Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 32
TÓNLEIKAR 11.00 Jólatónleikar Tónlistarskóla Ár- bæjar verða haldnir í Árbæjar- kirkju. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. 13.00 Kristján Jóhannsson Masterclass verður í Íslensku Óperunni. 14.00 Opið hús verður í félagsheimili ásatrúarmanna, Grandagarði 8. 15.00 Jólatónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands verða í Háskóla- bíói. Á efnisskránni eru meðal annars verk úr Harry Potter-mynd- unum.. 15.30 Óperukórinn syngur við Tískuval á mótum Laugavegar, Banka- strætis og Skólavörðustígs og gengur síðan syngjandi að Að- ventkirkjunni. 16.00 Landsvirkjunarkórinn heldur jólatónleika í Ljósafossstöð. Aðgangur er ókeypis! 19.00 Karlakór Reykjavíkur heldur að- ventutónleika í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð. 20.00 Páll Rósinkranz heldur útgáfu- tónleika vegna plötu sinnar „Nobody Knows“ í Austurbæ, Snorrabraut. 21.00 Karlakór Reykjavíkur heldur að- ventutónleika í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð. 23.00 South River Band heldur útgáfu- tónleika í Iðnó. OPNUN 17.00 Álfheiður Ólafsdóttir og Helga Sigurðardóttir opna samsýningu í Gallerý nr. 5, Skólavörðustíg 5. Sýningin stendur út mánuðinn. DANSSÝNING 20.00 Pars Pro Toto, fjögur dansverk og tónlist, er sýnt í Borgarleikhúsinu. LEIKHÚS 15.00 Jólagaman er sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. 19.00 Hversdagslegt kraftaverk er sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar. 20.00 Veislan er sýnd á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. 20.00 Rómeó og Júlía eru sýnd á Litla sviði Borgarleikhússins. SKEMMTANIR Milljónamæringarnir spila í Sjallanum, Akureyri. Hunang spilar á Valhöll, Eskifirði. Papar spila á Players, Kópavogi. Óskar Einarsson spilar á Ara í Ögri. Á móti sól spilar á Inghóli, Selfossi. OPNUN 16.00 Sýning Viktoríu Guðnadóttur er ber nafnið Pride opnar í Gallerí Hlemmi. Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14 til 18 og stendur til 5. janúar 2003. UPPÁKOMUR 13.00 Jólamarkaður á Lækjartorgi. Veitingasala í höndum miðbæjar- prests ásamt unglingum úr fjöl- þjóðastarfinu og Samhjálp. Mark- aðurinn stendur til kl. 22. 14.00 Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, kemur á jóla- markaðinn og talar um aðvent- una og jólaboðskapinn. Þá koma tónlistarmennirnir Tómas R. Ein- arsson, Gunnar Gunnarsson og Þorvaldur Þorvaldsson og flytja nokkra fallega jólasálma. 15.00 Hljómsveitin Santiago, sem er skipuð þeim Sigríði Eyþórsdóttur, Birgi Ólafssyni, Ragnari Erni Emils- syni, Jökli Jörgensen og Oddi F. Sigurbjörnssyni, flytur nokkur lög af nýjum geisladiski sínum Girl á jólamarkaðinum á Lækjartorgi. 20.00 Eyjólfur Kristjánsson leikur og syngur nokkur lög á jólamarkað- inum á Lækjartorgi. Eftir tónlistar- flutninginn áritar Eyjólfur nýja diskinn sinn Engan jazz hér á sölubás Skífunnar. 15.00 Listakonurnar Kristín Geirsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Magdalena Margrét Kjartans- dóttir, Bryndís Jónsdóttir og Ása Ólafsdóttir verða með leiðsögn um sýningu sína, Samspil, sem nú stendur yfir í Hafnarborg. 17.00 Neskirkja býður til uppbyggilegrar samveru í kirkjunni þar sem flutt- ar verða Rósakranssónötur nr. I-V eftir Heinrich Biber (1644-1704). Flytjendur eru Dean Richard Ferrell á bassa, Martin Frewer á fiðlu og Steingrímur Þórhallsson á orgel. Séra Örn Bárður Jónsson les ritningarlestra og flytur stuttar hugvekjur. 20.00 Aðventukvöld verður í Háteigs- kirkju. Árni Bergmann rithöfund- ur fjallar um „Hátíðir í lífi okkar“, Páll Óskar Hjálmtýsson og Mon- ika Abendroth flytja hugljúfa tón- list og kirkjukór Háteigskirkju flyt- ur aðventutónlist undir stjórn Douglas Brotchie. 21.00 Skáldkvennakvöld hið síðara er á Næsta bar við Ingólfsstræti. Þar lesa úr nýútkomnum bókum sín- um Ingibjörg Haraldsdóttir, Sig- urbjörg Þrastardóttir, Halldóra Thoroddsen og Elísabet Ólafs- dóttir. Kynnir er Hjalti Rögnvalds- son. Aðgangur er ókeypis. KVIKMYNDIR 14.00 Jólasveinninn og töfratrumban er nafn á finnskri barnamynd sem sýnd er í Norræna húsinu. 