Fréttablaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 10
STJÓRNMÁL „Þetta mál kemur ekki
inn á mitt borð en mun koma til
kasta miðstjórnar Sjálfstæðis-
flokksins. Ég myndi ekki mæla
með því að DD
yrði leyft,“ segir
Árni Ragnar
Árnason, alþing-
ismaður og odd-
viti lista Sjálf-
stæðisflokksins í
Suðurkjördæmi,
um hugsanlegt
s é r f r a m b o ð
Kristjáns Páls-
sonar alþingismanns, sem ekki
fékk inni á lista flokksins í Suð-
urkjördæmi. Í Fréttablaðinu í
gær sagðist Kristján ætla að
nota jólin til að íhuga sérfram-
boð. Þá sagði hann að ekki væri
óeðlilegt að Sjálfstæðisflokkur-
inn heimilaði honum að bjóða
sig fram undir DD vegna þess
hvernig staðið hefði verið að
uppstillingunni. Árni Ragnar
segist enga ástæðu sjá til þess
að flokkurinn bjóði fram tvo
lista í kjördæminu.
„Rökin gegn slíku framboði
eru þau að fylgismenn flokksins
geti allir stutt lista flokksins. Ég
hef ekki lagt mat á það hvort
slíkt framboð eigi möguleika. Þá
bendi ég á að langt er síðan nokk-
ur flokkur hefur heimilað sér-
framboð. Sá kostur er þó fyrir
hendi að hann taki niðurstöðunni
og reyni aftur eftir fjögur ár.
Með sérframboði hafnar hann
flokknum. Sú umræða er uppi að
ef Kristján bregst þannig við þá
sé hann í raun genginn úr flokkn-
um. Það verður honum erfiðara
að snúa aftur eftir sérframboð
heldur en að bíða,“ segir Árni
Ragnar.
Kristján Pálsson segist hafa
fengið mikla hvatningu fólks í
kjördæminu til þess að fara í sér-
framboð. Hann vísar til stórfund-
ar sem haldinn var á Suðurnesj-
um honum til stuðnings. Árni
Ragnar segist ekki kvíða því að
kljást við samþingmann sinn fari
svo að hann efni til sérframboðs.
„Það vita það allir þeir sem
vilja að við höfum ekki átt sér-
staklega gott samstarf. Það kem-
ur mér ekki á óvart að Kristján
velti þessu fyrir sér,“ segir Árni
Ragnar. ■
10 17. desember 2002 ÞRIÐJUDAGUR
Fyrirsát lögreglu í Kópavogi:
Biðu ölvunaraksturs móður með börn
DÓMSMÁL Tæplega fertug kona úr
Reykjavík hefur verið svipt öku-
réttindum í tvö ár fyrir ölvun-
arakstur í september.
Starfsstúlka á veitingastað í
Kópavogi gerði lögreglu viðvart um
að konan, sem þar var gestur ásamt
þremur ungum börnum sínum,
kynni að aka drukkin.
Samkvæmt frumskýrslu lög-
reglu fylgdist óeinkennisklæddur
lögreglumaður á ómerktum bíl með
þegar konan fór með börnin inn í
stóran jeppa sinn og ók af stað. Fyr-
ir Héraðsdómi Reykjaness sagðist
lögreglumaðurinn hins vegar hafa
verið að ræða við starfsstúlkuna á
veitingastaðnum þegar hún benti
honum á að konan væri að aka af
stað. Aðrir lögreglumenn „hafi
komið á merktri lögreglubifreið og
lagt skammt frá veitingastaðnum
og verið í viðbragðstöðu. Hafi þeim
verið ætlað að stöðva akstur
ákærðu frá staðnum, ef á það
reyndi.“
Konan ók jeppanum aðeins í ann-
að stæði á bílastæðinu. Þá greip lög-
reglan inn í. Hún bar við lögreglu að
hún hefði drukkið fjóra bjóra inni á
veitingastaðnum. Hún hefði aðeins
ætlað að leggja í hentugra stæði en
skilja jeppann svo eftir.
