finna besta og jafnframt versta jólalag- ið, því ekkert er ljós án skugga. Miðað er við íslensk lög en sum jólalög eru reyndar þess eðlis að Íslendingar hafa slegið eign sinni á þau. Í því samhengi leikur flytj- andinn stórt hlutverk, hvort held- ur er til góðs eða ills. Elínborg Halldórsdóttir, eða bara Ellý í Q4U, segist ekki fara varhluta af jólalögunum núna í desember. Börnin reyna rækilega á geð- heilsu hennar með því að spila Snæfinn Snjókarl í sífellu og þá ekki síður Ég hlakka svo til, ég hlakka svo til... Ellý er þeirrar skoðunnar að sannarlega megi of- spila lög þannig að þau beri ekki sitt barr. Dóp og jól ríma ekki Karl Örvarsson tónlistarmaður tekur undir það og bendir á að jólalög séu framleidd í stórum stíl enda eftir nokkru að slægjast fyr- ir tónlistarmenn því spilun jóla- laga sem ná í gegn sé gegndarlaus í desember. Karl hitti sjálfur á tóninn þegar hann söng lagið Jóla- stund með Stuðkompaníinu um árið. „Jólastundin hefur, í blank- heitum tónlistarmannsins á Ís- landi, bjargað jólagjöf fyrir kon- una mörg undanfarin ár. Allar út- varpsstöðvar spila þetta lag en síst þó Rás 2. Því miður er sú út- varpsstöð notuð sem skráningar- viðmiðið og borgað samkvæmt því. Ég hlýt að benda á að Jóla- stundin er miklu meira spiluð en opinberar tölur segja um og hefur jólagjöfin til konunnar rýrnað af þeim sökum með árunum.“ „Maður gerir ekki jólalag til að græða pening,“ segir Bubbi Morthens hneykslaður. Bubbi hef- ur aldrei samið jólalag en nú gæti farið að bresta á með jólaplötu frá Bubba. Hann segist hafa verið dópaður á árum áður og því ekki beint í jólagírnum. „Þetta er ára- langur prósess að mínu viti, mað- ur þarf að upplifa þetta með börn- unum, skórinn úti í glugga, ganga í kringum jólatré og svo framveg- is. Nú er ég búinn að vera edrú í nokkur ár og fer að senda frá mér jólaplötu.“ Aðspurður um bestu jólalögin nefnir Bubbi plötuna Hátíð í bæ með Hauki frænda. Hún er Jólaplatan með stóru Joði að mati Bubba og hann nefnir til sögunnar titillagið og Ef hjá hon- um pabba einn fimmeyring ég fengi. Það vandast málið þegar kemur að hinum verri lögum: „Ekki gera mér það. Ég er orðinn grand old man og bara get ekki fengið mig til þess.“ Og sjálfur Bubbi Morthens hlýtur að komast upp með það þó það teljist til tíð- inda að hann hafi ekki lengur geð í sér að stíga á líkþorn. Bestu jólalögin ekki endi- lega jólalög Tónlistarsérfræðingurinn Jón- atan Garðarsson segir gríðarlega mikið til af jólalögum og mörgum ágætum. Hann nefnir lag sem reyndar komst ekki á lista hans: Þessi blessuð jól eftir Gísla Helgason við texta Iðunnar Steinsdóttur. „Þetta er lítil perla sem einhvern tíma á eftir að glitra.“ Erfiðara var að nefna hin verri – einfaldlega vegna þess að þau eru svo slæm og því ekki eft- irminnileg. Söngkonan og stjarnan Birgitta Haukdal átti í stökustu vandræð- um með að velja sinn lista, eink- um vond jólalög. Hin betri stóðu einnig í Birgittu. „Þið eruð rosa- lega vond við mig að leyfa mér bara að velja þrjú lög. Ég fór í gegnum plötusafnið mitt og fann fjölda fínna jólalaga.“ Birgitta fékk undanþágu stöðu sinnar vegna og þurfti ekki að velja allra versta jólalagið. Hún bindur eink- um jólastemninguna við plötu með Boney M, eign móður hennar, sem alltaf var sett á fóninn til að framkalla rétta andann og þar var Little Drummer Boy í algjöru uppáhaldi. Óli Palli, tónlistarstjóri og dag- skrárgerðarmaður, spilar um þessar mundir jólalög í gríð og erg á Rás 2 og merkilegt nokk, hann er ekki kominn með leið á þeim. „Ég hef alltaf haft gaman af jólamúsík, sem pirrar mig ekki eins mikið og marga aðra. Mér finnst að allir tónlistarmenn ættu að gera jólaplötu.“ Óli Palli kemur með athyglisverðan punkt í þessa umræðu og bendir á að bestu jóla- lögin séu oft ekki jólalög upphaf- lega og nefnir sem dæmi White Christmas og Fairytale of New York. „Þá er og merkilegt að þau jólalög sem yfirleitt eru flutt á jólatrésskemmtunum eru mörg hver dönsk að uppruna og leikin þar á sumarskemmtunum.