Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 40
14. desember 2002 LAUGARDAGUR LEIKHÚS Í kvöld er 50. sýning á Veislunni eftir Thomas Vinter- berg og Mogens Rukov, sem sýnd er á Smíðaverkstæði Þjóðleik- hússins. Sýningin er jafnframt síðasta sýning fyrir jól. Verkið gerist í sextugsafmæli Helga þar sem ættingar hans og vinir fagna tímamótunum með við- höfn. Þegar veislan stendur sem hæst tekur atburðarásin skyndi- lega óvænta og ógnvænlega stefnu. Leikið er við stórt veislu- borð og á hluti áhorfenda þess kost að sitja við borðið og njóta þar þrí- réttaðrar veislumáltíðar. ■ Þjóðleikhúsið: 50. sýning á Veislunni Bítlalög, upplestur og speltbrauð P P F O R L A G í Pennanum Eymundsson Austurstræti í dag kl. 14:00-16:00. Fríða Sophía Böðvarsdóttir mun árita bók sína kl. 15:00 og verður með á boðstólnum spletbrauð og annað hollmeti til að smakka. Bítlavinirnir Valgeir Guðjónsson og Jón Ólafsson spila og syngja bítlalög og Magnús Einarsson Rás 2 les úr bókinni Bylting BÍTLANNA kl. 14:00. Ingólfur Margeirsson frábært tilboðsverð frábært tilboðsverð ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Veislan tekur óvænta stefnu. TÓNLEIKAR Fjöllistamaðurinn Steve Hubback hóf feril sinn sem trommuleikari með rokkhljóm- sveit. Hann færði sig yfir í ásláttar- leik og ákvað, í leit að nýjum hljóð- um, að prófa að smíða sér sín eigin ásláttarhljóðfæri. Honum gekk vel í þreifingum sínum og hljóðfærin öðluðust listræn form. Þau hljóma því jafn vel og þau líta út. Síðustu ár hefur hann smíðað ásláttarskúlptúra fyrir fjölda lista- manna, s.s. Evelyn Glennie, Paolo Vinaccia og Paal Nielsen Love. Tónlistarnálgun hans þykir fjöl- breytt og er hluti af henni að halda tónleika þar sem hann leikur á sér- smíðuðu hljóðfærin sín. Steve er staddur hér á landi um þessar mundir og ætlar að nýta tækifærið til að halda tónleika sem hefjast kl. 20 í kvöld á 3. hæð Ný- listasafnsins. Gestir eru einnig hvattir til þess að koma með jólagjöf fyrir sérstak- an jólabasar sem haldinn verður á 2. hæðinni í kvöld. Enginn sem kemur með gjöf ætti því að fara tómhentur heim. Aðgangseyrir er 400 kr. ■ STEVE HUBBACK Tók þessa mynd við Borgarnes þegar hann heimsótti Íslands í fyrsta skipti fyrir tveimur árum síðan. Ásláttartónleikar í Nýlistasafninu: Leikið á sérsmíðuð ásláttarhljóðfæri

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.