Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 34
34 14. desember 2002 LAUGARDAGUR kl. 2 og 4LIKE MIKE kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 2, 5, 6, 8, 9, 11 og 12.15 Sýnd í lúxus kl. 4, 7 og 10 Sýnd kl. 3, 5.30, 8, 10.10 og 12.15 kl. 8 og 10.05POSSESSION SANTA CLAUSE 1.45, 3.50, 5.55, 8, 10.10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 2, 5 og 8 THE TUXEDO kl. 8 VIT474 SWEET HOME ALABAMA 2, 4, 6 VIT 461 LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 2 og 4 VIT429 SANTA CLAUS 1.40, 3.40, 5.50, 8, 10.10 VIT485 CHANGING LANES kl. 10.10 VIT479 Sýnd kl. 2, 6 og 9.15 VIT 469 kl. 2LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 10.05DAS EXPERIMENT kl. 2 og 4Í SKÓM DREKANS kl. 3.45, 5.50 og 8HAFIÐ FÓLK Brynjólfi Kristinssyni, vakt- manni á Hlemmi, var boðið á frum- sýningu heimildarmyndar Ólafs Sveinssonar, „Hlemmur“, á fimmtudag. Þó að hann hafi ekki verið kominn til starfa við gerð myndarinnar fannst honum vel far- ið með efnið og segir hana gefa raunsæja mynd af tilveru sem hann upplifir á hverjum degi. Þeg- ar blaðamaður heimsótti hann á Hlemm var nef hans brákað og bólgið eftir átök við ungling sem hann þurfti að hafa afskipti af deg- inum áður. „Unglingarnir eru eiginlega verstir við að eiga hérna,“ segir Brynjólfur, sem segist hafa lent í ýmsu í störfum sínum. „Ég ætlaði að vísa þessum dreng út og hann var ósáttur við það. Unglingunum fylgja oft eiturlyfjavandamál. Miklu frekar en þessum „rónum“. Þeir þekkja mikið frekar sín tak- mörk. Við verðum samt að ýta við þeim, þannig að þeir séu ekki að hanga hérna of lengi.“ Þar sem myndin var tekin fyrir tveimur árum er ekkert farið í ung- lingavandamálið á Hlemmi. Brynjólfur segir til dæmis að pilt- urinn sem hafi veitt honum áverkann hafi verið nappaður inni á klósetti tveimur tímum síð- ar þar sem hann hafi verið að sprauta sig ásamt tveimur félög- um sínum. Hann segir það ekki al- gengt, þó að það komi annað slag- ið fyrir, að gestir neyti eiturlyfja á Hlemmi. Brynjólfur segir að leitað hafi verið til Öryggisgæslu Íslands til þess að svara þessu vaxandi vandamáli og sér hún núna um gæslu á Hlemmi eftir kl. 16 á dag- inn. „Þeir eru betur í stakk búnir til þess að sinna svoleiðis. Þeir geta kallað á aðstoðarfólk sem mætir strax ef eitthvað kemur upp á. Því þó að lögreglan sé hérna hinum megin við götuna þá höfum við oft þurft að bíða í 2-3 tíma eftir því að hún mæti.“ Brynjólfur vill þó taka fram að þetta eigi aðeins við um lítið brot af þeirri mannflóru sem heim- sækir Hlemm á hverjum degi. Hann er orðinn málkunnugur mörgum af þeim 20-30 einstak- lingum sem geta talist til „fasta- gesta“ staðarins og kallar marga þeirra góðkunningja eða vini. „Ég var nú að frétta af einum sem var að deyja núna í fyrrakvöld. Ég sakna hans þó nokkuð,“ segir Brynjólfur og er auðsjáanlega hrærður. „Hann kom hingað alltaf á vissum tímum og fékk sér kaffi. Hann var kallaður Dalli dómari og var mjög góður maður.