Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 39
Magaþjálfinn Þjálfun án fyrirhafnar Einföld og fljótleg leið til að fá stinnari og sléttari magavöðva. Á þessu frábæra þjálfunarbelti eru 6 stillingar. 5.989 almennt verð á magaþjálfa 19 .900kr kr Kynningar á tækinu verða laugardag og sunnudag frá kl: 1200 -1700 í Hagkaupum Kringlunni, Skeifunni og Smáralind. Verðsprengja Magaþjálfinn fæst í Hagkaupum Smáralind, Skeifu, Kringlu og á Akureyri. Ragnar Sólberg, söngvari oglagahöfundur í hljómsveitinni Sign, fékk jólagjöf í fyrra sem var honum mikils virði. „Ég fékk Kiss-box með fimm geisladiskum, bæði áður útgefið og óútgefið efni og bók fylgdi. Það var meirihátt- ar,“ segir Ragnar og viðurkennir fúslega að þeir félagar í Sign sæki sína fyrirmynd í Kiss. „Ég hef náttúrulega alist upp með þá á veggnum frá því ég var þriggja ára, þeir eru í æðunum.“ Ragnar segist vera sannkallað jólabarn. „Ég á afmæli 2. desem- ber og fer alltaf í jólaskap fljót- lega upp úr því. Þá förum við á Hard Rock öll fjölskyldan og borðum og þar með er ég kominn í jólastuð.“ Ragnar segist ekki byrjaður að skreyta en hann muni gera það bráðlega. „Nei,“ segir hann. „Það eru ekki beint jólasveinar í bland við Kiss, en ég á jólamynd með hljómsveitinni. Hún er ekki uppi árið um kring heldur er svona jóla-spari. Svo á ég líka Kiss- jólakúlu sem fer auðvitað upp á næstu dögum.“ Á Þorláksmessu borðar rokk- arinn ungi skötu með öllu tilheyr- andi. „Ég er tiltölulega nýbyrjað- ur að borða skötuna, en finnst hún þrælgóð eftir að ég komst upp á bragðið,“ segir Ragnar hress að lokum ■ Alinn upp með Kiss á veggnum Ragnar Sólberg í Sign er heilmikill jólastrákur og er alltaf kominn í jólastuð í byrjun desember. LAUGARDAGUR 14. desember 2002 EFTIRMINNILEGASTA jólagjöfin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.