“ jakob@frettabladid.is Bestu og verstu jólalögin: Blessuð jólalögin gleðja og... ergja Enginn kemst hjá því að heyra jólalögin nú um stundir nema loka sig af einhvers staðar utan al- faraleiðar. Lögin ýmist gleðja, kæta og koma mönnum í réttu stemn- inguna eða reyna veru- lega á taugar fólks. „Ég er algjört jólabarn. Í stað- inn fyrir að baka smákökur bjó ég til jólalög. Ég á svo góða vini sem baka handa mér smákökur,“ segir Ingibjörg Þorbergs, sem sigraði stórglæsilega í þessari óformlegu könnun Fréttablaðsins. Hún átti í harðri keppni við sjálfa sig því Hin fyrstu jól og Jólakött- urinn voru hnífjöfn og teljast samkvæmt þessu bestu jólalögin. „Þetta er aldeilis flott. Hin fyrstu jól er sennilega þekktara lag, hefði ég talið. Einhver sagði við mig: Er þetta eftir þig? Ég hélt að þetta væri eftir Irving Berlin eða einhvert amerískt tón- skáld. Þetta er fyrsta jólalagið sem var gefið út sem ekki var beinlínis sálmur.“ Tage Ammendrup bað Ingi- björgu um að gera jólalag fyrir hartnær hálfri öld en hann rak þá hljómplötuútgáfuna Drangey. Kristján frá Djúpalæk gerði texta við í hvelli en þá var Ingi- björg með barnatíma í útvarpinu. Ingibjörg gerði seinna lög við texta Jóhannesar úr Kötlum og hringdi Jóhannes í Ingibjörgu og boðaði hana á sinn fund á skrif- stofu sína hjá Máli og menningu. Þar lýsti hann yfir ánægju með lögin. „Mér þótti ákaflega vænt um það. Hann lét mig hafa Ingu Dóru vísur sínar og bað mig að semja lög við þær, sem ég og gerði, en það hefur reyndar aldrei komið út á plötu.“ Verðugt verkefni er fyrir tón- listarmenn að skoða nótnabók Ingibjargar en ekki hefur helm- ingur laga hennar verið gefinn út. Hróður þessa snjalla lagahöfund- ar hefur borist út fyrir landstein- ana en hún fékk nýlega senda spólu frá jóladagskrá BBC í Skot- landi en þar voru lög hennar tek- in til flutnings. „Ofboðslega hafði ég gaman af því. Þarna eru kátir krakkar að syngja og gera það vel.“ ■ INGIBJÖRG ÞORBERGS Hinar góðu viðtökur Jóhannesar úr Kötlum, sem samdi Jólaköttinn, glöddu Ingibjörgu mjög. Jólalög í staðinnfyrir smákökur „Mér er gersamlega fyrirmun- að að skilja þetta fólk,“ segir Skúli Gautason um álitsgjafa Fréttablaðsins en lag hans Jóla- hjól hlaut afgerandi kosningu sem versta jólalagið. Næstu lög á lista yfir hin „verri“ lög náðu ekki að keppa við Jólahjólið að neinu marki. Helst var að jóla- trésskemmtunarlögin, sem einnig hlutu slæma útreið, næðu að ógna lagi Skúla. Niðurstaðan kemur nokkuð á óvart sé tekið tillit til vinsælda lagsins. Höfundurinn tekur þó tíðindunum með gleði í hjarta: „Alltaf skemmtilegra að vera umdeildur en að allir séu á einu máli.“ Skúli samdi Jólahjól árið 1984 og það því orðið lögráða. Skúli segir það veita sér ómælda gleði að heyra fólk raula lagið fyrir munni sér á götum úti. Það eru ríkulegustu launin. Sá tími ársins er skammur sem lagið er í spilun og STEF-gjöldin ekkert sem máli skiptir í bókhaldinu. „Nei, ég skammast mín ekki fyrir lagið og finnst reyndar notalegt að heyra það. Ég hef samið mörg lög sem ég hef fengið leiða á en það á ekki við um Jólahjólið.“ Skúli hefur samið tvö önnur jólalög sem bíða útgáfu og verður forvitnilegt að fylgjast með gengi þeirra því fullyrða má að Jólahjól sé með vinsælli jólalögum á Ís- landi og hefur verið lengi. ■ Skammast mínekki fyrir lagið SKÚLI GAUTASON Flemtri sleginn þegar honum bárust tíðindin. Hann skilur ekki hvers vegna Jólahjólin „sigra“ í flokki verri laga því sjálfur er hann ekki búinn að fá leið á þessu lagi sínu öfugt við mörg önnur sem hann hefur samið. Nóvember – Desember Jólahlaðborð frá 29. nóvember Skötuveisla 23. desember Velkominn í jólahlaðborðið okkar Einar Geirsson Yfirmatreiðslumaður Opnunartími Hádegi mán. – föst. 12.00 – 14.00 Kvöld alla daga frá 18.00 tveir fiskar ( við Reykjavíkurhöfn ) Geirsgata 9 • 101 reykjavik sími 511 - 3474 netfang restaurant@restaurant.is heimasíða www.restaurant.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.