Fréttablaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 4
4 17. desember 2002 ÞRIÐJUDAGURKJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
Á Byrgið að vera
á fjárlögum hjá ríkinu?
Spurning dagsins í dag:
Á Kristján Pálsson
að fara í sérframboð?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
11,5%
29,3%Nei
59,2%
BYRGIÐ
Á FJÁRLÖG
Tæpum 60%
finnst Byrgið eiga
að vera á fjárlög-
um hjá ríkinu.
Veit ekki
Já
DÓMSMÁL Átján ára piltur hefur
verið sýknaður af ákæru um að
hafa ekið svo vansvefta að hann
hafi verið ófær um að stjórna öku-
tæki.
Desemberkvöld eitt í fyrra bár-
ust tvær tilkynningar til lögreglu
vegna aðfinnsluverðs aksturslags
piltsins.
Lögreglan kom að piltinum þar
sem hann var að leggja bílnum við
heimili sitt. Lögregla sagði sér hafa
sýnst pilturinn vera undir áhrifum
lyfja. Framburður hans hafi verið
ruglingslegur, málfar óskýrt og
augasteinar útþandir. Þrátt fyrir
nokkrar tilraunir hafi hann ekki
getað gengið eftir beinni línu. Önd-
unarpróf hafi ekki gefið til kynna
að hann hefði neytt áfengis.
Sjálfur sagðist pilturinn hafa
verið illa sofinn en þó ekki verið
ófær um að aka. Hann sofnaði í lög-
reglubílnum á leiðinni niður á lög-
reglustöð. Læknir sem fenginn var
til að skoða piltinn taldi hann
ófæran um að aka vegna svefn-
leysis. Meðal annars dottaði hann á
meðan við hann var rætt.
Í dómi Héraðsdóms Reykjavík-
ur kemur ekkert fram um að tekin
hafi verið sýni til að skera úr um
hvort pilturinn hafi verið undir
lyfjaáhrifum. Dómarinn sagði ekki
óyggjandi sönnun komna fram um
sekt piltsins. ■
Vafasamt aksturslag vansvefta pilts í bíltúr vakti athygli:
Sýknaður af því að
aka svefndrukkinn
Á VEGUM ÚTI
Skrykkjótt ökuferð átján ára pilts endaði giftusamlega þó hann hafi verið svo svefndrukk-
inn að hann hafi sofnað örskömmu síðar í lögreglubíl á leið niður á stöð.
GEIMVÍSINDI Náðst hefur
mynd af fjórum vetrar-
brautum sem snúast
hægt umhverfis hver
aðra í ógnardansi sem á
eftir að tortíma þeim öll-
um. Sá darraðardans
tekur þó ekki enda fyrr
en að milljörðum ára
liðnum.
Ve t r a r b r a u t i r n a r
fjórar eru svo nálægt
hver annarri að aðdrátt-
arafl þeirra hverrar um
sig togar til sín stjörnur
úr hinum þremur. Á end-
anum gæti svo farið að
þær sameinist og myndi
eina stóra vetrarbraut.
Þessar vetrarbrautir eru í um
það bil 190 milljón ljósára fjar-
lægð frá jörðinni okkar. Hver
þeirra er um 35 þúsund ljósár að
lengd, sem er mun
minna en Vetrarbrautin
okkar. Myndin var tek-
in með geimsjónaukan-
um Hubble.
Þessi vetrarbrauta-
klasi hefur hlotið nafn-
ið Sextett Seyferts. Við
fyrstu sýn virðist
nefnilega sem sex vetr-
arbrautir séu þarna á
ferðinni. Ein þeirra, lít-
ill spírall á milli hinna,
er í raun langt frá
þeim. Auk þess sýnist
sjötta vetrarbrautin
vera neðst til hægri á
myndinni, en hún er í
raun straumur af stjörnum, eins
konar hali, sem sogast hefur út
úr einni vetrarbrautanna, lík-
lega fyrir um það bil 500 milljón-
um ára. ■
Stórbrotin átök í geimnum:
Darraðardans vetrarbrauta
HAMFARIR Í GEIMNUM
Á myndinni sjást fimm vetrarbrautir. Fjórar
þeirra snúast hægt hver í kringum aðra og
sjá má að þrjár toga til sín stjörnur úr hin-
um. Fimmta vetrarbrautin, hringlaga spírall
fyrir miðri mynd, er miklu lengra í burtu.
NÝIR EIGENDUR
Hætt hefur verið við sölu verslanasviðs
Aco-Tæknivals. Nýir eigendur hafa keypt
ráðandi hlut af Búnaðarbankanum og
freista þess að snúa við rekstri félagsins.
Hætt við sölu verslana-
sviðs Aco-Tæknivals:
Hlutafé
aukið og nýir
eigendur
VIÐSKIPTI Baugur og Fengur hafa
keypt samtals tæplega 48% af
hlutafé Aco-Tæknivals. Um er að
ræða alla eign Búnaðarbankans í
fyrirtækinu auk nýs hlutafjár
sem gefið hefur verið út. Búnað-
arbankinn átti rúm 34% í fyrir-
tækinu. Fyrirtækin skipta hluta-
fénu jafnt á milli sín.
Fyrir helgi tilkynnti fyrirtækið
að viðræður stæðu yfir um sölu
verslanasviðs fyrirtækisins. Með
aðkomu nýrra eigenda hefur ver-
ið hætt við slíka sölu í bili.
Nýr forstjóri hefur verið ráð-
inn til Aco-Tæknivals. Almar Örn
Hilmarsson tekur við því starfi.
Hann er lögfræðingur og fram-
kvæmdastjóri Banana ehf.
