Fréttablaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 1
LEIÐBEININGAR
Ráð undir
rifi hverju
bls. 28
Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 17. desember 2002
Tónlist 18
Leikhús 18
Myndlist 18
Bíó 20
Íþróttir 16
Sjónvarp 22
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
SAMGÖNGUR Aðstandendur nýs ís-
lensks lággjaldaflugfélags greina
frá nafni þess, áætlunum og mark-
aðshorfum á blaðamannafundi í
dag.
Nýtt flugfélag
kynnt
LJÓSMYNDASÝNING Ingólfur Júlíusson
opnar sýningu í Reykjavíkur-
akademíunni á ljósmyndum frá
Kuummiut, afskekktu þorpi á aust-
urströnd Grænlands. Þar fylgdist
hann með lífi og störfum Ísmanns-
ins Sigurðar Péturssonar. Auk þess
er að finna myndir af heimamönn-
um og náttúru svæðisins.
Grænland – fjarri,
svo nærri
HANDBOLTI Það verður nóg um að
vera í handbolta karla í kvöld. Öll
lið deildarinnar mæta til keppni.
Stjarnan og ÍR mætast í Ásgarði,
HK fær Aftureldingu í heimsókn,
FH fer á Selfoss og Grótta/KR til
Vestmannaeyja. Valsmenn fá
Hauka í heimsókn og KA sækir
Víking heim. Þessir leikir byrja all-
ir klukkan 20. Einn leikur hefst
fyrr, það er viðureign Þórs og Fram
í Höllinni á Akureyri sem hefst
klukkan 19. Á sama tíma tekur
KA/Þór á móti Fram í kvennabolt-
anum í KA-heimilinu.
Átta leikir í kvöld
UMRÆÐA
Eru sumir
jafnari en aðrir?
ÞRIÐJUDAGUR
255. tölublað – 2. árgangur
bls. 14
AFMÆLI
Fær pönnukökur
og gjafir í rúmið
bls. 30
HELGISTUND Kristnar mæðgur kveiktu á kertum í Fæðingarkirkju Jesú Krists að messu lokinni á sunnudaginn var. Kirkjan er í borginni
Betlehem á Vesturbakkanum og hefur verið afar vinsæll ferðamannastaður. Þúsundir ferðamanna hafa lagt leið sína í hana. Síðastliðin
þrjú ár hefur verið umsátur um kirkjuna og ófáir sem hafa veigrað sér við að heimsækja hana.
REYKJAVÍK Suðvestanátt, 8-13
metrar á sekúndu og súld.
Hiti 2 til 7 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 8-13 Skýjað 5
Akureyri 5-10 Rigning 2
Egilsstaðir 5-10 Rigning 4
Vestmannaeyjar 8-13 Skýjað 6
➜
➜
➜
➜
+
+
+
+
ATVINNUMÁL „Efling vildi láta reka
útlendinga úr landi með því að
leggjast gegn framlengingu at-
vinnuleyfa útlendinga. Það höfum
við ekki fallist á en við höfum dreg-
ið stórlega úr nýjum
dvalar- og atvinnu-
leyfum,“ segir Páll
Pétursson félags-
málaráðherra um
þau ummæli Sigurð-
ar Bessasonar, for-
manns Eflingar –
stéttarfélags, að
stefnuleysi ríki varð-
andi dvalar- og at-
vinnuleyfi til útlend-
inga sem komið hafa
til starfa á Íslandi.
Páll segir að rangt sé hjá Sigurði
að stefnuleysi sé ríkjandi hjá ráðu-
neytinu í þessum málaflokki.
„Það er fjarstæða hjá formanni
Eflingar að stefnuleysi sé ríkjandi í
þessum málaflokki. Þetta eru stað-
lausir stafir því við höfum í ár fylgt
þeirri stefnu að draga stórlega úr
veitingu nýrra tímabundinna at-
vinnuleyfa. Þetta má sjá af því að í
lok nóvember höfðum við gefið út
465 leyfi á móti 1365 leyfum á síð-
asta ári. Við veitingu leyfanna höf-
um við haft fullkomlega til hliðsjón-
ar það atvinnuástand sem ríkir í við-
komandi starfsgreinum eða land-
svæðum. Við förum undantekninga-
lítið eftir umsögn stéttarfélaga og í
90 prósentum tilvika höfum við far-
ið eftir umsögn Eflingar varðandi
ný leyfi en við höfum ekki fallist á
að neita framlengingu,“ segir Páll.
Hann segir að ráðuneytið leggi
áherslu á mannlega þáttinn þar sem
kemur að framlengingu leyfa.
Þannig sé glórulítið að neita að
framlengja atvinnuleyfi útlendinga
sem hér hafi starfað um lengri eða
skemmri tíma. Slíkt þýddi að við-
komandi fólk væri rekið á guð og
gaddinn og yrði annað hvort að
hrökklast úr landi eða leita á náðir
Félagsþjónustunnar.
