Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 46
46 14. desember 2002 LAUGARDAGUR ÓKEYPIS Taka fólk tali. Heilsa því meðhandabandi. Smella jafnvel kossi. Á förnum vegi. Góð saga í samtali tveggja þarf ekki að vera löng. Handabandið skapar ná- lægð. Kossinn veitir nauðsynlega snertingu. Kostar ekki neitt. Bæt- ir lífið – ókeypis. Fimmti heið- ursfélaginn VIÐURKENNING Gísli Halldórsson arkitekt var kjörinn heiðursfé- lagi í Arkitektafélagi Íslands á aðalfundi þess í nóvember. Heiðursfélagana má telja á fingrum annarrar handar en Gísli er sá fimmti í 60 ára sögu félagsins. „Það er sérstök ánæg- ja að fá slíka viðurkenningu frá starfsfélögum sínum og ég met það mikils,“ segir Gísli, sem starfaði sem arkitekt í rúm 60 ár. „Ég opnaði fyrstu stofuna þann 1. desember 1940 og stóð í slíkum rekstri fram að aldamót- um.“ Gísli fæddist á Kjalarnesi þann 12. ágúst 1914 og er því orðinn 88 ára gamall. Hann er einn afkastamesti arkitekt landsins og hefur látið að sér kveða í félagsmálum arkitekta og á opinberum vettvangi á sviði íþrótta- og stjórnmála um ára- tuga skeið. „Ég er þó farinn að draga mig í hlé og tek því rólega en ég hitti félaga mína ennþá og rabba um daginn og veginn og fagið.“ Gísli sat í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins í 20 ár og gegndi embætti forseta borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili sínu. „Ég var í borgarstjórn á mínum bestu árum og sinnti mest skipulags- málum og íþróttum. Það var ágætt að geta komið áhugamál- unum þarna inn.“ Gísli var ekki síður virkur innan íþróttahreyf- ingarinnar en hann var í Ólymp- íunefnd Íslands í 41 ár og þar af formaður hennar í 21 ár. Hann var einnig forseti ÍSÍ í 18 ár frá 1962-1980. Meðal verkefnalista stofu Gísla má nefna Íþróttahús Há- skóla Íslands, sem hann vann með Sigvalda Thordarson, íþróttaleikvanginn í Laugardal, Hótel Loftleiði, Hótel Esju, íbúð- arhús sitt við Tómasarhaga 31, Lögreglustöðina og Tollstöðina. Honum er afar hlýtt til Tollstöðv- arbyggingarinnar. „Það var mik- ið gleðiefni að við fengum að skreyta húsið með myndarlegu listaverki eftir Gerði Helgadótt- ur. Það tók langan tíma að fá það í gegn og verkið kom ekki upp fyrr en tveimur árum eftir að húsið var klárað. Ég geymdi þetta pláss alltaf fyrir listaverk og naut þess að tollstjórinn var áhugasamur um að skreyta húsið og lagði til hluta af þeim miklu peningum sem hann innheimti í þá daga.“ ■ TÍMAMÓT Lítil vinkona mín, tæpra 3 ára,sem þá bjó á Raufarhöfn, hafði komið að máli við mig vegna þess að hana vanhagaði um ýmsan varn- ing. Til dæmis Baby Born hús, Baby Born gluggatjöld, Baby Born potta og Baby Born mat. Þetta var meira en hægt var að standast, þan- nig að norður fór pakki með Baby Born dóti. Einhverjum dögum sein- na hringdi síminn. „Hæ! Þetta er Bryndís,“ sagði hún skýrmælt miðað við aldur. „Sæl elskan mín“, sagði ég. „Hvað segir þú í fréttum?“ „Allt gott.“ Síðan kom þögn. Svo sagði hún allt í einu. „Sjáðu hvað ég get.“ Í kjölfarið heyrðist í símanum brölt, vafstur og sífellt hraðari and- ardráttur barnsins, sem varði í dá- góða stund. „Sástu hvað ég gat,“ segir hún svo. „Nei, Bryndís mín, ég sé ekki neitt.“ Aftur heyrðust skruðningar og dynkur þegar síminn datt í gólfið, og más í krakkanum. „Hvað ertu eiginlega að gera?“ spyr ég. „Sko ég gat það“ segir hún móð. „Hvað gastu eiginlega?“ segi ég og fannst símtal þetta orðið frek- ar undarlegt. „Ég gat hoppað á einni löpp.“ Eftir að ég var búinn að jafna mig eftir mikla hláturroku heyri ég í mömmu hennar í bakgrunninum: „Þú verður að þakka Tryggva þús- und milljón sinnum fyrir pakkann með Baby Born dótinu.“ Ekki stóð á svari frá þeirri stuttu, því hvíslað var í símtólið: „Takk, takk, takk, Aaaaaa, takk,.......“ Tengdamamma mín sem er langamma Bryndísar er orðin nokkuð fullorðin þótt sáralítil elli- merki sjáist á þeirri „lekkeru“ konu. Samt þegar maður er orðinn 86 ára er ekkert eðlilegra en að eitt- hvað smávegis sé farið að daprast. Frúin átti afmæli. Ekkert stóraf- mæli en ágætis tilefni var að fara í heimsókn og færa henni eitthvað. Keyptur var blómvöndur, rjóma- peli og dýrindis Sacerterta. Hún tók glaðlega á móti okkur, ég heilsa henni og spyr hvort hún eigi eitt- hvað, til að þeyta með rjóma. „Ha?