Fréttablaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Í upphæðum... ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 97 30 12 /2 00 2 edda.is „Frábær stílgáfa“ „Allt sem á›ur hefur veri› sagt um stílsnilld, ljó›rænan sagnaskáldskap og samfléttun fljó›arsögu og sögu einstaklinganna á jafnt vi› um Nafnlausa vegi og a›rar bækur bálksins .... Skáldleg saga tuttugustu aldarinnar ritu› af yfirs‡n, skilningi og frábærri stílgáfu.“ Jón Yngvi Jóhannsson, DV „fia› er fullkomlega fless vir›i a› breg›a sér í fer›alag eftir Nafnlausum vegum.“ Úlfhildur Dagsdóttir, Kastljósi› „Einari Má bregst ekki bogalistin frekar en vanalega. Alveg dásamleg bók.“ Súsanna Svavarsdóttir, Ísland í bíti› „Forvitnileg, frumleg og hnitmi›u›“ „Ef fla› sem „á eftir a› ver›a“ í flessari skáldsögu Péturs reynist jafn forvitnilegt, frumlegt og hnitmi›a› og fla› sem flegar er or›i›, má ætla a› Skáldsaga Íslands ver›i eitt af stórvirkjum íslenskra bókmennta. Sú mynd sem Pétur er a› framkalla me› flessum skáldskap er einmitt myndin af sjálfum okkur - íslensku fljó›inni - flví vegurinn til Rómar er raun vegurinn heim.“ Frí›a Björk Ingvarsdóttir, Mbl. „Ótrúleg frásagnargle›i“ „Rosalega skemmtileg, mjög fyndin og frumleg hugsun. Ég haf›i mikla ánægju af flví a› lesa flessa bók.“ Súsanna Svavarsdóttir, Ísland í bíti› „Stórskemmtileg og hörkuspennandi saga sem kemur ímyndunaraflinu á fljúgandi fer›.“ fiorger›ur E. Sigur›ardóttir, Kastljósi› Ótrúlegar, frábærar og frumlegar Andri Snær Magnason Einar Már Gu›mundsson Pétur Gunnarsson 3. Mbl. skáldverk 3. – 9. des. SÆTI 5. Mbl. skáldverk 3. – 9. des. SÆTI 2. Bókabúðir MM skáldverk 3. – 9. des. SÆTI Fyrsta prentun uppseld Önnur prentun komin í v erslanir Fyrsta prentun á þrotum Önnur prentun væntanleg Fyrsta prentun á þrotum Önnur prentun væntanleg Bakþankar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur Dýrð sé guði í upphæðum, tautaðilítil manneskja og skreytti pipar- kökur við eldhúsborðið. Hvað eru það háar upphæðir, mamma? Eru það upphæðirnar sem fara í jólin? spurði hún, hætti að skreyta og horfði hugsandi á móður sína. Ha? já, ætli það ekki, sagði mamman. Ég hef aldrei hugsað þetta þannig. Skyldu jólaskuldirnar hrannast upp almættinu til dýrðar? Þeir sem hafa ekki einu sinni svigrúm til að safna skuldaupphæðum standa í langri bið- röð hjá Mæðrastyrksnefnd. Þar er að finna ungar mæður og eldri borgara. Um alla eyju búa líka börn við óvið- unandi aðstæður. Mannafli og fjár- skortur veldur því að ekki er hægt að liðsinna þeim fyrr en seinna. Hvern varðar um það hvort gefa eigi börnum brauð, kertaljós og klæðin rauð? LEPPUR, SKREPPUR, eyðslukló, skuldafíkill og skemmdarvargur koma til byggða fyrir jól með poka- skjatta troðfullan af áli, ergelsi og firru handa vesælum landa sem trúir því að allt gull glói. Álgerður tekur upp úr skjóðunni af áfergju. Það skiptir ekki máli hvort við töpum eða græðum. Það er einkamál Lands- virkjunar. Það minnsta sem höfuð- borgarbúar geta gert er að skuld- setja sig fyrir svimandi upphæðum. Opnum bara pakkann, dönsum dátt og syngjum. Guð mun ráða hvar við dönsum næstu jól. Upphæðirnar þurfa ekki að vera himneskar, en þær verða umfram allt að vera stjarnfræðilegar. JÓN, GUNNA, Pétur og Páll kæra sig kollótt. Það er best að hafa þá skoðun sem er tilskipuð – skoðun sem flestir hafa. Af því skapast minnst áreiti. Það líður að helgum tíðum og mikils virði að gleyma sér yfir hinu smáa. Hamingjan er í smárahöllum og kringluköstulum þar sem jólin hafa hreiðrað um sig. Sveinkarnir kunna líka vel við sig þar, enda lítill friður á fjöllum fyrir skurðgröfum og jarðýtum. SMÁFÓLK um eyjar og sker reynir nú að halda sig á mottunni og vera til friðs. Það getur reynst óbærilega erfitt. Til dæmis ofbauð sveinka háttatími hjá smáskottu og gaf eina ofurlitla rúsínu í skóinn. Stubban út- húðaði jóla með svo mögnuðum reiði- lestri að svipaði til þess þegar draug- ar eru kveðnir niður. Ef hann ætti til ögn af stolti sendi hann bræður sína með heilu kartöflusekkina til að hella ofan í þennan litla inniskó, en líklega er hann nú bara ljúfur, lætur sig hafa skítkastið hljóðalaust og sendir bræður sína með sæta mola. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.