15.00 Síðasta kvikmyndasýningin í bíó- sal MÍR fyrir jól er rússneska myndin Fávitinn, sem byggð er á fyrri hluta samnefndrar skáldsögu Fjodors Dostojevskís. Íslenskur texti. Aðgangur ókeypis. TÓNLEIKAR 14.00 Sex nemendur sem tóku þátt í masterclassnámskeiði stórsöngv- arans Kristjáns Jóhannssonar í vikunni syngja á tónleikum í Há- skólabíói. Tveir þeirra hafa aldrei sungið á sviði fyrr. 15.00 Tónleikar verða í Listasafni Einars Jónssonar. Flytjendur eru Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran- söngkona, Camilla Söderberg blokkflautuleikari og Snorri Örn Snorrason sem leikur á lútu og teorbu (bassalútu ). 17.00 Jólatónleikar kammerkórsins Vox academica verða í Háteigskirkju. 17.00 Karlakór Reykjavíkur heldur að- ventutónleika í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð. 17.00 Borgarkórinn flytur jólasöngva í Laugarneskirkju. Fram koma Borg- arkórinn og Systrakvartett Borgar- ness. 17.00 Sinfóníuhljómsveit áhugamanna heldur tónleika í Seltjarnarnes- kirkju. Fluttir verða tveir gítar- konsertar, eftir Vivaldi og Tedesco, og kantata nr. 51 eftir Bach. 20.00 Karlakór Reykjavíkur heldur að- ventutónleika í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð. 20.30 Gospelsystur Reykjavíkur verða með aukajólatónleika sunnudag- inn 15. desember í Langholts- kirkju. Tónleikarnir bera nafnið Jólastjarnan. Stjórnandi Gospel- systra er Margrét J. Pálmadóttir. LEIKHÚS 15.00 Hin smyrjandi jómfrú er sýnd í Iðnó. 20.00 Klundurjól eru sýnd í Hlaðvarp- anum. 20.00 Hin smyrjandi jómfrú er sýnd í Iðnó. Sýningar Hrafnkell Birgisson hönnuður heldur sýningu á verkum sínum í Kaffitári, Bankastræti 8. Sýningin er opinn frá 7.30 til 18.00 og stendur til 10. janúar. Sýningin Reyfi stendur yfir í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Myndlistarkon- urnar Anna Þóra Karlsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir vinna saman undir nafn- inu Tó-Tó og á sýningunni sýna þær flókareyfi úr lambsull. Sýningin stendur til 22. desember og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Sýning á málverkum Aðalheiðar Val- geirsdóttur stendur yfir í Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Á sýningunni eru mál- verk unnin á þessu ári sérstaklega fyrir sýninguna í kirkjunni. Viðfangsefnið er Lífið, tíminn og eilífðin. Sýningin í Hall- grímskirkju er haldin í boði Listvinafé- lags Hallgrímskirkju og stendur til loka febrúarmánaðar. Ólöf Kjaran sýnir í Rauðu stofunni í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Sýninguna nefnir listakonan Undir og ofan á. Sýn- ingin stendur til 13. desember. Sigríður Gísladóttir stórgöldrótt-mynd- listakona sýnir Vörður í Salnum #39, nýju galleríi við Hverfisgötu 39. Sýningin stendur til 12. desember. Sýningin Heimkoman eða: heimurinn samkvæmt ART stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum. Sýningin samanstendur af málverkum og ljós- myndum danska myndlistarmannsins Martin Bigum frá árunum 1997-2002. Sýning á jólamyndum teiknarans Brians Pilkingtons stendur yfir í Kaffistofu Hafnarborgar. Sýningin er opin alla daga og lýkur 22. desember. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir smá- myndir og skúlptúra sem unnin eru í anda jólanna í Kompunni, Kaupvangs- stræti 23, Listagili. Sýningin stendur til 23. desember og er opin alla daga frá klukkan 14 til 18. Í Hafnarborg stendur yfir sýningin “Sambönd Íslands“, alþjóðleg sýning með þátttöku erlendra listamanna sem hafa heimsótt Ísland og íslenskra lista- manna búsettra erlendis. Sýningin stendur til 22. febrúar. Samsýning Bryndísar Jónsdóttur, Ásu Ólafsdóttur, Kristínar Geirsdóttur, Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur og Þorgerðar Sigurðardóttur, Samspil, stendur yfir í Hafnarborg. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11.00 til 17.00 og henni lýkur 22. des- ember. Lína Rut Wilberg sýnir olíumálverk á Café Presto, Hlíðarsmára 15, Kópavogi. Opið 10-23 virka daga og 12-18 um helgar. Sýningin Þetta vilja börnin sjá er haldin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýndar verða myndskreytingar úr nýút- komnum barnabókum. Sýningunni lýkur 6. janúar 2003. Hildur Margrétardóttir myndlistarkona sýnir nokkur óhlutbundin málverk á Mokka-kaffi. Sýningin stendur til 15. jan- úar. Sýningin Milli goðsagnar og veruleika er í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin kemur frá Ríkislistasafni Jórdaníu í Amman og er ætlað að varpa ljósi á heim araba. Sýning á nokkrum verkum Guðmundar Hannessonar ljósmyndara stendur yfir í Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykja- víkurminningar en myndirnar tók Guðmundur um miðja síðustu öld í Reykjavík. Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Lista- safni Reykjavíkur. Inga Svala fjallar um og endurvekur draumsýnina um hið full- komna samfélag. Hún leggur fram hug- mynd að milljón manna borgarskipulagi í Borgarfirði og á norðanverðu Snæfells- nesi. Hrafnhildur Arnardóttir sýnir „Shrine of my Vanity“ sem útleggst á íslensku „Helgidómur hégóma míns“ í Gallerí Hlemmi. Leiðarstef sýningarinnar er hið svokallaða IVD (intensive vanity dis- order) eða hégómaröskun en það heil- kenni verður æ algengara meðal þeirra sem temja sér lífsstíl Vesturlandabúa. Myndlistamaðurinn Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson sýnir í Galleríi Sævars Karls. Kyrr birta – heilög birta er heitið á sýn- ingu sem stendur yfir í Listasafni Kópa- vogs. Sýningarstjóri er Guðbergur Bergs- son. Stærsta sýning á íslenskri samtímalist stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýnd eru verk eftir um 50 listamenn sem fæddir eru eftir 1950 og spannar sýning- in árin 1980-2000. Sýningin Hraun – ís – skógur er í Lista- safni Akureyrar. Sýningin er opin alla daga milli 12 og 17. Henni lýkur 15. des- ember. Veiðimenn í útnorðri er yfirskrift á sýn- ingu sem Edward Fuglö heldur í Nor- ræna húsinu. Jóhanna Ólafsdóttir og Spiros Misokil- is sýna ljósmyndir sínar á Kaffi Mokka. Sýningin heitir „Orbital Reflections“. Allir eru velkomnir. Flökt – Ambulatory – Wandelgang er samsýning Magnúsar Pálssonar, Erics Andersens og Wolfgangs Müllers í Ný- listasafninu. 32 14. desember 2002 LAUGARDAGUR LAUGARDAGUR 14. DESEMBER hvað? hvar? hvenær? Tíu ára afmæli Klais-orgelsins í Hallgrímskirkju: Glæsileg afmælishátíð HÁTÍÐ Í dag eru liðin 10 ár frá vígslu Klais-orgelsins í Hall- grímskirkju. Af þessu tilefni stendur Listvinafélag Hall- grímskirkju fyrir afmælishátíð sem hefst í dag og stendur fram á mánudag. Á hátíðinni verða þrennir orgeltónleikar og hátíð- armessa. Orgel Hallgrímskirkju var byggt af Klais orgelsmiðj- unni í Bonn í Þýskalandi. Það hefur sett mikinn svip á tónlist- arlíf Reykjavíkurborgar síðasta áratug og tilkoma orgelsins gerði flutning á stórum verkum fyrir orgel og hljómsveit mögu- legan á Íslandi. Í dag kl. 14 verður dagskrá fyrir félaga í Listvinafélagi Hallgrímskirkju og boðsgesti í safnaðarsal. Forstjóri Klais- Orgelbau, Philippe Klais, flytur erindi um hönnun orgelsins. Kvikmynd Sigurðar Grímssonar og Ævars Kjartanssonar um smíði orgelsins verður sýnd og boðið verður upp á afmælis- kaffi. Klukkan 17 kynna Hans-Diet- er Möller frá Düsseldorf og Hörður Áskelsson, kantor Hall- grímskirkju, hljóðheim orgels- ins með fjölbreyttum tóndæm- um. Hörður Áskelsson leikur Tokkötu og fúgu í d-moll eftir Johann Sebastian Bach og frumflytur verkið Innsigli, sem Þorkell Sigurbjörnsson samdi í tilefni af afmælinu. Fé- lagar úr Íslenska dansflokkn- um sýna dansverkið Steeples eftir Peter Anderson við Passacaglíu í c-moll eftir Bach. Á morgun kl. 11 verður messa á þriðja sunnudegi í að- ventu. Klukkan 20 flytur Hans- Dieter Möller verk eftir Bach og Tournemiere og frumflytur frumsamið verk sem hann nefnir Sögu og tileinkar þess- um tímamótum. Á mánudag kl. 20 leikur Christian Schmitt frá Þýska- landi verk eftir Bach, Reger, Messiaen og fleiri. Síðar í vet- ur verða fleiri tónleikar helg- aðir afmæli orgelsins, þar sem fram koma góðir gestir. ■ Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni HÖRÐUR ÁSKELSSON, ORGANISTI Í HALLGRÍMSKIRKJU Er ánægður með hljóðfærið, sem er 15 metra hátt og 25 tonn að þyngd. Það státar af 72 röddum sem skiptast á fjögur hljómborð og fótspil. Orgelpípurnar eru alls 5.275 talsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI SUNNUDAGUR 15. DESEMBER hvað? hvar? hvenær?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.