Fréttablaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 20
Öllum að óvörum endaði nýjas-ta mynd Jennifer Lopez,
„Maid in Manhattan“, í efsta sæti
bíóaðsóknarlistans í Bandaríkjun-
um um helgina. Talið var víst að
nýjasta Star Trek-myndin, „Nem-
esis“, myndi verða vinsælasta
mynd vikunnar. Allar Star Trek-
myndirnar frá því að sú sjötta
kom út hafa farið á toppinn. Óttast
aðdáendur myndanna nú að fram-
leiðandinn missi trú á seríunni.
Hann Billy Bob Thornton virð-ist ekki vita í hvorn fótinn
hann eigi að stíga þegar kemur að
kvenmönnum. Nú
reynir hann hvað
hann getur til
þess að vinna aft-
ur ástir fyrrum
eiginkonu sinnar,
Angelinu Jolie.
Stuttu ástarsam-
bandi hans við
20 17. desember 2002 ÞRIÐJUDAGUR
kl. 4LIKE MIKE kl. 4, 6 og 8
Sýnd kl. 5, 6, 8, 9 og 10.50
Sýnd í lúxus kl. 4, 7 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.10
kl. 5.50, 8 og 10.05POSSESSION
SANTA CLAUSE kl. 5.55, 8 og 10.10
Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5 og 8
THE TUXEDO kl. 8 VIT474 SWEET HOME ALABAMA 4 og 6
VIT
461
LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 4 VIT429
SANTA CLAUS kl. 3.40, 5.50, 8, 10.10 VIT485
CHANGING LANES kl. 10.10 VIT479
Sýnd kl. 6 og 9.15 VIT 469
kl. 10.05DAS EXPERIMENT
kl. 5.50 og 8HAFIÐ
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 9.15 VIT 468 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 VIT 487
MASTER OF DISGUISE
TÓNLEIKAR Á hverju ári síðan 1998
hefur útvarpsstöðin Radíó X staðið
fyrir jólatónleikunum X-Mas. Þar
hafa í gegnum árin margar af þekkt-
ustu rokksveitum landsins klórað
sig í gegnum þekkt jólalög auk þess
að leika sín eigin. Í ár leika 13 sveit-
ir sem eiga það sameiginlegt að vera
með lag í spilun á Radíó X um þess-
ar mundir. Þetta eru sveitirnar Lea-
ves, Botnleðja, Maus, Ensími, Vín-
yll, Mínus, Stjörnukisi, Brain Police,
Sign, Búdrýgindi, Dust og Moon-
styx.
„Þetta er aðalviðburður stöðv-
arinnar á hverju ári,“ segir Frosti
Logason, útvarpsmaður á Radíó X
og gítarleikari Mínus. „Okkar
hlustendur eru þeir sem eru mikið
að spá í tónlist. Þetta er því besta
jólagjöfin sem við getum gefið
þeim.“
Frosti segir að dagskráin í ár sé
án efa sú flottasta sem boðið hafi
verið upp á hingað til. Allar sveitir
taka þrjú lög og þar af verður eitt
að vera jólalag. „Þetta er það sem
situr alltaf eftir og stendur upp úr
á tónleikunum. Það er sérstaklega
gaman fyrir okkur. Við tökum þetta
alltaf upp og mörg laganna hafa
slegið í gegn á stöðinni. Þar má
nefna „Ave Maria“ með Botnleðju,
„Ég hlakka svo til“ með Maus og
„X-Mas mike“ með Quarashi. Þetta
eru orðin langlíf jólalög sem skilja
mikið eftir sig og þau gera gildi
tónleikanna enn meira.“
Frosti fylgist með því að engar
tvær sveitir taki sama lagið og
þess vegna má búast við fjölbreytt-
um jólapakka. Sveitirnar verða að
vanda sig því tónleikarnir verða í
fyrsta skipti teknir upp fyrir sjón-
varp. Tónleikarnir verða sýndir í
heild sinni á PoppTívi milli jóla og
nýárs en jólaævintýrið endar ekki
þar. „Við vonumst til þess að geta
gefið út jóladisk á næsta ári með
þessum X-Mas hljómsveitum. Það
myndi setja þetta upp á enn hærri
stall. Vonandi getum við svo gert
það á hverju ári héðan í frá,“ segir
Frosti að lokum.
