Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 14
SAMGÖNGUR „Ef við lítum nokkur ár aftur í tímann þá má segja að for- gangsröðun og verkefnaval í vega- framkvæmdum hafi verið kolröng að mörgu leyti. Skoðum bara lagn- ingu bundins slitlags á þjóðveg eitt. Við hefðum náð miklu meiri hag- kvæmni með því að taka lengri samfelldari spotta heldur en að skipta þessu upp í óteljandi smá- framkvæmdir hringinn í kringum landið. En sem betur fer er þessi hugsunarháttur sé að baki. Menn eru að átta sig á nauðsyn þess að stilla saman strengi sína, því fjár- munirnir eru af skornum skammti,“ segir Guðmundur Hall- varðsson, formaður samgöngu- nefndar Alþingis. Hann hefur verið ódeigur við að þrýsta á um framkvæmdir á höfuð- borgarsvæðinu og nú hillir undir að af þeim verði. Tugur stórframkvæmda Fyrir liggur að ráðist verður í að minnsta kosti átta til tíu stórfram- kvæmdir í vegamálum á næstu tveimur til þremur árum, sem er óvenju mikið í einu. Flestar eru á suðvesturhorninu og er áætlaður kostnaður við þessar framkvæmd- ir 28 til 30 milljarðar króna. Þar vega þyngst áform um Sundabraut. Umhverfismat er væntanlegt í febrúar en tvær leiðir eru til skoð- unar, brú yfir Leiruvog eða land- fylling. Ríki og borg hafa ekki komið sér saman um hvor kosturinn verð- ur fyrir valinu en kostnaður við fyrsta áfanga er áætlaður á bilinu 6,7 til 9,7 milljarðar króna og heild- arkostnaður á bilinu 13 til 16 millj- arðar. Fyrsti áfangi Sundabrautar kemst vart í gagnið fyrr en um eða eftir 2008 en með brautinni styttast vegalengdir frá Vesturlandsvegi á Kjalarnesi til Reykjavíkur vestan Elliðaáa. Reykjanesbraut, jarðgöng og Suðurstrandarvegur Upp úr áramótum verður hafist handa við fyrsta áfanga tvöföldun- ar Reykjanesbrautar. Í fyrsta áfanga verða rúmir 8 kílómetrar tvöfaldaðir og lýkur verkinu í lok árs 2004. Endanlegri tvöföldun Reykjanesbrautar lýkur hins veg- ar ekki fyrr en árið 2010. Þá verða jarðgöng milli Ólafs- fjarðar og Siglufjarðar og Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar boðin út á næstunni. Þar er um fram- kvæmdir upp á tæpa ellefu millj- arða að ræða og eru verklok áætl- uð 2005 fyrir austan en 2008 fyrir norðan. Suðurstrandarvegur milli Grindavíkur og Þorlákshafnar er í pípunum en framkvæmdum var slegið á frest meðan Reykjanes- braut er tvöfölduð. Ótalin eru mislæg gatnamót á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og færsla Hring- brautar. Allir eru sammála um nauðsyn þessara tveggja fram- kvæmda en dagsetningar vantar þó enn á báðar. Og þá er ekki allt talið, verkefnin eru óþrjótandi hringinn í kringum landið en fjár- munir af skornum skammti. „En það er hins vegar umhugs- unarefni hve stór hluti af því fjár- magni sem við þó ætlum til vega- mála fer til viðhalds á hverju ári. Við setjum um það bil 12 milljarða króna í vegasamgöngur á hverju ári. Þar af fara um 40% í viðhald vega eða nálægt 4,8 milljörðum króna. Einungis 7,2 milljarðar eru til skiptanna í nýframkvæmdir um allt land. Við getum ekki látið nýframkvæmdir líða fyrir við- haldsframkvæmdir og þar er af nógu að taka. Það er alveg ljóst að verulegar breytingar hafa orðið á flutningsmáta, sjóflutningar hafa dregist saman en landflutningar aukist að sama skapi. Við verðum því að hraða uppbyggingu vega- kerfisins, einkum þjóðvegar núm- er eitt. Á honum er til dæmis 71 brú sem þarf að tvöfalda eða lag- færa vegna þungaflutninga og ég held að menn séu vel meðvitaðir um þessa þörf. Einnig þurfum við að horfa á allar tengingar ein- stakra byggðarlaga við þjóðveg númer eitt,“ segir Guðmundur. Átök um skiptingu kökunnar Nú er í fyrsta sinn lögð