Konan var svipt ökuréttindum í
átján mánuði árið 1998 fyrir sams
konar brot. ■
FÓSTUREYÐINGAR 1990-1999*
1990 714
1991 658
1992 743
1993 827
1994 775
1995 807
1996 854
1997 921
1998 901
1999 947
*Heimild: Landshagir 2002
FÓSTUREYÐINGUM FJÖLGAR
Fóstureyðingum fjölgaði um tæplega þriðj-
ung á tíunda áratugnum. Árið 1990 voru
þær 714 en tíu árum síðar 947 á ári. Fjölg-
unin er þó engan veginn stöðug eins og
sjá má á töflunni. Árið 1999 voru flestar
fóstureyðingar framkvæmdar í aldurshópn-
um 20-24 ára, eða 257. Næstflestar voru í
aldurshópnum 15-19 eða 222.
SVONA ERUM VIÐ
KÓPAVOGUR
Í stað þess að hindra að kona sem grunuð var um ölvun keyrði með þrjú börn sín virðist
sem lögregla hafi frekar kosið að bíða þess að glæpurinn væri framinn.
Árni Ragnar and-
vígur DD framboði
Kvíðir því ekki að kljást við Kristján Pálsson í Suðurkjördæmi en telur
að honum sé hollara að taka ósigrinum og bíða í fjögur ár.
„Sú umræða
er uppi að ef
Kristján bregst
þannig við þá
sé hann í raun
genginn úr
flokknum.“
KRISTJÁN PÁLSSON
Notar jólin til að íhuga sérframboð.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
Akstur strætó um hátíðarnar:
Akstri lýkur klukkan
16 á aðfangadag
SAMGÖNGUR Akstur Strætó bs.
tekur nokkrum breytingarnar um
hátíðarnar. Á Þorláksmessu verð-
ur ekið samkvæmt tímaáætlun
virkra daga. Aðfangadag og gaml-
ársdag verður ekið á öllum leiðum
samkvæmt tímaáætlun virka daga
til kl. 13 og tímaáætlun helgidaga
til kl. 16 en þá lýkur akstri.
Jóladag og nýársdag verður
ekið á öllum leiðum samkvæmt
tímaáætlun helgidaga að því und-
anskildu að allir vagnar hefja akst-
ur um kl. 15:30. Á annan í jólum
verður ekið á öllum leiðum sam-
kvæmt tímaáætlun helgidaga frá
kl. 10 til 24.
Allar nánari upplýsingar má fá í
þjónustu- og upplýsingasíma
Strætó bs., í síma 540 2700 eða
heimasíðu Strætó. ■
ENGINN Í STRÆTÓ FYRR EN EFTIR
HÁDEGI Á JÓLADAG
Eins og öll undanfarin ár hefst
akstur strætó ekki fyrr en klukkan
15.30 á jóladag.
Leðursófasett
með tveimur
hægindastólum
á 350.000 kr.
20-50%
afsláttur
af öðrum
vörum.
Mikið úrval.MiCasa • Síðumúla 13 sími 588 5108
Jólaútsala
Útsölustaðir: Betra Líf, Kringlunni, Paradís, Laugarnesvegi
82 og Gigtarfélag Íslands Ármúla 5, Hellu. Sólveig
Stolzenwald, s. 863 7273
Póstkröfusendingar og uppl. í s. 690 0658 / 659 1517
www.shopping.is/lifsorka
LÍFSORKU HITABAKSTRAR úr náttúrulegum efnum
Frábær aðferð gegn vöðvabólgu,
streitu og ýmsum kvillum. Lífs-
orku hitabakstrar henta öllum í
hvíld eða við störf. Þú hitar
baksturinn aðeins 1-3 mín. í ör-
bylgjuofni.
Viðurkendir af fagfólki
Golf í Túnis 2003
Í Túnis bíða þín ekki aðeins góðir golfvellir og notalegt loftslag.
Saga landsins, menning og staðsetning við Miðjarðarhafsströndina
gera Túnis ákaflega spennandi til til heimsóknar.
Brottför 21. febrúar: Verð kr. 135.500 á mann í tvíbýli
Brottför 25. apríl: Verð kr. 144.500 á mann í tvíbýli
Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting
á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöld-
verði, 8 vallargjöld á góðum golfvöllum og ein skoðunarferð.
Bókanir og nánari upplýsingar hjá
Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323.