Fréttablaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 8
8 17. desember 2002 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR G O TT F Ó LK M cC A N N -E R IC K S O N · S ÍA SAMGÖNGUR Áætlað er að 495 millj- ónum króna verði veitt til varð- veislu sögu samgangna og sam- göngustofnana til ársins 2014. Í samræmdri samgönguáætlun, sem lögð var fram á Alþingi fyrir jólaleyfi, er fjallað sérstaklega um minjavernd og söguritun. Sigl- ingastofnun, Vegagerðin og fyrir- rennari þeirra, Landsverkfræð- ingsembættið, eiga sér sögu sem nær aftur til loka 19. aldar. Saga flugsins er nokkuð styttri, en þar þykja þó fyrir hendi merkar minj- ar sem ber að varðveita. Ætlunin er að varðveita sögu samgangna og samgöngustofnana, meðal ann- ars með söfnun mynda, varðveislu muna og mannvirkja og söguritun. Hjá Flugmálastjórn er unnið að því að skrá sögu stofnunarinnar í þau 60 ár sem liðin eru frá stofnun hennar. Á árunum 2003 til 2014 eru ætlaðar 60 milljónir til verks- ins. Hjá Siglingastofnun er lokið ritun og útgáfu sögu vita á Ís- landi til dagsins í dag. Sagnfræð- ingur var ráðinn til stofnunarinn- ar til að sinna verkinu og mun hann næst snúa sér að ritun sögu hafnargerðar á Íslandi. Þá hyggst stofnunin koma upp upplýsinga- skiltum þar sem fram komi saga merkra vita, verstöðva, hafna og lendingarstaða. Enn fremur á að varðveita valin mannvirki sem ekki eru lengur í notkun. Sigl- ingastofnun eru ætlaðar 220 milljónir til minjaverndar á tíma- bilinu. Loks eru Vegagerðinni ætlaðar 215 milljónir til minjaverndar og söguritunar. Nokkuð af tækjum og búnaði Vegagerðarinnar hefur verið til sýnis í Samgönguminja- safni Íslands að Skógum og nokkrum eldri mannvirkjum hef- ur verið haldið við og þeim jafn- vel komið til upprunalegs horfs. ■ Danska stjórnin ætlaði að ryðja bákninu burt: Nefnd kemur í nefndar stað DANMÖRK Þegar Anders Fogh Rasmussen komst til valda í Dan- mörku var eitt fyrsta verk ríkis- stjórnar hans að leggja fram lista yfir rúmlega 190 nefndir og ráð sem leggja átti niður. Nú, rúmu ári síðar, hafa 130 nefndir og ráð verið lögð niður í Danmörku. Á móti kemur að 77 nýjar nefnd- ir og ráð hafa verið sett á laggirnar í staðinn. Ríkisstjórn hægri flokk- anna hefur því hreint ekki tekist að ryðja bákninu burt á fyrsta stjórn- arári sínu nema að litlum hluta. Frá þessu er skýrt í fréttabréfi landssambands danskra verkalýðs- félaga, LO. ■ RITUN OG ÚTGÁFA SÖGU OG VARÐVEISLA MINJA FRAMLÖG Í MILLJÓNUM KRÓNA Tímabil I Tímabil II Tímabil III 2003-2006 2007-2010 2011-2014 Flug 20 20 20 60 Siglingar 60 80 80 220 Vegir 35 80 100 215 Samtals: 115 180 200 495 Varðveisla sögu samgangna: Hálfur milljarður ætlaður til verksins SAMGÖNGUR „Við ætlum að byrja að selja farmiða í byrjun janúar. Fyrsta flugið verður svo í febrú- ar,“ segir Jóhannes Georgsson, forsvarsmaður nýs flugfélags, sem ætlar að bjóða flugfar til Kaupmannahafn- ar á 14.660 krónur og til London á 14.160 krónur. „Það er ódýrara til London því þar eru flugvallar- skattar lægri,“ segir hann. Félagið hefur tryggt sér hús- næði að Suðurlandsbraut 24 þar sem höfuðstöðvar þess verða og þar verða flugfarseðlarnir seldir. Einnig verður hægt að kaupa þá á Netinu, í gegnum síma og svo hjá öllum ferðaskrifstofum, innlend- um sem erlendum. Breskir flug- menn munu fljúga Boeing 737 þotu sem leigð hefur verið til verksins en flugfreyjur og flug- þjónar verða íslenskir. Þotan tek- ur 148 farþega. Eins og hjá öðrum lággjaldaflugfélögum verður þjónusta um borð í lágmarki og verða farþegar að greiða fyrir þær veitingar sem þeir óska eftir. Ef þeir vilja lesa dagblöð um borð þá verða þeir að koma með þau sjálfir. Flogið verður daglega til og frá landinu; til Kaupmannahafnar á morgnana en til London síðdegis. Starfsemi nýja flugfélagsins verður kynnt ítarlega á fréttamananfundi sem boðað hef- ur verið til í dag í höfuðstöðvum félagsins á Suðurlandsbraut 24 klukkan 11 árdegis. eir@frettabladid.is Til útlanda fyrir rúm- ar 14 þúsund krónur Nýtt flugfélag verður kynnt á fréttamannafundi í dag. Flýgur til Kaup- mannahafnar að morgni og til London síðdegis. Farmiðasala hefst í byrjun janúar. Fyrsta flugið í febrúar. SUÐURLANDSBRAUT 24 Höfuðstöðvar nýja flugfélagsins. Þar hefst farmiðasala í byrjun næsta mánaðar. JÓHANNES