“ biggi@frettabladid.is Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 9.15 VIT 468 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 VIT 487 MASTER OF DISGUISE Milli 20 og 30 fasta- gestir á Hlemmi Á fimmtudag var heimildarmyndin Hlemmur frumsýnd. Brynjólfur Kristinsson hefur verið vaktmaður á Hlemmi í 2 ár og segir hana gefa raunsanna mynd af þeirri mannflóru sem þar gefur að líta. BRYNJÓLFUR KRISTINSSON Brynjólfur segir að Hlemmur geti á köflum verið hættulegur. „Ég lenti einu sinni í því að hingað labbaði inn maður sem réðst beint á næsta mann og lamdi hann. Ég reyndi að tala við hann og var sem betur fer snöggur að víkja mér undan því hann kýldi í átt til mín en hitti dyrakarminn. Ég held að hann hafi brotið á sér höndina. Stuttu síðar frétti ég að þessi drengur hefði verið að koma beint af Hrauninu.“ Glæsileg tónlist! 1. ÚTGÁFA UPPSELD! 2. ÚTGÁFA KOMIN Í VERSLANIR Tónleikar á vegum Pars Pro Toto í Borgar- leikhúsinu í kvöld kl. 20.00 Rússíbanar – Cyrano tónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson FRÉTTIR AF FÓLKI Framleiðslufyrirtæki leikaransNicolas Cage ákvað að ná laga- sáttum við sjónvarpsþáttahöfund sem kærði það fyrir ritstuld. Mað- urinn hélt því fram að höfundur kvikmyndahand- rits myndarinnar „Sonny“, sem er leikstjórnar- frumraun Cage, hafi stolið af sér hugmyndinni. Höf- undurinn hafði verið nemi hjá sjónvarpsþáttahöf- undinum á níunda áratuginum og gat fyrrum kennarinn borið fram ýmsar sannanir þess að fyrrum nemandi sinn hefði stolið hug- myndinni. Hann náði að minnsta kosti að fullvissa framleiðslufyrir- tæki Cage og því var brugðið á það ráð að borga manninum væna fjárupphæð. Rokkekkjan Courtney Love hót-ar nú að lögsækja slúðurvef- síðu sem birti lista yfir þau lyf sem læknir henn- ar skrifaði út fyrir hana. Þar kom meðal annars fram að Love not- aði mikið af deyfi- lyfjum á borð við vicódín, demeról og xanax. Þó að hún hafi hvergi verið nefnd á nafn á listanum var þó gefið sterklega í skyn að um hana væri að ræða. Til dæmis tal- að um „Frú C.L. sem væri í rokk- Lífið getur verið yndislegt.Þegar ég var alveg viss um það að fátt merkilegt væri að gerast í breskri rokktónlist um þessar mundir, og að allt snerist um að halda í Bítlahefðina, mæta á svæðið ungir menn sem eru hreinlega að springa úr greddu. Breska rokksveitin The Music nær alla leið með samnefndri frumraun sinni. Þeir hafa valið sér svipaðan farveg og sveitirnar Ride, The Stone Roses, The Verve og jafnvel Led Zeppelin en ná einhvern veginn að gera það með slíku sakleysi og ungæðis- krafti að ómögulegt er að heillast ekki með. Þeir virðast líka staðráðnir í því að skemmta hlustandanum í leiðinni og auðvelt er að ímynda sér að sveitin sé afbragð áheyrn- ar á tónleikum. Þótt aðall sveitarinnar sé vissulega lifandi spilamennska eru þeir ekkert smeykir við að nýta sér nýjustu tækni og vísindi þegar það á vel við. Fyrir vikið má heyra svipaðar tilraunir og Curver gerði með Mínus á „Jesus Christ Bobby!“. Svo minnir söngvarinn um margt á Cedric úr At the Drive-in, og það er ekki leiðum að líkjast! Uppáhaldslög voru „Take the Long Road and Walk It“, „Getaway“ og „Human“. Aldrei missa trú á æskunni. Hún kemur alltaf til með að slá okkur reglulega utanundir. Sem betur fer. Birgir Örn Steinarsson Guð blessi æskuna! THE MUSIC: The Music

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.