Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 48
Einu sinni var maður sem áttisex dætur. Hann hvatti þær all-
ar til að giftast útlendingum. Helst
frá Asíu eða Afríku. Alla vega af
fjarskyldum kynþáttum. Þetta þótti
mér skrýtið. Enda orðinn sextán
ára þegar ég sá fyrst svertingja.
Föðurnum gekk gott eitt til. Hann
hugði að framtíð dætra sinna í víð-
ara samhengi en flestir. Hann var
líka að hugsa um framtíð þjóðar-
innar. Hann vissi hvað vantaði:
Nýtt blóð.
ÍSLENDINGAR eru allt of fáir til
að geta fjölgað sér svo eitthvert vit
verði í. Við erum búin að vera of fá
of lengi. Helstu sérkenni þjóðarinn-
ar og jafnvel þau sem við stærum
okkur hvað mest af eru afsprengi
skyldleikaræktunar sem fyrr en
síðar endar með ósköpum. Þetta
kemur best í ljós á ættarmótum þar
sem hver laukurinn er öðrum líkur.
En þó flestir skrýtnir.
SJÁLFUR á ég tvær dætur sem ég
elska út af lífinu. Því gleður það
hjarta mitt að önnur eigi ítalskan
kærasta og hin vin frá Sri Lanka.
Þá á ég mág frá Bosníu og vona að
sonur minn kræki sér í eina ung-
verska. Í nýju blóði liggur bjartari
framtíð.
ÞAÐ er ekki nóg með að þetta fólk
búi til betri mat en Íslendingar
hafa hingað til fengið. Án þeirra
værum við enn að borða á Múla-
kaffi og Hótel Holti til skiptis. Það
hugsar líka öðruvísi. Trúir jafnvel á
aðra guði. Það bætir nýjum víddum
við þjakaða og samanherpta þjóð-
arsálina. Og síðast en ekki síst ger-
ir það Íslendinga fjölmennari og
veitir ekki af. Hér á landi verður
aldrei rekinn almennilegur bisniss
nema við náum því að verða þrjár
milljónir. Það verðum við aldrei
hjálparlaust.
ÞESS vegna eigum við að bjóða
alla útlendinga velkomna hingað til
lands. Ekki að vera að fetta fingur
út í þá með snúnum formlegheitum
og flókinni skriffinnsku sem hefur
það eitt að markmiði að hamla
hingaðkomu þeirra. Við eigum að
taka þeim fagnandi og blanda við
þá geði og blóði. Þá mun upp rísa
ný og betri þjóð með batteríin í
lagi. Og jafnvel fallegri á litinn. ■
w w w . v i n b u d . i s
Frá 1. des 2002
Opið á laugardögum kl. 11-18
Kringlunni • Smáralind • Dalvegi
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
ED
D
1
97
01
12
/2
00
2
Áhrifamiklar
www.edda.is
Þóra
Snorradóttir
Íris Anita
Hafsteinsdóttir
Anna Kristine
Magnúsdóttir
Guðrún Egilson
„Bók sem hjálpar“
„Mjög áhrifamikil bók.“
Þórhallur Gunnarsson,
Ísland í bítið
„Áhrifamikil bók sem
eykur skilning okkar á
heimilisofbeldi. Af hverju
konurfara ekki frá maka
sínum og hvernig andlegt
ofbeldi lýsir sér. Bók sem
getur hjálpað.“
Jóna Sigurlín Harðardóttir,
framkvæmdastjóri Kvennaathvarfs
Glæsileg bók
„Við höfum fundið jólabókina í ár!“
Sigurður Gylfi Magnússon, kistan.is
„Íslenskar konur ævisögur er
glæsileg bók í alla staði.“
Soffía Auður Birgisdóttir, Mbl.
„Holl og þörf lesning“
Þóra Snorradóttir háði harða
baráttu við krabbamein og
ritaði bók um þá reynslu
síðasta veturinn sinn í lífinu.
Hér miðlar hún styrk og
kjarki, minnug þess að hinn
heilbrigði á sér margar óskir
en sá sjúki aðeins eina.
„Holl og þörf lesning fyrir okkur
öll sem alltof oft hættir til að
líta á lífið sem sjálfsagðan hlut“.
Friðrika Benónýs, Mbl.
Gleði,sorg og sigrar
Ný bók í flokknum Litróf lífsins eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur sem vakti
mikla athygli í fyrra. Hér segja fjórir Íslendingar frá því hvernig líf
þeirra tók óvænta stefnu á miðjum aldri.
· Hildur Rúna Hauksdóttir, móðir Bjarkar Guðmundsdóttur: Óhefðbundnar leiðir.
· Hlín Baldvinsdóttir: Af hótelum í hjálparstarf.
· Sigurdór Halldórsson: Úr viðjum eiturlyfja er hann undirbjó innbrot í Veginn.
· Ólöf de Bont: Dæmd úr leik en gafst ekki upp.
„Vönduð og vel
skrifuð ævisaga“
Svanhvít Egilsdóttir er sá
Íslendingur sem hvað mest
áhrif hefur haft í tónlistar-
heiminum. Hún var umdeild
og einkalíf hennar þótti æði
frjálslegt. Svanhvít náði
frábærum árangri sem tónlistar-
kennari í Vín og kenndi mörgum
af helstu söngvurum síns tíma.
Vönduð bók um stórbrotna konu.
„Vönduð og vel skrifuð
ævisaga merkrar konu.“
Friðrika Benónýs, Mbl.
lífssögur
9. sæti
Bókabúðir MM
ævisögur 3.-9.des
Nýtt blóð
Bakþankar
Eiríks Jónssonar