Fréttablaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 28
28 17. desember 2002 ÞRIÐJUDAGUR
Opið mánudaga—föstudaga frá kl. 12-18
og laugardaga frá kl. 11-15
Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880.
Jólagjöfin
hennar-
gjöf sem veitir
gleði og yl
Glæsilegt úrval af
minkapelsum,
húfum, treflum og fleiru.
Pondus eftir Frode Øverli
Ráð undir rifi hverju
Leiðbeiningastöð heimilanna er rekin af Kvenfélagasambandi Íslands
og þar er hægt að fá upplýsingar og ráð um allt milli himins og jarðar
sem við kemur heimilishaldi.
Það er í nógu að snúast hjáLeiðbeiningastöð heimilanna
þessa dagana enda eru aðventan
og jólin tvímælalaust einn anna-
samasti tími ársins hjá stöðinni.
Að sögn Hjördísar Eddu Brodda-
dóttur framkvæmdastjóra fjölg-
ar fyrirspurnunum jafnt og þétt
eftir því sem nær dregur jólum
og eru þær af ýmsum toga. „Fólk
er að baka smákökur, undirbúa
jólasteikina, útbúa jólafrómas-
inn, velja veitingar og áætla
magn fyrir jólaboðin og svo
mætti lengi telja,“ segir Hjördís
Edda. „Það eru líka margir sem
biðja um ráð varðandi bletta-
hreinsun enda mikið um að
kertavax leki á dúka og borð,
kakó og kaffi hellist niður og svo
framvegis. Við leggjum auðvitað
okkar af mörkum til þess að
finna svörin og hjálpa fólki í jóla-
undirbúningnum. Við hvetjum
fólk líka eindregið til að byrja
snemma að undirbúa jólin. Ef
maður vinnur sér í haginn losnar
maður við stressað andrúmsloft
og nýtur bæði aðventunnar og
jólanna betur.“
Hjördís Edda ítrekar að mik-
ilvægt sé að ætla sér ekki um of
og læra að forgangsraða verk-
efnunum. „Jólin ganga í garð
von bráðar og þó að við verðum
ekki búin að gera allt sem við
ætluðum okkur í upphafi þá er
það allt í lagi. Mestu máli skipt-
ir að slaka á og njóta tímans
með ástvinum sínum. Við lær-
um líka af reynslunni og byrjum
kannski undirbúninginn fyrr
næstu jól til að fyrirbyggja
óþarfa stress.“
Hjördís Edda hefur valið
nokkur nytsamleg heimilisráð til
að deila með landsmönnum og
munu þau birtast í blaðinu næstu
daga og fram að jólum. „Þessi
ráð ættu að koma að góðum not-
um í undirbúningi jólanna en við
bendum fólki á að hafa endilega
samband við okkur ef fleiri
spurningar vakna.“ ■
HJÖRDÍS EDDA BRODDADÓTTIR
Leiðbeiningastöð heimilanna gefur fólki ráð í gegnum síma og birtir greinar í tíma-
ritinu Húsfreyjunni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FLUGSLYS!
Hvernig kemur maður
sér út úr svoleiðis klípu?
Sko... mín kenning er að ef
ég STEKK út úr flugvélinni
AKKÚRAT tveimur metrum
áður en hún brotlendir, þá
fái ég ekki skrámu!
Takk,
elskan! Þetta er
skylda!
Já, það er séns að
maður togni á ökkla...
en það er hámarkið...
JÓLABAÐIÐ
Jólasveinninn baðaði sig í sjónum ásamt nokkur hundruð manns í árlegu jólabaði í Nice í
Frakklandi. Þetta er í 58. sinn sem jólabaðið er haldið þar og líklegt að sveinki baði sig
ekki aftur fyrr en á næsta ári. Hitabylgja hefur verið á suðurströnd Frakklands undanfarið
og var sjórinn um 14 gráðu heitur.
Sá sjötti,
Reykjablæsir
Við verðum að vona að ekki hafiverið mikil sígarettustybba í
herbergjum barna í morgun en
samkvæmt þulu Ragnars Eyþórs-
sonar var Reykjablæsir á ferð í
nótt.
Sá sjötti, Reykjablæsir,
er svaka siðlaus.
Hann rétt sér út úr augum
því reykský hylur haus.
Nær aska hans víða,
nema í öskubakkann.
Hann strompar kringum alla,
og hóstar beint á krakkann.
Eftir Ragnar Eyþórsson (með
fullri virðingu fyrir Jóhannesi úr
Kötlum)
Teikning: Ingi Sölvi Arnarson