Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 18
CARTERPURI, AP Þegar Jimmy Carter,
fyrrverandi Bandaríkjaforseti,
tók við friðarverðlaunum Nóbels
á þriðjudaginn ríkti gleði í litlu
þorpi á Indlandi. Þorpsbúum
finnst sem þeir eigi svolítið í
Jimmy Carter. Hann er nánast
eins og einn af þeim.
Í janúar árið 1978 heimsótti
Jimmy Carter þetta fjögur þús-
und manna þorp, sem þá hét
Daulatpur Nasirabad. Mánuði
fyrr fengu þorpsbúar að vita að
Bandaríkjaforseti ætlaði að koma
þar við ásamt eiginkonu sinni.
Uppi varð fótur og fit í litla þorp-
inu og þegar Carter og frú komu
þangað var það orðið hreinasti
staður á Indlandi.
Nokkrum dögum eftir heim-
sóknina var tekin sameiginleg
ákvörðun um að breyta nafni
þorpsins. Héðan í frá skyldi það
heita Carterpuri, sem útleggst
Cartersbær. Enginn þorpsbúa var
andvígur þessari breytingu. Allir
voru þeir djúpt snortnir af heim-
sókninni. Eftir heimsóknina skrif-
uðust forsetahjónin á við þorps-
búa um skeið. Bréfin frá þeim eru
enn geymd sem dýrgripir.
„Carter forseti kom litla þorp-
inu okkar á kortið. Eftir heimsókn
þeirra var ekki um neitt annað tal-
að hér dögum saman,“ sagði
Veermati Devi, sjötug langamma,
vel ern.
„Hann tók okkur að sér þegar
hann heimsótti okkur, og við tók-
um hann að okkur sem einn sona
okkar,“ sagði Kartar Singh, kaup-
maður sem hefur einnig verið
póstmeistari þorpsins í meira en
35 ár.
Ástæða þess að Carter fór til
þessa þorps var ekki heimssögu-
leg á neinn hátt, heldur er hennar
að leita í fjölskyldusögu Carters
sjálfs. Móðir hans, Lillian Carter,
starfaði þar um tíma sem hjúkr-
unarkona árið 1967.
Carter og frú komu færandi
hendi árið 1978. Þau gáfu þorps-
skólanum sjónauka, sem gekk frá
einum skólastjóra til þess næsta
þangað til hann hvarf einn daginn.
Þau buðu þorpinu einnig fjár-
hagsaðstoð, en héraðsstjórnin
hafnaði henni. Sumir þorpsbúa eru
enn afar ósáttir við þá ákvörðun.
„Það hefði verið gott að fá
sjúkrahús eða framhaldsskóla,“
sagði Jagdish Yadav, einn öldung-
anna í þorpinu, „eitthvað áþreif-
anlegt til minningar um heimsókn
Carters.“
Carterpuri er 40 km suður af
Nýju-Delhí. Skýjakljúfar stór-
borgarinnar sjást þar vel, en
þorpið sjálft er með öllu ósnert af
stórborgarbragnum. Fátt hefur
breyst þar á þeim aldarfjórðungi
sem liðinn er frá því Bandaríkja-
forseti skrapp þangað eina dag-
stund.
En heimsóknin er þorpsbúum
enn í fersku minni.
„Ég var í hernum þá og var í
leyfi,“ segir Subedar Mohan Lal.
„Allir voru svo spenntir. Ruslið
hafði verið fjarlægt af götunum,
húsin voru máluð og hreinsunar-
æði greip bæjaryfirvöldin.“
„En lítið á þorpið núna,“ segir
Deep Chand Yadav, fyrrverandi
skólastjóri sem var í hópi þeirra
sem fylgdu Carter um þorpið.
„Það eru engin holræsi, göturnar
eru allar holóttar. Kannski ætti
Carter að koma núna, til þess að
sjá þorpið eins og það er í raun og
veru.“ ■
14. desember 2002 LAUGARDAGUR
Gullsmiðja
Hansínu
Jens
Seljum eingöngu
smíðað af
Hansínu og Jens Guðjónssyni
Laugaveg 20b v/ Klapparstíg • sími 551 8448
Íslenskt handverk
Hringir frá kr. 3.500,-
Hálsmen frá kr. 5.100,-
Armband frá kr. 4.900,-
Eyrnalokkar frá kr. 4.500,-
James Earl Carter yngri hlaut
friðarverðlaun Nóbels á þriðju-
daginn fyrir „linnulaust starf
sitt áratugum saman til þess að
finna friðsamlegar lausnir á al-
þjóðaátökum, til þess að efla
lýðræði og mannréttindi til þess
að styrkja efnahagslega og fé-
lagslega þróun.“
Hann var forseti Bandaríkj-
anna árin 1977-81. Sigraði Ger-
ald R. Ford, þáverandi forseta,
með glæsibrag í kosningunum
1976 en tapaði svo fyrir Ronald
Reagan árið 1980.
Carter er fæddur árið 1924 í
Georgíuríki. Hann ólst upp á
hnetubúgarði þar sem stanslaust
var talað um stjórnmál. Bróðir
hans, Billy, þótti reyndar vart
hæfur til að vera bróðir forseta
en keppti engu að síður við
bróður sinn um athygli fjöl-
miðla.
Nóbelsverðlaunin fékk Carter
meðal annars fyrir hlut sinn í
sögulegum friðarsamningi Ísra-
els og Egyptalands árið 1978.
Eftir að hann yfirgaf Hvíta hús-
ið hefur hann helgað líf sitt bar-
áttu fyrir friði og mannréttind-
um og gerst æ róttækari með
árunum. ■
Fögnuður
í Cartersbæ
Í litla þorpinu Carterpuri á Indlandi var því sérstaklega fagnað að
Jimmy Carter skyldi hljóta Nóbelsverðlaunin. Carter kom þorpinu á heimskortið
fyrir tæpum aldarfjórðungi. Kannski ætti hann að bregða sér þangað aftur.
JIMMY CARTER OG FRÚ
Nærri aldarfjórðungi eftir að þau heimsóttu litla þorpið á Indlandi tók Jimmy Carter við friðarverðlaunum
Nóbels í Ósló. Þarna veifar hann til mannfjöldans fyrir utan hótelið eftir að hafa tekið við verðlaununum.
HVÍTA HÚSIÐ Í WASHINGTON
Jimmy Carter var forseti Bandaríkjanna
1977-81.
AP
/R
O
N
E
D
M
O
N
D
S
AP
/D
AV
E
C
AU
LK
IN
Hver er
Jimmy Carter?
ALLIR
Á SKAUTA!
Skautaholl.is
Pantið jólavörurnar núna
Kays Argos - þægilegt og hagkvæmt
Ódýrar vörur og
útsala í versluninni
Austurhrauni 3, Garðabæ, s. 555 2866