Fréttablaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 12
12 17. desember 2002 ÞRIÐJUDAGUR
Landsbankinn:
Lækkar ó-
verðtryggða
vexti
FJÁRMÁL Landsbankinn hefur ákveð-
ið að lækka vexti helstu óverð-
tryggðra innlána og útlána um
0,5%. Lækkunin kemur til fram-
kvæmda á næsta vaxtabreytingar-
degi, 21. desember. Vaxtalækkunin
kemur í kjölfar lækkunar á stýri-
vöxtum Seðlabanka. Samkvæmt
upplýsingum frá Landsbankanum
hefur bankinn lækkað vexti verð-
tryggðra lána og útlána um 0,65%
frá því í september á meðan ávöxt-
unarkrafa húsbréfa hefur lækkað
um 0,60% frá miðju ári. ■
Vísitala neysluverðs hækkaði minna en búist var við:
Hvatning til frekari lækkunar vaxta
VERÐBÓLGA Vísitala neysluverðs
hækkaði um 0,07% milli nóvember
og desember en almennt hafði
verið spáð 0,2% hækkun.
Vísitalan er nú 223,9 stig en
undanfarna þrjá mánuði hefur hún
hækkað um 0,4%, sem jafngildir
1,8% verðbólgu á ári. Á sama tíma
í fyrra var verðbólgan 8,6%.
Miklar verðbreytingar voru á
einstökum liðum vísitölunnar á
milli mánaða. Samkvæmt grein-
ingardeild Íslandsbanka endur-
spegla þær mikla samkeppni á
matvöru- og sérvörumarkaði nú í
aðdraganda jóla, breytingar á
óbeinum sköttum, breytingar á
heimsmarkaðsverði á olíu og bens-
íni og hræringar á innlendum
íbúðamarkaði.
Greiningardeild Íslandsbanka
telur líklegt að verðbólgan eigi eft-
ir að hjaðna frekar og að við næstu
mælingu, sem er í upphafi janúar,
fari hún niður í 1,5%. Telur Ís-
landsbanki að þessi litla verðbólga
ætti að hvetja Seðlabankann til að
lækka vexti frekar. Bankinn hefur
lækkað vexti sína níu sinnum á
þessu ári, samtals um 3,8 prósentu-
stig, og eru stýrivextir bankans nú
6,3%. ■
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Telur Íslandsbanki að þessi litla verðbólga
ætti að hvetja Seðlabankann til að lækka
vexti frekar. Bankinn hefur lækkað vexti 9
sinnum á þessu ári, samtals um 3,8 pró-
sentustig, og eru stýrivextir nú 6,3%.
VERÐBREYTINGAR Á
EINSTÖKUM LIÐUM VÍSITÖLU
Á MILLI MÁNAÐA
Breyting Áhrif á vísitölu
Matvara -1,3% -0,19%
Föt og skór -1,1% -0,06%
Bækur -1,0% -0,01%
Diskar og filmur -7,5% -0.04%
Eldsneyti -3,9% -0,15%
Tóbak 12% 0,22%
Húsnæði 1,1% 0,11%
Húsaleiga 3,5% 0,08%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Demókratar í leit að
forsetaframbjóðanda
Al Gore, fyrrverandi varaforseti, ætlar ekki að bjóða sig fram á ný gegn
George W. Bush. Joseph Lieberman, Tom Daschle og Dick Gephardt
eru meðal þeirra sem líklegir þykja í slaginn.
WASHINGTON, AP Nokkrir demó-
kratar í Bandaríkjunum eru
farnir að velta fyrir sér forseta-
framboði, nú þegar Al Gore hef-
ur lýst því yfir að hann ætli ekki
í framboð í næstu forsetakosn-
ingum.
Sjálfur sagðist
Gore reikna fast-
lega með því að
öldungadeildar-
þ i n g m a ð u r i n n
Joseph Lieber-
man, sem sóttist
eftir að verða
f r a m b j ó ð a n d i
D e m ó k r a t a -
flokksins í síðustu
forsetakosning-
um, ætli sér að
reyna það á ný.
Tveir demó-
kratar eru nú
þegar komnir í slaginn. Það eru
þeir Howard Dean og John
Kerry. Þá er talið mjög líklegt að
þeir Tom Daschle, Dick
Gephardt og John Edwards ætli
að bjóða sig fram.
Gore skýrði frá því á sunnu-
daginn að hann ætlaði ekki að
bjóða sig fram á móti George W.
Bush árið 2004. Rökin voru með-
al annars þau að athyglin myndi
þá óhjákvæmilega beinast að
fortíðinni. Önnur kosningamál
hverfi í skuggann. Sjálfur vilji
hann frekar beina umræðunum
að framtíðinni.