„Við framlengjum ef fólk vill
vera hér áfram en rekum það ekki
úr landi með valdi,“ segir Páll.
Hann segist vilja aukið samstarf
við stéttarfélögin um eftirlit með
því að atvinnurekendur standi við
kjarasamninga gagnvart erlendu
starfsfólki. Misbrestur hafi komið
upp hvað slíkt varðar.
„Þeir sem koma frá EES-svæð-
inu þurfa ekki atvinnuleyfi og því
erfitt að fylgjast með því að at-
vinnurekendur standi við kjara-
samninga. Ég teldi eðlilegt að tekin
yrði upp skráning þess fólks og við
hefðum um það samstarf við verka-
lýðsfélögin,“ segir Páll.
Vildi reka útlend-
inga úr landi
Páll Pétursson félagsmálaráðherra segir að Efling hafi lagst gegn fram-
lengingu atvinnuleyfa útlendinga. Dregið hefur verið úr dvalarleyfum.
ÚLFÚÐ „Það er ákveðin tortryggni
íbúa í Sandgerði út í þetta fólk og
því finnst það fyrir bragðið ekki
vera velkomið hér í sundlaugina.
Fordómum fylgir alltaf einhver
hræðsla,“ segir Ólafur Þór Ólafs-
son, umsjónarmaður sundlaugar-
innar í Sandgerði, um samskipti
íbúanna á staðnum og vistmanna í
Byrginu í Rockville. Er málum
svo komið að Byrgisfólkið er hætt
að sækja sundlaugina í Sandgerði
og fer þess í stað í sund í Reykja-
nesbæ:
„Við fengum þau skilaboð frá
bæjarstjóranum að okkar fólk
væri ekki velkomið í sundlaug-
ina; þeir vildu ekki þetta tattú-
veraða fólk í lauginni,“ segir
Guðmundur Jónsson, forstöðu-
maður Byrgisins, sem dregur
enga dul á að samskipti Sand-
gerðinga og vistmanna í
Rockville séu afleit. „Það er kalt
á milli og svo mjög að ég hef sagt
mínu fólki að vera ekkert að fara
til Sandgerðis og gera innkaup
sín annars staðar. Viðmót fólks í
Reykjanesbæ er allt annað og
betra og við höfum reyndar
hvergi fundið fyrir þessari andúð
nema í Sandgerði,“ segir Guð-
mundur.
Ekki náðist í Sigurð Val Ás-
bjarnarson, bæjarstjóra í Sand-
gerði, vegna þessa máls. ■
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
K
R
I
19
57
2
12
/2
00
2
dagar til jóla
Opið til kl. 22.00 til jóla
e r m e › a l l t f y r i r j ó l i n
7
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 49
ára samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
október 2002
27%
D
V
80.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð
lesa 25 til 49
ára íbúar á
höfuðborgar-
svæðinu á
þriðjudögum?
54%
72%
„Við förum
undantekn-
ingalítið eftir
umsögn stétt-
arfélaga og í
90 prósentum
tilvika höfum
við farið eftir
umsögn Efl-
ingar.“
PERSÓNAN
SÍÐA 16
Bragga-
barn
og naut
ÍÞRÓTTIR
Fær
vikufrí
yfir jólin
SÍÐA 30
Byggðu á þínum tíma
Grafarvogi
Vestur í bæ
Kópavogi
Ármúla
Byrgisbúar telja sig óvelkomna í Sandgerði:
Tattú veldur ólgu í sundlaug
Vilhjálmur Egilsson:
Ekki hættur
FRAMBOÐ Vilhjálmur Egilsson hefur
kært prófkjör flokksins í Norðvest-
urkjördæmi til stjórnar kjördæmis-
ráðs. Hann vill að prófkjörið verði
dæmt ógilt.
„Þetta snýst um grundvallarat-
riði í lýðræðinu í landinu, hvort
stjórn kjördæmisráðsins ætli sér að
láta þetta prófkjör standa gilt þrátt
fyrir alla þessa annmarka sem hafa
á því verið,“ sagði Vilhjálmur í gær
eftir að hafa skilað kærunni inn.
Vilhjálmur segir það helst
hljóma eins og brandara að ætla að
aðeins 81 atkvæði hafi verið illa
fengið í prófkjörinu. Á Akranesi
hafi fleiri kosið utankjörfundar en á
kjörstað, slíkt sýni best umfang
þeirra aðgerða sem hafi verið í
gangi við söfnun atkvæða dagana
fyrir prófkjörið. ■
VILHJÁLMUR EGILSSON
„Ég vil láta reyna á það hvort menn ætli
að láta þetta prófkjör standa.“
M
YN
D
-A
P