Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 30
MATUR „Það er nú ekkert sérstakt í mataræði fjölskyldunnar nema ef vera skyldi mín persónulega sér- viska,“ segir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur. „Ég hef nefnilega þann sið að borða aldrei morgunmat, og helst ekkert fram eftir degi. En svo borða ég vel í kvöldmatnum og gjarnan eitthvað aftur fyrir svefninn.“ Þegar blaðamaður spyr hik- andi hvor hann sé ekki örugglega að grínast, segist hann gallharður á þessu. Nema hvað hann sé að- eins farinn að linast í miðnætur- snarlinu. „Áður var ég liðtækur í mjólkinni og kexinu fyrir svefn- inn, nú er það meira brauð og álegg. En ég eftir að ég fullorðn- aðist steinhætti ég að borða morg- unmat, minnugur þess hvað ég kúgaðist alltaf yfir súrmjólkinni.“ Guðmundur Andri segir hann og konu sína, Ingibjörgu Eyþórs- dóttur, leggja mikið upp úr kvöld- matnum. „Við reynum að leggja áherslu á að kvöldmaturinn sé stund fyrir fjölskylduna, heilög stund, þó sjónvarpsstöðvarnar séu mikið að reyna að fá okkur til að leggja þetta niður og horfa frekar á sjónvarpið. En við stönd- um fast á því að öll fjölskyldan sitji saman við borðið klukkan sjö, matist og spjalli saman.“ Guðmundur og Ingibjörg eiga tvær dætur, Svandísi Roshni, 7 ára, og Sólrúnu Lízu, 3 ára. „Þær fá auðvitað morgunmat, morgun- verðarfælnin gildir bara um sjálf- an mig,“ segir Guðmundur Andri. „Maturinn er svo yfirleitt með hefðbundum hætti. Við reynum að dreifa þessu svo við fáum alla al- menna næringu, kjöt, fisk, græn- meti og jafnvel pasta, sem er mjög þægilegur matur. Og þá verð ég eiginlega að monta mig aðeins af mömmu, Margréti Ind- riðadóttur, því hún var fyrsta kon- an á íslandi sem eldaði spaghetti bolognese. Venjan var að sletta bara tómatsósu á spaghettíið, en mamma bjó sko til alvöru kjöt- sósu.“ Guðmundur Andri líkir elda- mennskunni á kvöldin við jóga- upplifun. „Mér finnst ofsalega gott þegar ég kem heim úr vinn- unni á kvöldin að vera í eldhúsinu við matseld og hlusta á kvöldfrétt- irnar og Spegilinn. Það er hreint frábært, næstum eins og jóga.“ Guðmundur Andri býður les- endum upp á gómsætan indversk- an kjúklingarétt. edda@frettabladid.is 30 14. desember 2002 LAUGARDAGUR MINN STÍLL SKÓR Ég er í bestu skóm í heimi, þeir eru úr búð- inni 38 þrep. Þetta eru mjög vandaðir og góðir skór og mjög þægilegir. Þeir minna dálítið á Húsið á sléttunni hvað varðar útlitið. SKYRTA Ég er í dökkblárri stutt- ermaskyrtu. Hún er ör- lítið gegnsæ svo ég verð að vera í svörtum stuttermabol undir henni. Þannig líður mér betur í skyrtunni. ÚR Ég er með Continental-úr sem lítur út eins og kafara- úr. Það var sérstak- lega keypt í þung- lyndiskasti til þess að öðlast hamingju. FRAKKI Þetta er ullarfrakki sem ég keypti mér nýverið í Prag. Hann nær niður á læri með örlitlu sixties- sniði og í honum finnst mér að ég eigi heiminn. Fyrir nú utan það hvað hann er hlýr og góður. BUXUR Buxurnar eru beislitaðar og beinar niður. Þetta eru sömu buxurnar og ég var í þegar ég horfði á eigur mínar brenna um daginn á Laugarveg- inum. Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég er í þessum buxum. Flott ... LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á HEILÖG STUND Guðmundur Andri Thorsson, Ingibjörg Ey- þórsdóttir, Svandís Roshni og Sólrún Líza. Fjölskyldan safnast alltaf saman við kvöld- verðarborðið klukkan sjö og spjallar. Sérviska Guðmundar Andra Thorssonar er það eina óvenjulega í matarvenjum fjölskyldunnar. Þessi stórfenglegi kjúklinga-réttur er ættaður frá ind- versku leik- og matkonunni Mad- hur Jaffrey en hún hefur réttinn einhvers staðar úr uppsveitum Hyderabad-héraðs. Indverjar eru ósparir á hvítlauk og salt. Athug- ið að hér á eftir eru ekki prent- villur. Og í öllum bænum notið ferskt dill en ekki þurrkað. 1 1/2 kg af kjúklingi 2 1/2 cm engifer-kubbur 8-10 hvítlauksrif 1 tsk. túrmerik 6 msk. grænmetisolía 3 stórir laukar, skornir fyrst langs- um og svo í hálfhringi 300 ml hrein jógúrt 1 1/2 tsk. salt 1 bolli/250 ml ferskt kóríander 6 grænir chili-piprar, gróft skornir 1 bolli/250 ml ferskt dill Hlutið niður kjúklinginn og fjar- lægið skinn og fitu; skerið bringur í tvennt og læri frá leggjum. Setj- ið engifer, hvítlauk og túrmerik ásamt 125 ml af vatni í mat- vinnsluvél eða blandara og bland- ið vel. Steikið laukinn í olíunni á víðri pönnu þar til hann er farinn að brúnast svolítið út til hliðanna. Setjið síðan kjúklingabitana út í og látið þá steikjast þar til þeir hafa líka tekið á sig gullinn lit með brúnum skellum. Hrærið á meðan. Bætið engifer- og hvítlauksgums- inu út í þetta, hrærið og látið malla í tíu mínútur, þar til blandan er farin ögn að brúnast. Setjið nú jógúrtina út í og saltið. Hrærið og skrapið upp það sem kann að hafa fest við pönnuna. Látið suðuna koma upp og réttinn malla við vægan hita undir loki í um fimmt- án mínútur. Á meðan skuluð þið setja kóríanderið og chili-piprana í matvinnsluvél eða blandara með 125 ml af vatni og blanda. Þegar kjúklingurinn hefur soðið í fimmt- án mínútur skuluð þið taka lokið af pönnunni og hækka undir matn- um til að láta hann sjóða ögn nið- ur. Skellið síðan út í kóríander og chili-blöndunni ásamt niðurskornu dillinu. Látið malla í fimm mínút- ur og takið svo af eldavélinni og látið rjúka úr matnum svo hann sé ekki of heitur. Skemmtilegast er að borða svona mat með puttunum og einhverjum grænmetisrétti en við skulum láta nægja í bili að mæla með að borið sé fram með hrísgrjónum, hreinu jógúrti og naanbrauði. Sjálfum finnst mér kaldur bjór bestur með indversk- um mat en sjálfsagt er líka að benda fólki á að drekka Lassi, ind- verskan jógúrtdrykk sem samsett- ur er úr 125 ml af hreinni jógúrt, 300 ml af ísköldu vatni, hálfri teskeið af steyttu og ristuðu kúmíni (sem er annað en kúmen!), 1/4 teskeið salti og 1/4 teskeið þurrkaðri mintu og allt er þetta sett í blandara og búinn til drykk- ur. ■ Græni kjúklingurinn hennar frú Matur Agnar Jón Egilsson, leikari og leikskáld, vakti mikla athygli á síð- asta ári fyrir leikritið Lykill um hálsinn, sem hann samdi og leikstýrði. Þessa dagana hefur hann í nógu að snúast, enda annar tveggja leikstjóra í verkinu Rómeó og Júlía, sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu. Fyrir stuttu síðan missti hann allar eigur sínar í bruna á Laugaveginum og á því fátt annað en fötin sem hann klæddist þegar húsið brann. Frábærar gjafavörur frá Austurlöndum fjær á gjafverði í Bæjarlind 1-3, Kópavogi CAPTAIN THAI Eldamennskan eins og jóga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.