fram heilsteypt áætlun um samræmda samgönguáætlun sem þýðir að litið er á heildarmyndina, flugvelli, hafnir og vegi sem eina heild. Það gerir að verkum að auðveldara er að færa fjármuni milli einstakra samgönguþátta, gerist þess þörf. „Nú eru til að mynda 700 millj- ónir króna teknar af svokölluðu hafnafé og settar í vegafram- kvæmdir. Það skiptir mjög miklu máli að allt sé undir í einu og hefur í för með sér umtalsverða hagræð- ingu. Hugsunarhátturinn er ger- breyttur gagnvart samgöngumál- um og það kemur öllum til góða,“ segir Guðmundur en viðurkennir að þótt kjördæmapot sé fyrir bí slái oft í brýnu þegar kemur að skipt- ingu fjármunanna. „Það er oft erfitt þegar verið er að skipta þessari köku. Auðvitað takast þingmenn á um hana og telja að sín byggðarlög eða sitt kjör- dæmi hafi orðið út undan miðað við önnur. En ég held að það sé þing- mönnum hollt og nauðsynlegt, hvar sem þeir kunna að vera til húsa, að horfa á þá upphæð sem við höfum til skiptanna og hugsa fyrst og fremst um það hvar og hvernig við getum nýtt þessa peninga sem best til að minnka slysatíðni og auka ör- yggi. Síðast en ekki síst eiga menn að horfa á hagkvæmni fram- kvæmdanna sem ráðist er í.“ Og þótt niðurstaða sé fengin eru þingmenn ekki alltaf sáttir við framkvæmdaröðina. „Nei, nei, menn eru ekki sáttir og telja að það fari of mikið hingað á suðvesturhornið. Það er kannski ekkert óeðlilegt miðað við það hvernig mál hafa þróast á undan- förnum árum. En þó menn séu ósáttir í eðli sínu þá held ég að þeir séu sáttir í hjarta sínu. Við sjáum öll hve umferðarþunginn hefur aukist hér í Reykjavík og nágrenni. Það verður auðvitað að mæta þessu með einhverjum hætti. Ég hefði til dæmis sjálfur viljað sjá framkvæmdir við tvöföldun Vesturlandsvegar á undan tvöföld- un Reykjanesbrautar, þar munar töluverðu á umferðarþunga. Reykjanesbrautin er nauðsynlegt verkefni en við verðum að for- gangsraða og gera það sem réttast.“ Hafna aukinni skattheimtu vegna vegabóta Guðmundur segir að fjármunir til vegaframkvæmda þyrftu að vera miklu meiri ef vel ætti að vera. Hann sér þó ekki fyrir sér að ökumenn verði látnir bera allan þungann af stórframkvæmdunum með brúartollum eða jarðganga- sköttum. „Þegar ákvörðun um jarðganga- gerð var tekin var gert ráð fyrir því að fjármunir sem fengjust með sölu ríkiseigna, banka og annarra eigna, yrðu nýttir til slíkra fram- kvæmda. Við það verður staðið. Aukin skattlagning vegna ein- stakra stórframkvæmda í vega- málum er að svo komnu máli ekki inni í myndinni. Hins vegar hafa menn lengi rætt um hvernig standa eigi að breytingum á innheimtu þungaskatts, hvort eigi að inn- heimta hann með dísilolíu. Það er í sjálfu sér ekki fráleit hugmynd, þá greiða menn í samræmi við notkun á vegakerfinu. En á móti kemur að landflutningar hafa aukist, mat- vara og önnur nauðsynjavara er flutt um þjóðvegina í auknum mæli. Innheimta þungaskatts gegnum dísilolíuna myndi leiða til verulegrar hækkunar á flutnings- kostnaði og þar með hækkunar á vöruverði á landsbyggðinni. Stjórnvöldum er því nokkur vandi á höndum því öll viljum við standa vörð um byggðir landsins. Þó við séum öll sammála um að greiða skuli skatta og skyldur í samræmi við notkun þá er þetta langt í frá auðleyst mál. Það hangir fleira á spýtunni.“ Næstu brýnu verkefni Guðmundur þarf ekki langan umhugsunartíma þegar hann er spurður um næstu stórverkefni í vegamálum, segir listann nær ótæmandi. „Þegar nauðsynlegum stórfram- kvæmdum hér á suðvesturhorninu lýkur og gerð Fáskrúðsfjarðar- ganga og Héðinsfjarðarganga er lokið er þörf á stórátaki í styttingu þjóðvegar númer eitt. Þá þarf einnig að ljúka jarðgangagerð á Vestfjörðum, meðal annars milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, en þau eru skilyrði fyrir heilsárssam- göngum innan landshlutans. Loks má nefna frekari jarðgangagerð fyrir austan og undir Vaðlaheiði, allt í þessari röð.