Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 44
44 14. desember 2002 LAUGARDAGUR Útgáfutónleikar í kvöld! Í kvöld kl. 20 í Austurbæ, Snorrabraut. Miðasala í verslunum Skífunnar. Miðaverð aðeins 2.000 kr. Hljóðfæraleikarar: Óskar Einarsson - hljómborð Gunnlaugur Briem - trommur Jóhann Ásmundsson - bassi Guðmundur Péturssoon - gítar Þórir Baldursson - orgel Sigurður Flosason - saxófónn, flauta, slagverk Kjartan Hákonarson - trompet Páll Rósinkranz - Nobody Knows, fæst í verslunum Skífunnar aðeins 1.899 kr. LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á Stórglæsilegir skartgripir Ídag er upplagt að vera heimavið og reyna að koma að ein- hverjum af þeim verkum sem setið hafa á hakanum undanfarna daga. Ekki er seinna vænna að fara að hefjast handa við jóla- hreingerninguna og ef tími vinnst til má skella í eina smákökuuppskrift eða jafnvel enska jólaköku þegar maður hef- ur fengið nóg af sápuvatni og gúmmíhönskum. ■ JÓLAMATURINN MINN JÓLAMATUR „Jólin eru frið- arhátíð og þess vegna er mjög heppilegt að borða jurtafæði einmitt á jólun- um. Þá er ekki búið að drepa neinn eða neitt,“ segir Spessi ljósmyndari, sem ætlar að kokka í nafni friðar á Næstu grösum í kvöld. Fyrir átta árum rak Gunnhildur Emilsdóttir veitingastaðinn og þá kom sú hugmynd upp að Spessi eldaði jólamatinn á sama hátt og heima hjá sér. Hefðinni hefur verið viðhaldið síðan. „Þetta er í áttunda skipti sem ég elda jólamat á Næstu grösum í nafni friðar. Ég er búinn að vera jurtaæta í 22 ár; ekki af heilsufarsástæðum heldur út af því að mér finnst það vera rétt gagnvart dýrun- um og lífinu í heild sinni.“ Spessi segir að ýmsir kostir fylgi því að vera jurtaæta, til að mynda sé hann laus við sóðaskapinn sem fylgi því að elda kjöt: „Eldhúsið verður allt löðr- andi í dýrafitu, bakaraofn- ar þaktir allsherjar fitu og það kemur vond lykt í húsið. Að auki væri helmingi ódýrara fyrir mannkynið að lifa á jurtafæði því jurtaætan sleppir einum hlekk. Hún setur niður fræ og borðar af- urðina á meðan kjötætan setur niður fræ, lætur dýrið éta afurð- ina og étur svo sjálf dýrið. Jafn- framt þarf mun stærra landsvæði fyrir sláturgripi á beit en til þess að rækta jurtir.“ Jólaveisla Spessa verður æði fjörug, létt djasssveifla mun svífa yfir borðhaldinu og ýmsir skemmtikraftar ætla að halda uppi sönnum jólaanda. Gleðin hefst klukkan 18. ■ Spessi eldar jólamat á Næstu grösum í kvöld Jurtafæði á jólunum SPESSI Býður upp á hnetuhleif með villisveppasósu, sætum kartöflum og steinseljurót. JÓLASTEMNING JÓLIN KOMA Á ALÞINGI Jólatréð í Alþingishúsinu er fagurlega skreytt og til þess fallið að gleðja starfs- menn hússins. 10 DAGAR TIL JÓLA FRÉTTAB LAÐ IÐ /IN G Ó Hamborgar- hryggur enginn uppá- haldsmatur „Það er nú ekki ákveðið hvað verður í matinn, ég býst þó við að það verði lambahryggur,“ segir Heimir Már Pét- ursson, upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjórn- ar. Hvað hefðirn- ar varðar segist hann hafa borð- að hjá foreldrum og tengdafor- eldrum í gegn- um tíðina og fengið þar svína- hamborgar- hrygg. „Það er nú samt enginn sérstakur uppáhaldsmatur, þan- nig að nú þegar ég er heima hjá mér borða ég bara lamb,“ segir Heimir, sem ekki gerir mikið veður út af jólunum en segist þó njóta þeirra vel. Jólaskraut: Toppar á jólatré Áður fyrr voru flestir með jóla- stjörnu eða gyllta strýtu á toppi jólatrésins í stofunni en nú hefur fjölbreytnin á þessu sviði aukist nokkuð. Ýmis tilbrigði við stjörn- una hafa komið á markað og strýturnar fást nú í ýmsum litum. Englar eru alltaf að verða vin- sælli sem jólatréstoppar og nú er sums staðar hægt að fá heilagan Nikulás í fullum skrúða til að kóróna tréð. Einnig hefur færst í aukana að fólk fari sínar eigin leiðir og útbúi sjálft skrautið á jólatréð og þá auðvitað toppa í sama stíl. HEIMIR MÁR PÉTURSSON Vill frekar lamb en svín.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.