Tónleikarnir verða haldnir í
Austurbæ (gamla Austurbæjarbíói
við Snorrabraut) og opnar húsið kl.
20.30. Tónleikarnir hefjast stund-
víslega kl. 21. Gestir fá að velja
hvað þeir vilja borga mikið inn en
lágmark er 500 kr. Allur ágóði renn-
ur óskiptur til Regnbogabarna,
samtaka gegn einelti. Allir sem að
tónleikunum koma gefa vinnu sína.
Aldurstakmark er 18 ár.
biggi@frettabladid.is
STARFSFÓLK RADÍÓ X
Frosti segir að mun fleiri sveitir hafi sóst eftir því að spila en komi fram í kvöld. Hann
segir það sýna hversu mikil gróska sé í rokktónlist í dag. Hlutfall íslenskrar tónlistar á
stöðinni hefur vaxið til muna eftir breytingarnar í vor. „Þetta er allt sveitunum sjálfum
að þakka,“ segir Frosti. „Við spilum bara það efni sem er nægilega gott til þess að
keppa við erlenda efnið. Það eru sveitirnar sjálfar sem koma sér þangað.“
Tónleikar eru besta
jólagjöfin til hlustenda
Í kvöld fara fram hinir árlegu jólatónleikar Radíó X, eða X-Mas eins og þeir kallast. Þar koma fram
13 íslenskar rokksveitir og er öllum skylt að taka minnst eitt jólalag. Allur ágóði rennur til
Regnbogabarna, samtaka gegn einelti.
Útgáfutónleikar
í kvöld
Iðnó kl. 20:30
Á tónleikunum koma fram úrvals tónlistarmenn:
Jóel Pálsson, Sigurður Flosason, Eiríkur Orri
Ólafsson, Eyþór Gunnarsson, Valdimar Kolbeinn
Sigurjónsson, Einar Scheving, Helgi Svavar Helgason
Et af de helt store talenter i nordisk jazz."
- Politiken
JÓEL PÁLSSON
Hlaupastrákar er mynd semsegir frá Matta (Barry
Pepper) syni mafíuforingja
(Dennis Hopper). Piltinum geng-
ur illa að fá heiðarlega vinnu
vegna þess að flestum stendur
stuggur af því að hafa neitt við
föður hans að sælda; faðirinn
hins vegar er sannfærður um að
drenginn skorti nauðsynlega
hörku til að eiga framtíð fyrir
sér sem glæpamaður. Tækifæri
Matta til að sanna manndóm sinn
kemur þegar honum er falið að
sjá um að koma peningasendingu
á milli staða – og það gengur
ekki vandræðalaust.
Þessi mynd er öll á pörtum,
stundum einlæg og raunsæ og
stundum reyfarakennd. Stund-
um frumleg og skemmtileg og
stundum gamaldags og fyrirsjá-
anleg. Höfundarnir Brian Kopp-
elman og David Levien (Round-
ers, 1998) eru greinilega hæfi-
leikamenn sem ástæða er til að
gefa auga í framtíðinni. Sem
sagt, ágætis afþreying.
Þráinn Bertelsson
Harðjaxlar og
hlaupastrákar
KNOCKAROUND GUYS:
Handrit og leikstjórn: Brian Koppelman,
David Levien
Aðalhlutverk: Barry Pepper, Vin Diesel,
Seth Green, John Liddle, John Malkovich,
Dennis Hopper
KVIKMYNDIR
FRÉTTIR AF FÓLKI