Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 14. desember 2002 Hlaupahjól - um jólin Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 Jólatilbo›: 4.990 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TS 1 94 42 11 /2 00 2 Stö›ugt og au›velt a› leggja saman. Úr stáli. Litir: svart, rautt og blátt. Fullt ver›: 5.990 kr. 3bestu jólalöginog verstu Birgitta 3 bestu 1. Komdu um jólin. Ítalskt lag, texti Laddi, í flutningi Gunnars Ólafssonar. „Heillaði mig söngurinn og textinn og ég tel að þetta eigi eftir að lifa.“ 2. Fyrir jól. Erlent lag, texti Þorsteinn Eggertsson í flutningi Bjögga og Svölu. „Hittist alltaf svo á þegar ég er að keyra út jólakort og pakka á aðfangadag að þetta lag er í útvarpinu. Frábært.“ 3. Litli trommustrákurinn. Erlent lag, texti Þorvaldur Geirsson með Siggu Beinteins eða Ragga Bjarna. „Þetta er smá svindl því ég er í raun að tala um Little Drummer Boy með Boney M. Ég lokaði mig oft langtímum saman inni á herbergi og söng með.“ 3 verstu 1. Ég gat bara ekki valið versta jólalagið! „Sko. Ég fór samviskusamlega í gegnum alla diskana mína og fann bara ekkert svo vont jólalag að það ætti heima þarna. Plís!“ 2. Nú skal segja – jólatrésskemmtunarlag. „Ég hef aldrei skilið af hverju þetta er jólalag. Textinn er ekkert jólalegur og ekkert í melódíunni sem minnir á jól. Af hverju er þetta ekki bara leikskólalag?“ 3. Jólahjól eftir Skúla Gautason. „Var algjört uppáhaldslag hjá mér en það hefur verið eyðilagt fyrir mér með ofspilun.“ BIRGITTA HAUKDAL Vond við mig að leyfa mér bara að velja þrjú lög. ELLÝ Í Q4U Börnin reyna á geðheilsuna með ofspilun á Snæfinni. KARL ÖRVARSSON Jólastundin spiluð miklu meira en opin- berar tölur segja til um. Jónatan Garðarsson: 3 bestu 1. Hin fyrstu jól. Lag Ingibjörg Þorbergs, texti Kristján frá Djúpalæk. „Samið 1954 og má heita fyrsta íslenska dægurjólalagið.“ 2. Jólin alls staðar eftir Jón Sigurðsson við texta Jóhönnu G. Erlingsson. „Þetta er samið árið 1964 og er góður fulltrúi fyrir hin betri jólalög.“ 3. Jólakötturinn. Lag Ingibjörg Þorbergs, texi Jóhannes úr Kötlum. „Þetta er samið upp úr 1960 og telst sígilt.“ 3 verstu 1. Jólahjól eftir Skúla Gautason. „Kannski að ofspilun eigi sinn þátt í að það er efst á lista?“ 2. Svona jólasveinn eftir Guðberg Ísleifsson og Örn Smára Gíslason. „Þetta er Eiríks Fjalars-syndróm, þokka- legt viðlag en versin alveg skelfileg með of mörgum atkvæðum.“ 3. Jólalag eftir Bjartmar. „Þar er verið að syngja um jólakapp- hlaupið en lagið sjálft er nánast verra en hið þreytandi yrkisefni.“ JÓNATAN GARÐARSSON Gríðarlega mikið til af jólalögum. Kalli Örvars 3 bestu 1. Jólastund með Stuðkompaníinu eftir Karl Örvarsson. „Þarna fer saman skemmtilegt lag og bráðsmellinn texti. Ekki spillir afbragðs- myndband sem fylgir laginu.“ 2. Í dag er glatt í döprum hjörtum eftir Mozart úr Töfraflautunni. Texti Valdimar Briem. „Eftir því sem ég best veit eru Íslendingar einir um að hafa þetta stef sem jólalag og því hlýtur þetta að teljast íslenskt, eða því sem næst.“ 3. Er líða fer að jólum með Ragga Bjarna. Lag Gunnar Þórðarson, texti Ómar Ragnarsson. „Þetta hittir alltaf alveg beint í mark.“ 3 verstu 1. Jólahjól. Lag og texti: Skúli Gautason. „Langþreytt lag, fannst það eiginlega andvana borið. Vinsældir þess bera vott um vondan smekk „bolsins“.“ 2. Það á að gefa börnum brauð – til dæmis með Savannatríói. Þjóðlag og þjóðvísa. „Mónótónískt með afbrigðum.“ 3. Göngum við í hring um eini- berjarunn – jólatrésskemmtunarlag. „Var flott þegar ég var þriggja ára en verulega farið að slá í það, svo ekki sé nú talað um hreyfingarnar sem fylgja. Getur drepið naut.“ Ellý: 3 bestu 1. Jólakötturinn í flutningi Bjarkar. Lag Ingibjörg Þorbergs. Texti Jóhannes úr Kötlum. „Helst í hendur hátíðleiki og jafnframt töffheit.“ 2. Helga nótt Erlent lag, texti eftir Sigurð Björnsson. „Hátíðleiki og frábær laglína.“ 3. Heims um ból. Lag Gruber, texti Sveinbjörn Egilsson. „Er þetta ekki sjálft jólalagið?“ 3 verstu 1. Jólahjól eftir Skúla Gautason „Eitt af þessum ergilegu sem hefur verið spilað þvílíkt í tætlur.“ 2. Snjókorn falla Lag Bob Heatlie við texta Jónatans Garðarssonar í flutningi Ladda. „Pirrandi lag sem Shakin´ Stevens gerði vinsælt – of vinsælt.“ 3. 12 dagar jóla með Spírabræðrum. „Bjánaútgáfa og útúrsnúningur. Endar með því að söngvarinn fer í meðferð ásamt kærustu sinni, sem er nú frekar lamaður húmor.“ Óli Palli: 3 bestu 1. Hin fyrstu jól. Lag Ingibjörg Þorbergs, texti Kristján frá Djúpalæk. „Í uppáhaldi hjá mér síðan ég sá hana syngja þetta lag í sjónvarpinu í fyrra. Frábærlega flott og hún söng eins og engill. Heillaði mig upp úr skónum.“ 2. Jólakötturinn eftir Ingibjörgu Þor- bergs, texti Jóhannes úr Kötlum. „Í algjöru uppáhaldi hjá mér og á mínu heimili. Frábær rödd Bjarkar nýtur sín til fullnustu í þessu meistaraverki.“ 3. Yfir fannhvíta jörð. Erlent lag við texta Björgvins Jörgenssonar með Pálma Gunnarssyni. „Þetta er ekta fínt jóla.“ 3 verstu 1. Desember með Buttercup eftir hljóms- veitina. „Ábyggilega vel meint, en samt eitthvað svo glatað.“ 2. 12 dagar jóla með Spírabræðrum „Ofboðslega glataður húmor.“ 3. Göngum við í kringum – jólatrésskemmtunarlag. „Fékk aumingjahroll þegar farið var í leikina á jólatréskemmtunum. Svona ger- um við þegar við hengjum okkar þvott... Mér fannst þetta alveg glatað sem barn og þykir enn.“ ÓLI PALLI OG SONUR Jólalög pirra mig ekki líkt og svo marga aðra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.