GEORGSSON Stýrir nýju félagi. RANNSÓKN Niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar sýna svo ekki verður um villst að nýbúar taka ekki störf frá innfæddum eins og lengi hefur verið talið. Þvert á móti sýna niðurstöður rannsóknarinnar að hitt sé lík- legra að nýbúarnir skapi ný störf og hækki jafnvel meðallaun á því svæði þar sem þeir setjast að. Rannsókn þessi er ein sú viða- mesta sem gerð hefur verið í Bretlandi um málefni nýbúa frá upphafi. Í skýrslu þar sem niðurstöður rannsóknarinnar eru kynntar kemur meðal annars fram að ný- búar koma með nýja þekkingu inn í samfélagið og eru því í raun hrein viðbót við gæði þess vinnu- afls sem fyrir er. Einn af hverjum tíu vinnandi mönnum í Bretlandi er nýbúi. Um niðurstöður rann- sóknarinnar segir Beverley Hughes, innanríkisráðherra Breta: „Þessi rannsókn sýnir okkur að það er einfaldlega ekki rétt að ný- búar taki störfin frá okkur. Hún sýnir okkur hins vegar að inn- flytjendur auka hagvöxt, hleypa lífi í viðskiptin og skapa störf og tækifæri sem gagnast öllum.“ ■ Ný viðamikil bresk könnun: Nýbúar taka ekki vinnu frá innfæddum BEVERLEY HUGHES Breski innanríkisráðherrann gleðst yfir nýrri rannsókn. Fasteignafélagið Stoðir: Tilboð til hluthafa Baugs VIÐSKIPTI Fasteignafélagið Stoðir stefnir að því að eignast 7% hlut í Baugi. Í því skyni hefur félagið gert hluthöfum Baugs tilboð um kaup á 7% af hlut hvers og eins á genginu 11. Það er 5% hærra gengi en lokagengi á markaði á föstudag. Stoðir eru fasteignafélag sem er að stórum hluta í eigu Baugs. Félag- ið er öflugasta fasteignafélag landsins. Með kaupum í Baugi sér félagið tækifæri til að styrkja eign- arstöðu félagsins enn frekar og er tilboðið liður í þeirri stefnu. ■ Kynferðisbrot: Út fyrir öll mörk DÓMSMÁL Faðir á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að mis- nota 16 ára dóttur sína kynferð- islega. Stúlkan var í nokkurra daga heimsókn á heimili föðurins þegar atburðurinn varð. Þau voru bæði við drykkju. Hún sagðist hafa vaknað við aðfarir föður síns. Hún væri ekki full- viss um að um samfarir hafi verið að ræða þó svo hafi virst. Faðirinn sagðist ekkert muna og neitaði sök. „Með framferði sínu fór hann út fyrir öll siðferð- ismörk í samskiptum föður og dóttur og rauf með grófum hætti það trúnaðartraust sem þar á að ríkja,“ sagði Héraðs- dómur Reykjaness. ■ ORÐRÉTT ÍSLENSKI DRAUMURINN Af hátækni þekkjum við helzt Oz og deCode, fyrirtæki, sem hafa aðallega útgjöld, en lítið af tekj- um. Jónas Kristjánsson les úr tölum Þorvaldar Gylfasonar að við séum frumvinnslusam- félag, þrátt fyrir mikla tölvueign. Jonas.is, 16. desember. SKANDINAVÍSKAN ER KÚL Þetta er skandinavíski framburð- urinn og við notum hann. Matthías Sigurðsson, framkvæmdastjóri Europris, sem vill ekki láta lesa Evróprís í útvarpinu. DV, 16. desember. NEI ER EKKERT SVAR Ég lít svo á að viðbrögð Mikkelsen við erindi mínu leggi ágætan grundvöll að frekari viðræðum um málið. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, sem sagðist ekki styðja hugmynd hans um að stofna íslensk-danska menningar- stofnun. Morgunblaðið, 15. desember. INNBROT Í IÐNAÐARHÚSNÆÐI Brotist var inn í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi aðfaranótt mánu- dags. Ekki liggur fyrir hvort ein- hverju hafi verið stolið. SÍMUM STOLIÐ ÚR BÍLUM Brotist var inn í tvo bíla í austurbæ Reykjavíkur í fyrrinótt. GSM- síma var stolið úr öðrum bílnum en þráðlausum heimilissíma úr hinum. ÖLVAÐUR Á LEIÐ TIL KEFLAVÍKUR Ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut grunaður um ölvun við akstur um sjöleytið á sunnudag. Lög- reglunni í Keflavík barst til- kynning um einkennilegt akst- urslag mannsins og hafði hendur í hári hans. Lögreglan í Keflavík stöðvaði einnig tvö öku- menn fyrir að virða ekki stöðv- unarskyldu. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGHLÝÐNIR ÖKUMENN Á BLÖNDUÓSI Lögreglan á Blöndu- ósi stóð fyrir miklu umferðarátaki um helgina. Það var sama hvar lögregluna bar niður, allir öku- menn reyndust löghlýðnir. HÓPSLAGSMÁL Á SELFOSSI Hópslagsmál brutust út á þremur stöðum á Selfossi aðfaranótt sunnudags. Lögreglan skarst í leikinn en enginn þurfti að dúsa fangageymslur. Einhverjir leituðu ásjár læknis.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.