“ var svarið. „ÁTTU EITTHVAÐ TIL AÐ ÞEYTA MEÐ RJÓMA?“ „Nei, ég hef bara ekkert heyrt í þeim.“ ■ Tryggvi Gunnarsson Flateyjarjarl segir frá undarlegu símtali frá Raufarhöfn og skorar á Ingibjörgu Pétursdóttur iðjuþjálfa að segja næstu sögu. Sagan Einfættar þakkir og óþeyttur rjómi TÍMAMÓT GÍSLI HALLDÓRSSON „Það er of mikið um dökka liti í byggingum í dag. Svört hús eiga ekki við í dimmunni hérna og ég hef alltaf verið fyrir það að halda ljósum litum í húsum. Það lífgar upp á bæinn.“ MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að nýbúar eru íbúar eins og aðrir síbúar. Leiðrétting TRYGGVI GUNNARSSON „Hvað gastu eiginlega?“, segi ég og fannst símtal þetta orðið frekar undarlegt. Stúlka kemur hlaupandi heimúr skólanum og kallar í mömmu sína: Mamma, mamma, í dag lærðum við að telja og all- ir hinir krakkarnir kunnu bara upp í fimm. Ég kunni upp í tíu. Er ég ekki dugleg, mamma? Jú, segir mamman. Er það af því ég er ljóska? Já, segir mamm- an. Daginn eftir kemur stúlkan aftur heim úr skólanum og seg- ir: Í dag lærðum við stafrófið. Ég kunni að H, hinir krakkarnir bara að E. Er ég ekki dugleg? Jú, segir mamma. Er það af því ég er ljóska? Já, segir mamma. Þriðja daginn kemur stúlkan hlaupandi heim úr skólanum og segir: Í dag fórum við í leik- fimi. Allar stelpurnar voru með lítil brjóst nema ég. Er það af því ég er ljóska, mamma? Nei, það er af því þú ert 25 ára. ■ Stóra tölvuorðabókin 8 tungumál: íslenska - enska - danska þýska - spænska - franska - sænska og ítalska. F A S T P R O H U G B Ú N A Ð U R Íslenska Enska Spænska Sænska Danska Franska Ítalska Þýska Heimilisútgáfan á 11,990 kr. er tilvalin jólagjöf fyrir alla sem eru að læra nýtt tungumál eða þurfa að þýða á milli tungumála. Við sendum í póstkröfu samdægurs. Ókeypis uppfærslur á orðasafni og hugbúnaði fylgja í 2 ár frá kaupdegi, einnig ókeypis þjónusta. Heimasíða: www.fastpro.com Tölvupóstur: sales@fastpro.com Sími: 698-7978 * Yfir 1 milljón uppflettiorð (á 8 tungumálum). * Talsetning (notendur geta hlustað á framburð á milljón orðum og þannig tileinkað sér rétta notkun á málinu). * Glósa (hægt er að glósa á 8 tungumálum). * Yfirlestur (með FastPro tölvuorðabókinni fylgir 31 orðasafn sem hægt er að nota við yfirlesturinn). * Ritvinnsla (notendur geta hlustað á texta eða skjöl á 8 tungumálunum sem eru í tölvuorðabókinni). * Tölvupóstur (hægt er að láta tölvuorðabókina lesa póstinn á þessum átta tungumálum) * Dagbók og minnisatriði * Fallbeygingar * Orðaskýringar (kyn, tegund og tala). * Hægt að þýða á milli allra tungumálanna. Heimilisútgáfa verð 11,990 kr. Hægt að setja inná 5 tölvur á heimilinu. Fyrirtækjaútgáfa verð 3,600 pr/útstöð. Verð m.v lágmark 10 notendaleyfi. Internetútgáfa verð 360,000 kr. Ótakmarkaður notendafjöldi, þessi útgáfa er sett á heimasíðufyrirtækisins. Gísli Halldórsson var gerður að heiðursfélaga í Arkitektafélagi Íslands. Hann er sá fimmti sem hlotnast þessi heiður í sextíu ára sögu félagsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T JARÐARFARIR 13.00 Guðbjörg Jóhannesdóttir, Birki- völlum 5, Selfossi, verður jarð- sungin frá Selfosskirkju. 13.30 Jón Haraldur Ólafsson, Karls- rauðatorgi 12, Dalvík, verður jarð- sunginn frá Dalvíkurkirkju. 14.00 Kristborg Jónsdóttir, Hásteins- vegi 53, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju. 14.00 Kristján Sigurður Gunnlaugsson, Miðfelli 1, Hrunamannahreppi, verður jarðsunginn frá Hrepphóla- kirkju. 14.00 Þórður Gestsson, Kálfhóli, Skeið- um, verður jarðsunginn frá Skál- holtskirkju. AFMÆLI Skáldið Hannes Pétursson er 71 árs. Guðmundur Ólafsson, leikari og rithöf- undur, er 51 árs. ANDLÁT Rósa Vagnsdóttir Davis, Fairbanks, Alaska, lést 8. desember. Berglind Jana Ásgrímsdóttir lést 11. desember. Úr fjölmiðlaheiminum berastþær fréttir að Páll Þorsteins- son, auglýsingastjóri DV til margra ára, sé að yfirgefa skút- una og hafi ráðið sig til almanna- tengslafyrirtækisins Inntaks. Páll hefur víða komið við í fjölmiðlum og var einn af burðarásum frjáls- ra útvarpsstöðva þegar þær hófu göngu sína hér á landi og um langt skeið útvarpsstjóri Bylgj- unnar. Óvíst er hver fyllir pláss Páls á DV. FÓLK Í FRÉTTUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.