Fréttablaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 16
SUND Örn Arnarson sundkappi stóð sig frábærlega á Evrópumót- inu í 25 metra laug sem haldið var um helgina í Þýskalandi. Hann tryggði sér Evrópumeistaratitil- inn í 200 metra baksundi, brons- verðlaun í 100 metra baksundi, varð fjórði í 50 m baksundi og ní- undi í 100 m skriðsundi. Örn segist vera mjög ánægður með árangurinn. Aðspurður seg- ist hann þó ekki hafa átt von á því að standa sig svona vel. „Ég er ekki alveg kominn í það form sem ég vil vera í. Ég tók mér níu vikna frí í sumar og tók stóra áhættu með því að skipta um þjálfara í haust. Það gæti eiginlega ekki hafa virkað betur,“ sagði Örn, sem staddur var í Berlín á leið heim til Íslands er Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég verð væntanlega kominn í betra líkamlegt form fyrir heimsmeistaramótið í sum- ar.“ Níu vikna fríið var tekið vegna axlarverkjum sem hafa plagað Örn undanfarin fimm ár. „Ég þurfti bara að taka mér gott frí og byrja nánast frá grunni aftur og byggja upp öxlina. Hún var orðin sérstaklega slæm á tímabili. Ég hef ekkert fundið fyrir axlar- verkjunum í haust,“ sagði Örn. Örn segist vera ánægður með nýja þjálfarann sinn, Steindór Gunnarsson. „Hann er að svín- virka. Hann kemur inn með nýj- ar hugmyndir. Ég þurfti að fá nýja vídd inn í þetta og einhvern nýjan til að greina sundið mitt.“ Örn var í Sundfélagi Hafnar- fjarðar áður en hann ákvað að breyta til og ganga til liðs við Sundfélag Keflavíkur. Að sögn Arnar líkar honum nýja fyrir- komulagið vel. „Ég bý í Hafnar- firði og er í skóla í Reykjavík. Þetta er rétt um hálftíma keyrsla heiman frá mér. Mig munar ekk- ert um það.“ Næsta stórmót sem Örn tekur þátt í er HM í 50 metra laug sem haldið verður næsta sumar. „Næsta mótið þar sem ég verð í góðu formi verður meistaramótið í mars í Vestmannaeyjum,“ sagði Örn. En ætli hinn nýkrýndi Evrópu- meistari fái eitthvert jólafrí? „Ég held ég fái í kringum viku frí og svo byrjar þetta bara allt saman aftur.“ freyr@frettabladid.is 16 17. desember 2002 ÞRIÐJUDAGUR ÍÞRÓTTIR Í DAG 15.00 Stöð 2 Trans World Sport 18.00 Sýn Sportið með Olís 18.30 Sýn Meistaradeild Evrópu (Fréttaþáttur) 19.50 Sýn Enski boltinn (Man. Utd. - Chelsea) 22.00 Sýn Golfstjarnan Ernie Els (US PGA Player Profiles 1) 22.30 Sýn Sportið með Olís 23.00 Sýn Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) 0.30 Skjár 1 Mótor (e) FÓTBOLTI Gerard Houllier, knatt- spyrnustjóri Liverpool, segir að undanfarinn mánuður hafi verið sá versti síðan hann tók við liðinu. Liverpool tapaði fjórða leik sínum í röð í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag á móti Sunderland með tveimur mörkum gegn einu. Hef- ur liðið ekki unnið í sex leikjum í röð í deildinni og er dottið niður í 5. sætið, fimm stigum á eftir efsta liðinu Arsenal. „Þetta er versti mánuður sem ég hef upplifað,“ sagði Houllier eftir leikinn. „Við erum farnir að hafa áhyggjur. Þetta er tíminn sem við þurfum að standa saman og leggja mikið á okkur og nú er komið tækifæri til að skoða nokkra hluti.“ Glenn Roeder, knattspyrnu- stjóri West Ham, var óánægður með dómgæsluna í 3:0 tapleik gegn Manchester United á laugar- dag. Taldi hann að liðið hefði átt að fá vítaspyrnu auk þess sem mark var dæmt af því. Sagði hann að þetta væri það sem gerðist þeg- ar lið væru í fallbaráttu. „Svona hefur þetta gengið hjá okkur und- anfarið. Ég er samt ekkert að kvarta og kveina og vonandi eiga hlutirnir eftir að lagast það sem eftir lifir af leiktíðinni.“ ■ SKÍÐI Skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdóttur hefur skrifað undir styrktarsamning við Sam- skip. Dagný Linda er margfaldur Ís- landsmeistari í stórsvigi, svigi og alpatvíkeppni og var kosin skíða- kona ársins á Íslandi 2000 og 2001. Hún hefur unnið 15 alþjóðleg mót og mörgum sinnum verið í öðrum verðlaunasætum. Dagný Linda, sem er 22ja ára Akureyringur, æfir með norska evrópubikarliðinu í vetur og hef- ur gengið vel á alþjóðlegum mót- um. Hún varð meðal annars í öðru sæti á tveimur risasvigmótum al- þjóðaskíðasambandsins FIS. ■ DAGNÝ LINDA Dagný Linda Kristjánsdóttir tók meðal ann- ars þátt í Ólympíuleikunum í Salt Lake City í Bandaríkjunum í febrúar á þessu ári. Dagný Linda Kristjánsdóttir: Skrifar undir styrktarsamning HOULLIER Gerard Houllier er afar óánægður með gengi sinna manna. Liverpool er dottið niður í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gerard Houllier: Versti mánuður- inn til þessa Shaquille O’Neal skoraði 30 stigog tók 14 fráköst þegar meist- arar Los Angeles Lakers unnu Or- lando Magic með 107 stigum gegn 84 í NBA-deildinni í körfubolta í fyrrakvöld. Kobe Bryant skoraði 21 stig fyrir Lakers, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Tracy McGrady, stigahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði 21 stig fyrir Magic. Fjárfestingahópur undir stjórnGary Lineker þarf 400 þúsund pund til viðbótar til að geta tekið yfir stjórn enska 1. deildar liðsins Leicester. Leicester hefur átt í miklum greiðsluerfiðleikum und- anfarið og talið er að skuldir þess nemi um 5 milljörðum íslenskum króna. ERLENT Fær vikufrí yfir jólin Örn Arnarson stóð sig frábærlega á EM í sundi sem haldið var í Þýska- landi um helgina. Hann segist ekki vera kominn í sitt besta form, enda tók hann sér níu vikna frí í sumar vegna meiðsla á öxl. ÖRN ARNARSON Örn setti Íslandsmet í öllum greinunum sem hann keppti í nema í 200 metra baksundi. Hann setti auk þess Norðurlandamet í 100 metra baksundi. EM í 50 m laug var haldið í sumar og var Örn þar fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.