Í forsetakosningunum árið
2000 hlaut Gore hálfri milljón
fleiri atkvæði en George W.
Bush, sem þrátt fyrir það varð
forseti Bandaríkjanna.
Margir demókratar urðu fyr-
ir miklum vonbrigðum með ár-
angur Gores. Ekki síst fyrir það
að hann náði ekki einu sinni
meirihluta á eigin heimaslóðum í
Tennessee, sem hefði dugað hon-
um til sigurs í kosningunum.
Þessir vonsviknu demókratar
geta því vart hugsað sér að Gore
verði forsetaframbjóðandi
þeirra á ný. Sjálfur sagðist Gore
vel geta skilið þær tilfinningar.
Gore hvarf úr sviðsljósinu í
næstum heilt ár eftir kosning-
arnar. Hann sagði að Bush ætti
skilið að geta byrjað forsetatíð
sína án sífelldrar gagnrýni frá
stjórnarandstöðunni.
Loks þegar Gore var byrjaður
að láta í sér heyra á ný gerðu
hryðjuverkamenn árásir á New
York og Washington í september
árið 2001. Í kjölfar þeirra hörm-
unga drógu Demókratar sig í hlé
og veittu forsetanum stuðning
til að hefja alþjóðlegt stríð gegn
hryðjuverkum. ■
GORE GANTAST Í SJÓNVARPI
Al Gore kom fram í skemmtiþættinum Saturday Night Live á laugardaginn var. Þarna reyn-
ir Lorne Michaels, framkvæmdastjóri þáttanna, sem er fyrir miðri mynd, að lífga Gore við
á ný eftir að Tracy Morgan, sem er lengst til vinstri á myndinni, gaf honum rafstuð til þess
að skilja hann frá eiginkonu sinni, Tipper. Koss þeirra hjóna þótti hafa dregist um of á
langinn.
Vonsviknir
demókratar
geta vart
hugsað sér að
Gore verði for-
setaframbjóð-
andi þeirra á
ný. Sjálfur
sagðist Gore
vel geta skilið
þær tilfinning-
ar.
ALÞINGI Verð á barnafötum hefur
lækkað um 9,2% á síðustu fimm
árum á sama tíma og bleiur
hafa hækkað um 10,5% í verði.
Þetta kemur fram í svari við
fyrirspurn Bryndísar Hlöðvers-
dóttur, þingmanns Samfylking-
ar, um þróun á verðlagi barna-
vara. Hún spurði einnig um þró-
un verðlags ungbarnamats,
þurrmjólkurdufts, barnabíl-
stóla, barnavagna og kerra auk
hluta til slysavarna barna á
heimilum.
Ekki eru upplýsingar um þró-
un á verðlagi þeirra vara í svar-
inu og vísað til reglna sem Hag-
stofan hefur sett um birtingu
upplýsinga um liði sem vega lít-
ið í neysluverðsvísitölu. ■
Dæmdur fjöl-
skyldumorðingi:
Segist
saklaus
SAKAMÁL Bretinn Jeremy Bam-
ber, sem dæmdur var í fangelsi
fyrir að hafa myrt fimm fjöl-
skyldumeðlimi sína árið 1985,
hefur tapað áfrýjunarmáli fyrir
dómstólum í annað sinn. Síðasta
áfrýjunin var lögð fram árið
1989.
Bamber, sem er 41 árs, af-
plánar lífstíðarfangelsi vegna
morðanna, sem framin voru í
Essex-sýslu í Bretlandi. Hann
heldur fram sakleysi sínu í mál-
inu. Segir hann að systir sín hafi
skotið til bana föður sinn, móður
og tvo frændur áður en hún
framdi sjálfsvíg. ■
AP
/N
B
C
, M
AR
Y
EL
LE
N
M
AT
TH
EW
S
BARNAFÖT Í VERSLUN
Verðlag á barnafötum hefur lækkað um
9,2% frá því í desember 1997.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
Verðlag barnavara:
Barnaföt ódýrari
en bleiur dýrariBónstöðin Síðumúla 25Tilboð á bón og alþrif
Alþrif á fólksbíl kr. 3500
Stór jeppi kr. 4500
Þvottur og bón
Fólksbíll kr. 2000
Stór jeppi kr. 3000
S. 553-4949 & 861-4949
Opið virka daga 8–18 og laugard. kl. 10–16
Leður- og
rúskinns-
jakkarnir
komnir.
Stærðir
2XL-8XL
Vinnufatabúðin
Laugavegi 76 • S. 551 5425