Almar segir stefnuna í bili vera
að reka fyrirtækið í óbreyttri
mynd. Hann segist sjá tækifæri í
því að nýta sér þekkingu Baugs á
smásöluverslun og snúa tapi í
hagnað.
Rekstur fyrirtækisins hefur
gengið erfiðlega undanfarin miss-
eri og verð hlutabréfa þess farið
lækkandi. Búnaðarbankinn hefur
því tapað nokkrum fjármunum á
eign sinni í félaginu. ■
ATVINNUMÁL „Undanfarið hefur
verið umframeftirspurn eftir
vinnuafli en það gerist sjálfkrafa
þegar framboð eykst að þá dregur
úr innflutningi á
erlendum starfs-
mönnum. Vinnu-
m a r k a ð u r i n n
stjórnar þessu því
sjálfur,“ segir Ari
Edwald, formaður
Samtaka atvinnu-
lífsins, um þau
sjónarmið Sigurðar
Bessasonar, for-
manns Eflingar, að
félagsmálaráðu-
neytinu beri að
stemma stigu við
þeim fjölda útlendinga sem sækir
um dvalarleyfi í því skyni að
vinna á Íslandi. Samkvæmt tölum
Útlendingaeftirlitsins fá 17 út-
lendingar daglega dvalarleyfi á
Íslandi en stærstur þeirra kemur
til að starfa á Íslandi. Þetta þykir
Eflingarmönnum ófært í því ljósi
að atvinnuleysi sé hið mesta í sjö
ár og muni fara vaxandi á næstu
árum. Ari vill vara við þeim sjón-
armiðum að reynt verði að hamla
gegn innflutningi á útlendingum.
„Það er varhugavert að ýta
undir viðhorf sem geta orðið elds-
neyti á fordóma í garð þeirra út-
lendinga sem hingað koma. Ég
ætla Sigurði Bessasyni þó ekki að
hafa neitt slíkt í huga og vissulega
deili ég með honum áhyggjum af
atvinnuleysinu,“ segir Ari.
Reglum samkvæmt hafa verka-
lýðsfélög umsagnarrétt um það
hvort fyrirtæki fái að ráða starfs-
krafta frá útlöndum. Sigurður
Bessason sagði í Fréttablaðinu að
félagsmálaráðuneytið tæki lítið
mark á þeim athugasemdum og
mörg dæmi væru um að gengið
væri gegn vilja félaganna þegar
dvalarleyfi væru veitt. Ari Edwald
segir það skoðun Samtaka atvinnu-
lífsins að ekki sé nein ástæða til
þess að verkalýðsfélög hafi neitun-
arvald um það hvort útlendingar
fái dvalarleyfi eða ekki.
„Það hefur sýnt sig á undan-
förnum árum að erlent vinnuafl
er mikilvægt starfsfólk. Þessi
álitsgjöf verkalýðsfélaga um
dvalar- og atvinnuleyfi er barn
síns tíma. Þekkingin á atvinnu-
ástandinu liggur fyrir hjá Vinnu-
málastofnun. Við höfum lýst
þeirri skoðun okkar að þessi álits-
gjöf sé óþörf,“ segir Ari.
rt@frettabladid.is
Varar við fordómum
í garð útlendinga
Ari Edwald, formaður Samtaka atvinnulífsins, hefur áhyggjur af at-
vinnuleysinu en segir að markaðurinn stjórni þörfinni fyrir erlent
vinnuafl. Verkalýðsfélög eiga ekki að ráða því hverjir fá dvalarleyfi.
ARI EDWALD
Deilir áhyggjum af atvinnuleysinu með verkalýðshreyfingunni en vill ekki að stjórnvöld
hamli gegn því að útlendingar fái dvalarleyfi.
„Álitsgjöf
verkalýðsfé-
laga um dval-
ar- og at-
vinnuleyfi er
barn síns
tíma. Þekking-
in á atvinnu-
ástandinu
liggur fyrir hjá
Vinnumála-
stofnun.“
ÆTLAÐI Í DISNEYLAND Kim Jong-
nam, elsti sonur Kim Jong-il, leið-
toga Norður-Kóreu, reyndi nýver-
ið að fá vegabréfsáritun til
Frakklands, en honum virðist
hafa verið neitað um hana. Talið
er að hann hafi ætlað sér að
skreppa í skemmtigarðinn mikla,
Disneyland, sem er skammt frá
París.
BARN Í BAKSÆTINU Á mánudag-
inn var bifreið lagt ólöglega á
fjölfarinni götu í miðborg Aþenu.
Stjórnvöld fjarlægðu bifreiðina,
en þegar búið var að draga hana í
geymslu kom í ljós að ungbarn
var í aftursætinu, lítill drengur.
Móðir hans skildi hann eftir í
bílnum þegar hún brá sér í versl-
un.
KARL V. MATTHÍASSON
Er hvergi á framboðslista.
Karl V. Matthíasson:
Allt á kjafta-
sögustigi
STJÓRNMÁL Karl V. Matthíasson,
þingmaður Samfylkingar af Vest-
fjörðum, segir allt tal um að hann
sé á leið í framboð fyrir Frjáls-
lynda flokkinn vera á kjaftasögu-
stigi. Það hafi reyndar gerst að
fólk hafi rætt við hann um þetta
og talið hann eiga samleið með
Guðjóni A. Kristjánssyni, sem
mun leiða lista frjálslyndra í
Norðvesturkjördæmi. Hann sé
hins vegar ekki genginn til liðs við
Frjálslynda flokkinn, né heldur
vinstri græna, sem aðrir hafi talið
hann eiga samleið með. ■
ERLENT