Fréttablaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 27
27ÞRIÐJUDAGUR 17. desember 2002 B æ j a r l i n d 1 - 3 K ó p a v o g i S í m i 5 5 5 6 6 8 8 24,5%VSK-afsláttur fram að jólum! Spennandi jólagjafir Loksins á Íslandi Ekta vanilludropar Mest seldu vanillu- dropar í heimi, frá McCormick. TÓNLEIKAR Saxófónleikarinn Jóel Pálsson gaf nýverið út plötuna „Septett“. Fyrir þá sem ekki vita þýðist það af „djassísku“ sem „sjö manna hljómsveit“. Það á vel við því Jóel hefur aldrei fyrr skrifað tónlist fyrir jafn stóra sveit. Auk Jóels, sem leikur á tenórsaxófón og bassaklarinett, skipa Septett- inn Sigurður Flosason saxófón- leikari, Eiríkur Orri Ólafsson trompetleikari, Eyþór Gunnars- son orgelleikari, Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson kontrabassa- leikari, Einar Scheving trommari og Helgi Svavar Helgason, sem sér um slagverk auk þess að vera titlaður hljóðsmali. „Ég skrifaði þetta með þessa menn í huga,“ útskýrir Jóel. „Það er rosalega gott að geta séð út- komuna fyrir sér þegar maður er að skrifa. Það hefði ekkert hver sem er getað stokkið inn í þetta hlutverk. Ég veit hvað þessir menn eru færir um að gera.“ Hópurinn frumflutti lögin á Djasshátíð Reykjavíkur síðast og hljóðritaði herlegheitin svo á að- eins tveimur dögum. „Þar sem verkin eru snúin í flutningi þá þurfti að undirbúa það vel. Með- leikarar mínir búa víðs vegar um heiminn. Ég hafði því bara tvo daga til þess að taka upp. Ég var því búinn að senda þeim nótur og prufuupptökur. Þar sem ég var með svona snillinga innanborðs var nokkuð auðvelt að útskýra þetta.“ Í kvöld, kl. 20:30, heldur Jóel svo útgáfutónleika í Iðnó. ■ FÓLK Victoria Beckham og maður- inn hennar, David, eru orðin dýr- ustu stjörnurnar í Japan. Japönsk snyrtistofukeðja borgaði um 132 milljónum íslenskra króna fyrir myndir af þeim í auglýsingaher- ferð. Vinsældir Beckham-hjón- anna hófust í kringum HM í fót- bolta í sumar og hafa meira að segja nokkrir Japanir borgað of fjár fyrir að sofa í sama rúmi og fótboltakappinn svaf í á HM. David Beckham er sagður sér- staklega dáður meðal kvenna á aldrinum 20 til 30 ára. ■ JÓEL PÁLSSON Fékk þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistar- verðlaunanna í ár fyrir plötu sína „Septett“. Í kvöld heldur hann svo útgáfutónleika í Iðnó. Útgáfutónleikar Jóels Pálssonar: Sjö armar Jóels DAVID BECKHAM Japönsk fyrirtæki greiða of fjár fyrir auglýs- ingar með honum og konu hans. Beckham-hjónin: Fræg í Japan Lagersala Flottir stórir íkonar frá Mt. Athos. Fallegar styttur, Óskaperlan! og fl. Opið kl. 16-20 alla daga í Þingholtsstræti 3.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.