“ the@frettabladid.is 14 14. desember 2002 LAUGARDAGUR JARÐGÖNG Reyðarfj.-Fáskrúðsfj. m/vegtengingum Lengd: 5,3 km Stytting milli þéttbýlisstaða: 30 km Umferð: 200-300 bílar á dag Kostnaður: 3,8 milljarðar Kostnaður pr. kílómetra: 717 milljónir Arðsemi: 4-8% Útboð: desember 2002 Upphaf framkvæmda: apríl 2003 Verklok: lok árs 2005 JARÐGÖNG Siglufj.-Ólafsfj. m/vegtengingum a) göng Siglufjörður-Héðinsfjörður b) göng Héðinsfjörður-Ólafsfjörður Lengd: 4,0 km og 6,2 km Stytting milli þéttbýlisstaða: 45 km Umferð: 350 bílar á dag Kostnaður: 6,8 milljarðar Kostnaður pr. kílómetra: 667 milljónir Arðsemi: 14,5% Útboð: febrúar 2003 Upphaf framkvæmda: 2004 Verklok: 2008 SUÐURSTRANDARVEGUR Grindavík-Þorlákshöfn Lengd: 58 kílómetrar Stytting milli þéttbýlisstaða: 15-16 km Umferð: óvíst Kostnaður: 1,0 milljarður Kostnaður pr. kílómetra: 17,2 milljónir – Framkvæmdum frestað meðan unn- ið er að tvöföldun Reykjanesbrautar REYKJANESBRAUT - Tvöföldun Reykjanesbær-Hafnarfj. 1. áfangi Hvassahraun að Strandarheiði Lengd samtals: 24 kílómetrar - 1. áfangi: 8,1 kílómetrar Umferð: 7.000 bílar á dag Kostnaður samtals: 6-7 milljarðar - 1. áfangi: 850 milljónir Kostnaður pr. km: 250-290 milljónir - 1. áfangi: 105 milljónir Upphaf framkvæmda: - 1. áfangi: janúar 2003 Verklok allra áfanga: 2010 - 1. áfangi: 1. nóvember 2004 KRINGLUMÝRARBRAUT – MIKLABRAUT - mislæg gatnamót Umferð: 80.000 bílar á dag Kostnaður: 1,5 milljarðar Arðsemi: ómæld Útboð: ? Upphaf framkvæmda: ? Verklok: ? - Einn milljarður hefur um skeið verið ætlaður til undirbúnings framkvæmda. - Ekki liggur enn fyrir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir. - Má í fyrsta lagi búast við fram- kvæmdalokum um áramót 2005/2006. HRINGBRAUT - færsla vegar og stokkur Umferð: 80.000 bílar á dag Kostnaður: 2,8 milljarðar Arðsemi: ómæld Útboð: ? Upphaf framkvæmda: ? Verklok: ? - Sameiginleg ákvörðun Reykjavíkur, ríkis og Ríkisspítala. - Ekki liggur enn fyrir nein ákvörðun um framkvæmdir. Vönduð karlmannsúr LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á Vitlaus forgangsröð í allt of langan tíma Formaður samgöngunefndar Alþingis segir hugsunarhátt gagnvart samgöngumálum nú allt annan en áður, kjördæmapot sé fyrir bí og forgangsröðun verkefna önnur. Á næstunni verður ráðist í óvenju margar stórfram- kvæmdir í vegamálum. Tvenn jarðgöng eru á teikniborðinu og skammt er í að ráðist verði í tugmilljarða samgöngubætur, flestar í og kringum Reykjavík. SUNDABRAUT 1.áfangi – Þverun Kleppsvíkur frá Sæbraut ásamt tengingu Hallsvegar að Strandvegi 1. áfangi Öll framkvæmdin Leið 1 – Hábrú á Kleppsvík 9,7 milljarðar 16,2 milljarðar Leið 3 – Landfyllingar + stokkur frá Sæbraut 6,7 milljarðar 13,2 milljarðar Arðsemi Leið 1 10,0% Arðsemi Leið 3 14,0% - Umhverfismat væntanlegt í febrúar 2003. - Þegar ríki og Reykjavíkurborg hafa komið sér saman um leið og tekið ákvörðun tekur undibúningur u.þ.b. 2 ár. - Framkvæmdir við 1. áfanga taka 2 ár. - Í fyrsta lagi hægt að taka 1. áfanga í notkun árið 2008. GUÐMUNDUR HALLVARÐSSON Formaður samgöngunefndar segir umhugsunarefni að 40% af því fjármagni sem ætlað er til vegamála fari til viðhalds á hverju ári. Leðursófasett með tveimur hægindastólum á 350.000 kr. 20-50% afsláttur af öðrum vörum. Mikið úrval. MiCasa • Síðumúla 13 sími 588 5108 Jólaútsala

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.